Rokksálkántrí



Það fer ekkert sérstaklega mikið fyrir Jim Ford í tónlistarsögunni en hann var flinkur gæji sem blandaði saman rokki, soul og kántrí á sínum stutta ferli kringum áratugamótin '60-'70. Hann gleymdist í einhverju dóp móki í marga áratugi en þegar safnpakki með verkum hans kom út 2007 vaknaði áhugi á Jim og til stóð að gefa út nýtt stöff með honum. Þá var Jim einmitt búinn að sparka eitrinu og faðma Jesú og var því til í tuskið. En örlögin, hin grimma stjúpmóðir gripu þá í taumana og Jim fannst látinn í hjólhýsinu sínu í fyrrahaust.

Tékkið á Jim Ford. Ef þið fílið Nick Lowe, Van Morrison og þannig rock-n-soul dúdda þá fíliði Jim.

» Jim Ford - Sounds Of Our Time
» Jim Ford - Changing Colors

Ummæli

Vinsælar færslur