fimmtudagur, júní 11, 2009

Bleikt og (fjólu)BláttAlan Wilkis félagi okkar var að gefa út nýja EP plötu, 'Pink And Purple'. Alan er flinkur svefnherbergispródúsent og marghljóðfærameistari sem gerir út frá Brooklyn, NY. Hann staðsetur sig í eitís með glás af soul og vangadansi helltu yfir. Allskonar smart fólk lagði honum lið á EPinu, meðal annars lið úr TV on the Radio og Yeah Yeah Yeahs. Endilega tékkið á Alan á vefnum, hlustið á titillagið og takið einn sveittan vangara undir reykvélinni.

» Alan Wilkis - Pink and Purple
» Alan Wilkis - Time Machine

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er flinkur fýr! Ætla að tjékka betur á þessum. Hann Alan hefur greinilega fengið gott boogie með móðurmjólkinni.

Bjarki

Bobby Breidholt sagði...

Jámar! Blóð Prince rennur í honum þessum.