mánudagur, ágúst 31, 2009

Gerð' einsog maðurinn segirListamaður:
Ned Doheny

Stefna (hakið við eitt)
[ ] kántrí
[ ] Fúnk
[ ] Diskó
[ ] Snekkjurokk
[ ] Allt hið ofantalda

Tilfinning:
Sjóðheit kynlífs vindsæng.

» Ned Doheny - Get It up for Love

föstudagur, ágúst 28, 2009

Klapp klapp klapp.OK ofboðslega kúl viðvörunarbjalla í gangi hérna. The Phenomenal Handclap Band eru að kýla allt sem er fönkí í magann og að taka niður nöfn eftirá. Alveg makalaust dillandi stuð, flutt af þessu kúl liði sem við sjáum fyrir okkur þegar við hugsum um LES og Brooklyn. Ég læt tvö lög fylgja. Hið fyrra er algjör bomba til að byrja kvöldið, með kúabjöllum og bongótrommum og fönk-trommum. Hitt er hippadiskó með heilögum anda stráð yfir. Þetta lið er meiriháttar.

» The Phenomenal Handclap Band - 15 to 20
» The Phenomenal Handclap Band - You'll Disappear

fimmtudagur, ágúst 27, 2009

SnældugullÞað virðist vera einhverskonar no-fi diskó-eitís bylgja að bresta á. Svefnherbergis kassettu upptökur af tónlist sem ætti venjulega að vera mjög slikk og pródúseruð. Einsog Fleetwood Mac hefði tekið upp 'Rumours' með kassettutæki úr gömlum jeppa. Ariel Pink, Ducktails, hinir íslensku Nolo og líka Nite Jewel, sem við hleypum nú að.

» Nite Jewel - Weak For Me

þriðjudagur, ágúst 25, 2009

Draumkennt flogMemory Cassette eru mikið í spilun hjá mér þessa dagana. Alveg tilvalið síðsumars, þegar það fer að vera meira og meira kósí að hanga inni í myrkrinu og horfa á kertaljósin speglast í rúðunni. Svefngengils kómadiskó með vangalagsmelódíum.

» Memory cassette - Asleep at a Party

Meira hér.

mánudagur, ágúst 24, 2009

ÞrumukuskLightning Dust er hliðarverkefni Amber Webber og Joshua Wells úr Black Mountain. Þetta er nokkuð ólíkt stóner rokkinu hjá Black Mountain. Skógarkennt norna-folk með titrandi röddu og píanóinu hennar ömmu. Allvega fín mánudagstónlist. Þetta er af nýrri plötu þeirra, 'Infinite Light'.

» Lightning Dust - Antonia Jane

sunnudagur, ágúst 23, 2009

SunnudagshunangEitt slow jam síðla kvölds á sunnudegi. Goapele er þvílíkt að vekja upp RnB takta frá aldamótunum seinustu. alveg mergjaðir synthar. þetta er munúðarfyllra en fondúpottur fullur af silkirúmfötum.

» Goapele - Milk & Honey

föstudagur, ágúst 21, 2009

Föstudagsboogie #23Takk til allra sem mættu á Kaffibarinn í gær, það myndaðist ótrúlega góð stemmning og allt var pakkað á dansgólfinu undir lokin yfir boogie, diskó og house tónum. Hérna er eitt til að leiða ykkur inn í helgina, instrumental lag frá Ray Parker Jr. og sveitinni hans Raydio frá árinu 1980.

» Ray Parker Jr. & Raydio - "For Those Who Like To Groove"

föstudagur, ágúst 14, 2009

TZMP tónleikar í kvöld!


Rjúfum hér dagskránna fyrir stutta tilkynningu. Hljómsveitin The Zuckakis Mondeyano Project mun halda tónleika í kvöld sem hluti af "all-nighter" kvöldi Breakbeat.is. Þetta verða einu tónleikar sveitarinnar í ár og munu þeir koma fram með söngkonunni Jenny Kamikaze og plötusnúð sveitarinnar Grandmaster Jam.

Breakbeat.is all-nighter á Jacobsen
14. ágúst | 23:59 - 06:00

Fram koma: The Zuckakis Mondeyano Project og plötusnúðar Breakbeat.is

Tónleikarnir byrja laust eftir miðnætti en hér er smá forsmekkur, lag af fyrstu plötu þeirra "The Album".

» TZMP - "Scatalicious"

Föstudagsboogie #22Gayle Adams gaf út tvær breiðskífur á plötuútgáfunni Prelude í byrjun 9. áratugarins en slóg fyrst í gegn með þessu lagi hér. Gullið er hins vegar að finna á seinni plötu hennar en hér titillag hennar í lengdri útgáfu.

» Gayle Adams - "Love Fever"

fimmtudagur, ágúst 13, 2009

Tónlistarfólk í neyð!

Einhverjir ræpusveittir skíthælar með vatnshöfuð og rúsínutippi brutust inn í æfingarhúsnæði Benny Crespo's Gang og Veðurguðanna. Í guðs bænum deilið eftirfarandi orðsendingu, hafið þessar græjur á bakvið eyrað og óskum þess öll í sameiningu að þjófarnir fái heilabjúg og drukkni í snákahlandi.

Tónlistarfólk ATH og áframsendið: Brotist var inn hjá Benny Crespo's Gang! Millennia 8 rása mic pre, Fender precision (ljós brúnn), Epiphone seraton (viðarlitaður), Allen&Heath Wizard mixer, Korg eps 1 string synth, Akg 414 mic,......... Uni...vox trommuheili, Atari 2600 tölva, svört taska full af mic stöndum. Ef þú veist um eða heyrir af þessu dóti hafðu þá samband við 662-1112 (Magnús)

þriðjudagur, ágúst 11, 2009

Strengir og kassagítarÉg hef ekki margt um þetta lag að segja, nema að það var að detta inn á shuffle og er alveg ofboðslega fallegt.

Johnny Rivers er frægastur fyrir lagið 'Secret Agent Man' en þetta er eitt af þessum lögum frá örlí sixtís sem maður vill að sé spilað í jarðarförinni manns. Melankólískt og fagurt.

» Johnny Rivers - "Something Strange"

föstudagur, ágúst 07, 2009

Föstudagsboogie #21Philadelphia-soul sveitin Blue Magic hér með boogie slagara helgarinnar. Þetta lag kemur af plötu þeirra "Magic #" sem kom út 1983 og inniheldur meðal annars þetta lag sem ég gerði edit af hér um árið.

» Blue Magic - "See Through"

fimmtudagur, ágúst 06, 2009

Nýtt frá Daft PunkTron Legacy er á leiðinni í allri sinni Jeff Bridgesku dýrð. Geislar og vektorgrafík bónansa. Uppáhalds hjálmamódel allra, Daft Punk sjá um tónlistina og hér er lagbútur sem er mögulega aðalþema myndarinnar. Töff stöff.

» Daft Punk - "Tron Legacy Theme"

Harry Patch
Af MBL:
Búist er við að þúsundir manna fylgist með minningarathöfn um Harry Patch í dag en Patch var síðasti eftirlifandi hermaður Bretlands sem barðist í skotgröfum fyrri heimsstyrjaldarinnar.

Harry Patch fæddist árið 1898 í Combe Down, nálægt Bath. Hann var skráður í herinn 18 ára gamall og barðist í orrustunni um þorpið Passchendaele við Ypres í Belgíu. Tugir þúsunda breskra hermanna létu þar lífið á vígvellinum.


Hljómsveitin Radiohead setti nýverið saman lag byggt á endurminningum gamla kallsins. Lagið er gefið út til styrktar British Legion, góðgerðarsamtök sem styðja við bakið á fyrrverandi hermönnum. Þið getið styrkt málsstaðinn og sótt lagið hér

þriðjudagur, ágúst 04, 2009

Yfir hóla og hæðirSvavar Knútur sendi okkur fyrir stuttu nýtt lag sem hann hefur til kynningar, Yfir hóla og hæðir. Lagið er af nýrri plötu, Kvöldvaka, og þó ég hafi ekki hlustað á plötuna þá er þetta lag ofsalega huggulegt og næs. Myndbandið hér að ofan er við sama lag. Njótið vel.

» Svavar Knútur - Yfir hóla og hæðir