miðvikudagur, júní 24, 2009

Svört mölfluga ofur regnbogiMér finnst Black Moth Super Rainbow alveg æðislegt band. Sækedelískt geimpopp sem faðmar mann einsog teppi úr stjörnukuski. Alger ævintýramússík sem lætur mann vilja hlaupa um í þoku á sumarnótt. Pínu fríkað lið semsagt einsog sjá má á nöfnum meðlima: The Seven Fields of Aphelion, Power Pill Fist, Iffernaut, Ryan Graveface, Father Hummingbird og leiðtoginn Tobacco. Jamm.

Þau koma frá Pittsburgh í USA og gera alla sína tóna með eldgömlum hljóðgerflum, raddbreytum og hljómborðum. Eftir nokkrar ágætis byrjanir kom út platan Dandelion Gum árið 2007 sem sló í gegn. Hjá mér. Núna er komin út Eating Us og hún hefur verið að renna hring eftir hring í græjunum. Jæja ekki orð um það meir, fáum hljóðdæmi.

» Black Moth Super Rainbow - Iron Lemonade


PS
Ég VERÐ reyndar að segja að þau ættu að stytta nafnið í 'Black Rainbow' sem er mun flottara.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fyrirgefðu afskiptasemina en er ekki moth mölfluga?
- Svanhildur

Bobby Breidholt sagði...

hah! Rétt er það! Fix'd!

Nafnlaus sagði...

mp3-tengillinn virðist óvirkur og Jim Ford tenglarnir virkuðu heldur ekki í gær. Svona ef þú skyldir ekki hafa vitað af því.

kv.
Hal

Bobby Breidholt sagði...

Jú heyrðu, þeir voru óvirkir en ég er búinn að kippa þeim í lag. Takk.

Halli sagði...

Ég sá þetta band einmitt spila á undan Plaid einhverntímann 2005 eða 2006 eða eitthvað, og þá voru þau FRÁBÆR, miklu miklu miklu betri en Plaid, sem voru í einhverju drum'n bass rugleríi (drum'n bass er fínt, en þeirra var það ekki) með músíkina sína og spiluðu ekkert gamalt og fínna. En já, þau eru sniðug.