Svört mölfluga ofur regnbogi



Mér finnst Black Moth Super Rainbow alveg æðislegt band. Sækedelískt geimpopp sem faðmar mann einsog teppi úr stjörnukuski. Alger ævintýramússík sem lætur mann vilja hlaupa um í þoku á sumarnótt. Pínu fríkað lið semsagt einsog sjá má á nöfnum meðlima: The Seven Fields of Aphelion, Power Pill Fist, Iffernaut, Ryan Graveface, Father Hummingbird og leiðtoginn Tobacco. Jamm.

Þau koma frá Pittsburgh í USA og gera alla sína tóna með eldgömlum hljóðgerflum, raddbreytum og hljómborðum. Eftir nokkrar ágætis byrjanir kom út platan Dandelion Gum árið 2007 sem sló í gegn. Hjá mér. Núna er komin út Eating Us og hún hefur verið að renna hring eftir hring í græjunum. Jæja ekki orð um það meir, fáum hljóðdæmi.

» Black Moth Super Rainbow - Iron Lemonade


PS
Ég VERÐ reyndar að segja að þau ættu að stytta nafnið í 'Black Rainbow' sem er mun flottara.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Fyrirgefðu afskiptasemina en er ekki moth mölfluga?
- Svanhildur
Bobby Breidholt sagði…
hah! Rétt er það! Fix'd!
Nafnlaus sagði…
mp3-tengillinn virðist óvirkur og Jim Ford tenglarnir virkuðu heldur ekki í gær. Svona ef þú skyldir ekki hafa vitað af því.

kv.
Hal
Bobby Breidholt sagði…
Jú heyrðu, þeir voru óvirkir en ég er búinn að kippa þeim í lag. Takk.
Halli sagði…
Ég sá þetta band einmitt spila á undan Plaid einhverntímann 2005 eða 2006 eða eitthvað, og þá voru þau FRÁBÆR, miklu miklu miklu betri en Plaid, sem voru í einhverju drum'n bass rugleríi (drum'n bass er fínt, en þeirra var það ekki) með músíkina sína og spiluðu ekkert gamalt og fínna. En já, þau eru sniðug.

Vinsælar færslur