þriðjudagur, júní 30, 2009

Smooth Criminal Vs. Hearts on Fire
Ég var að spila á Karamba á laugardagskvöldið, og til minningar um fallinn meistara henti ég saman smá masjöppi, þar sem ég blandaði saman Smooth Criminal og Hearts on Fire (Joakim Remix) með Cut Copy.

Melódíurnar falla ótrúlega vel saman og ég er nokkuð sáttur við útkomuna.

Sofðu rótt, MJ.

» Terrordisco - Smooth Criminal Vs. Hearts on Fire

Þið getið sótt fleiri endurvinslur og mix á terrordisco.com

mánudagur, júní 29, 2009

Gestablogg: Razzlindazzlin's Nippon WaxÍ mjög sérstakri gestafærslu fáiði hér skammt af japönsku "rare groove" en undir þann flokk falla allar þær djass/soul/funk plötur sem eru vinsælar hjá plötusöfnurum.

Gesturinn að þessu sinni vill láta kalla sig Razzlindazzlin en það er viðurnefni hans á eBay þar sem hann rekur netverslun sem selur sjaldgæf anime sándtrökk, djass, funk og fleira. Hann er jafnframt yngsti meðlimur plötusafnaraklíku DJ Muro, Kings of Diggin', og hefur farið þvert yfir allt Japan í leit að plötum. Við gefum honum orðið:

"Ruriko Ohgami fæddist í Osaka og var soul söngkona. Ferillinn hennar var stuttur en virkust var hún á seinni hluta áttunda áratugarins. Þetta lag er ansi magnað en einnig má segja það sama um plötukoverið."

» Ruriko Ohgami - "Sexy Woman"

Words

Eitt uppáhalds eitíslagið mitt er lagið Words með one-hit-wonderinu F.R. David.Mamma átti þetta lag á kasettu, merkta "Lög unga fólksins 1983" eða eitthvað álíka, og ég spilaði þetta til dauða um svipað leyti og ég áttaði mig á hvernig kasettutæki virka, sennilega svona sex ára gamall.

Ég var að finna cover af þessu lagi með bresku hljómsveitinni Tremeloes. Þeir fara vægast sagt hrjufum höndum um þetta fíngerða rafpopplag, og myndbandið er enn verra, ekki er nóg með að líkamstungumál þeirra beri með sér að þeir nenni ekki að vera þarna, heldur virðist öll umgjörð myndbandsins snúast um hvað þeim leiðist að þurfa að kovera einhvern fokkin ítalósmell.Annars er Tremeloes alveg merkileg hljómsveit. Þeir komu upp á svipuðum tíma og bítlarnir, náðu aldrei almennilega sama risi og þeir þó að þeir hafi átt nokkra smelli, og upp úr 1966 ákveður forsöngvarinn að stinga af og meikaða sóló. Það heyrðist ekkert meira frá honum en stuttu seinna áttu þeir stærsta smellinn sinn, Silence Is Golden

Þeir halda áfram að gera svona letta poppsmelli í nokkurn tíma með góðum árangri, en upp úr 1970 ákveða þeir að fylgja tíðarandanum og gerast áleitnir tónlistarmenn. Þeir tækla það pínu vitlaust, byrja að tala um stefnubreytinguna áður en þeir gefa nokkuð út, og fóru að tala um það hvað gamla efnið þeirra hafi verið svakalega lélegt, svo lélegt að þeir sem hlustuðu á það (sumsé allir aðdáendur hljómsveitarinnar) væru hálfvitar.

Jább.

Þeir kynntu nýju plötuna sína með að kalla alla aðdáendur sína smekklausa hálfvita.

Platan seldist ekki vel.

Næstu árin börðust þeir í bökkum, túruðu landið og spiluðu lítil gigg, gáfu út eitthvað efni, en náðu aldrei aftur sömu hæðum.

Seint á níunda áratugnum hætti forsöngvari hljómsveitarinnar, Chip Hawkes, í hljómsvetinni sinni til að hlúa að tónlistarferli sonar sins, one-hit-wonderið Chesney Hawkes.

laugardagur, júní 27, 2009

WhompWhompWhommp!!Fyrst ég var að rövla um dubstep í gær þá er ég í stuði fyrir eitt í viðbót. Ég gæti alveg trúað því að það sé að koma einhver ofboðsleg dubstep bylgja. Fyrir ári síðan vissi ég varla hvað þetta var, en núna er einsog önnur hver færsla á músík bloggunum sé um dubstep. Ekkert að því, ég er að fíla þetta.

George Lenton er breskur snilli sem býr til elektró af öllum tegundum en bestu lögin eru einmitt útúr döbbsteppuð. Hér er einn dimmur og djústeiktur hittari. Whommp!

» George Lenton - Jungle Whomp

föstudagur, júní 26, 2009

Nýtt lag frá Snorra Helgasyni
Rétt í þessu var að detta inn um rafpóstlúguna mína nýtt lag frá Snorra Helgasyni, söngvara Sprengjuhallarinnar. Lagið, sem er fyrsta sóló-útgáfa Snorra, er aðeins meira Folk-legt en það sem Sprengjuhöllin er búin að vera að bardúsa við, og feykiskemmtilegt. Lagið verður á fyrstu sólóplötu Snorra sem má vænta síðla árs.

» Snorri Helgason - Freeze Out

Khaaann!óóóókey ég er búinn að liggja soldið í undarlegu deildinni undanfarið og því er kominn tími á ferskt skol í hárið. Bat for Lashes er Natasha Khan frá Englandi. Hún er seiðandi blöndungur af Portishead, Donovan, Stevie Nicks og einhverri norna-elektróník. Nýja platan hennar, "Two Suns" er í nánast stöðugri spilun hjá mér þessa dagana. Alveg stórkostleg.

Orginallinn af þessu lagi er alveg sjúklega flottur en ég læt remix fljóta að þessu sinni. Útúrmökkað dubstep í vangadans stíl.

» Bat for Lashes - Daniel (Fazhands remix)

Orginallinn

Föstudagsboogie #15Það er eitthvað vel krípí við að syngja sálartónlist um skátadrengi en það kemur allaveganna skemmtilega út hjá söngvaranum í Quest en þau gáfu út þetta lag árið 1981. Finn bókstaflega ekkert um þessa sveit en þetta er tekið af endurútgáfu frá því í hittifyrra en fyrir áhugasama ættu eintök ennþá að finnast í plötubúðum víða um netið.

» Quest - "Boy Scouts"

fimmtudagur, júní 25, 2009

Þvílíkur wírdóOg með wírdó meina ég snillingur. Ariel Pink fær skrúðgöngu dagsins fyrir vasklega framgöngu í skrítnipoppi og furðudiskó. Þetta er af nýjasta verki hans Scared Famous.

» Ariel Pink's Haunted Graffiti - The Kitchen Club

miðvikudagur, júní 24, 2009

Svört mölfluga ofur regnbogiMér finnst Black Moth Super Rainbow alveg æðislegt band. Sækedelískt geimpopp sem faðmar mann einsog teppi úr stjörnukuski. Alger ævintýramússík sem lætur mann vilja hlaupa um í þoku á sumarnótt. Pínu fríkað lið semsagt einsog sjá má á nöfnum meðlima: The Seven Fields of Aphelion, Power Pill Fist, Iffernaut, Ryan Graveface, Father Hummingbird og leiðtoginn Tobacco. Jamm.

Þau koma frá Pittsburgh í USA og gera alla sína tóna með eldgömlum hljóðgerflum, raddbreytum og hljómborðum. Eftir nokkrar ágætis byrjanir kom út platan Dandelion Gum árið 2007 sem sló í gegn. Hjá mér. Núna er komin út Eating Us og hún hefur verið að renna hring eftir hring í græjunum. Jæja ekki orð um það meir, fáum hljóðdæmi.

» Black Moth Super Rainbow - Iron Lemonade


PS
Ég VERÐ reyndar að segja að þau ættu að stytta nafnið í 'Black Rainbow' sem er mun flottara.

þriðjudagur, júní 23, 2009

RokksálkántríÞað fer ekkert sérstaklega mikið fyrir Jim Ford í tónlistarsögunni en hann var flinkur gæji sem blandaði saman rokki, soul og kántrí á sínum stutta ferli kringum áratugamótin '60-'70. Hann gleymdist í einhverju dóp móki í marga áratugi en þegar safnpakki með verkum hans kom út 2007 vaknaði áhugi á Jim og til stóð að gefa út nýtt stöff með honum. Þá var Jim einmitt búinn að sparka eitrinu og faðma Jesú og var því til í tuskið. En örlögin, hin grimma stjúpmóðir gripu þá í taumana og Jim fannst látinn í hjólhýsinu sínu í fyrrahaust.

Tékkið á Jim Ford. Ef þið fílið Nick Lowe, Van Morrison og þannig rock-n-soul dúdda þá fíliði Jim.

» Jim Ford - Sounds Of Our Time
» Jim Ford - Changing Colors

mánudagur, júní 22, 2009

Joe Pug kemur til íslands
Joe Pug er krúttlegur gítargutlari frá Ameríkunni sem spilar heiðarlega fólkmúsík í anda Bob Dylan og allra þessarra gaura.

Eftir lífskrísuna sem er öllum svona tónlistarmönnum svo nauðsynleg ákvað hann að henda í smá tónlistarferil. Hann gaf út stuttskífuna Nation of Heat á fyrri hluta síðasta sumars, og er breiðskífa á leiðinni í ár.

Hann er á stöðugri tónleikaferð í sumar, spilar meðal annars á Bonnaroo og Newport Folk Festival, en auk þess mun hann heiðra okkur íslendinga með nærveru sinni á Café Rósenberg 2. júlí.

Tónleikarnir byrja kl. 9, og munu tónlistarbræður hans þeir Bob Justman og Snorri Helgason úr Sprengjuhöllinni hita upp. Miðaverð er einn þúsundkall.

» Joe Pug - Hymn #101
» Joe Pug - Nation of Heat

- - - -

» Joe Pug á Myspace
» Nation of Heat

laugardagur, júní 20, 2009

Föstudagsboogie #14Betra er seint en aldrei, hér er boogie skammtur vikunnar sendur út á laugardegi.

Change var diskóband sem var stofnað árið 1979 á Ítalíu og var með þá óþekkta soul söngvarann Luther Vandross innanborðs. Tónlistin sem sem þau sendu frá sér var undir miklum áhrifum frá bandarísku sveitinni Chic og þau slógu í gegn með fyrstu plötu sinni sem kom út 1980. Hér er magnað titillag plötunnar í lengdri útgáfu.

» Change - "The Glow Of Love" (Long Version)

þriðjudagur, júní 16, 2009

Gamli skólinnEitt af því skemmtilegra sem gerist þegar ég fer út að leita að plötum er að rekast á eitthvað akkúrat ekki í þeim stíl sem maður var að leita að. Í nýlegum boogie-leiðangri rakst ég á þessa elektró-rapp klassík í boði JJ Fad og með Arabian Prince á trommuheilatökkunum. Stórgóð kaup fyrir ca. 400 krónur íslenskar með hressu disslagi á B-hliðinni.

» JJ Fad - "Supersonic"

laugardagur, júní 13, 2009

SkyndikynniÞetta var að detta inn í tölvuna hjá mér og ég verð að skella því inn rétt áður en ég fer út. Flotterí á laugardegi.

Útskýringin á laginu krefst einbeitingar: Hér höfum við hljómsveit að nafni Mason Proper að covera lag hrokagikksins Kanye West 'Love Lockdown'... en undirspilið er blanda af fyrrnefndu lagi og smelli LCD Soundsystem 'Get Innoucuous'. En ekki hvað?

Alveg framúrskarandi stuð sem vekur hina dauðu. Og þvílíkur munur er að heyra þetta lag sungið án ógeðis Cher-róbótaraddarinnar í Kanye útgáfunni.

» Mason Proper - "Love Lockdown - Get Innocuous"

föstudagur, júní 12, 2009

Föstudagsboogie #13


Goldie Alexander gaf einungis út eina plötu á öllum ferli sínum en þó gaf hann út nokkrar smáskífur áður en platan "Fool In Love" kom út árið 1983. Þetta lag sem er hér á boðstólum er ekki af breiðskífunni hans sem er stórgóð heldur er hér hörkulag af smáskífu frá 1981.

» Goldie Alexander - "Show You My Love"

fimmtudagur, júní 11, 2009

Bleikt og (fjólu)BláttAlan Wilkis félagi okkar var að gefa út nýja EP plötu, 'Pink And Purple'. Alan er flinkur svefnherbergispródúsent og marghljóðfærameistari sem gerir út frá Brooklyn, NY. Hann staðsetur sig í eitís með glás af soul og vangadansi helltu yfir. Allskonar smart fólk lagði honum lið á EPinu, meðal annars lið úr TV on the Radio og Yeah Yeah Yeahs. Endilega tékkið á Alan á vefnum, hlustið á titillagið og takið einn sveittan vangara undir reykvélinni.

» Alan Wilkis - Pink and Purple
» Alan Wilkis - Time Machine

föstudagur, júní 05, 2009

Föstudagsboogie #12


Í tilefni þess að það er kominn föstudagur er hér annað stórgott lag með sveitinni Cheri en eins og glöggir muna var fyrsta innslagið af þessum lið lag með þeirri sveit. Eitt lag í viðbót sem kemur öllum í gott skap.

» Cheri - "Star Struck"

fimmtudagur, júní 04, 2009

Tannheuser GáttinAlltaf þegar það kemur lag úr Blade Runner í shuffle þá læt ég restina rúlla. Stórfenglegt listaverk. Vangelis á skilið sæti meðal grísku goðanna. Seifur–Herakles–Vangelis.

» Vangelis - Fading Away

Og eitt annað því hann er svo frábær:

» Vangelis - He-ho (Leo Zero re-work)