Harry Patch




Af MBL:
Búist er við að þúsundir manna fylgist með minningarathöfn um Harry Patch í dag en Patch var síðasti eftirlifandi hermaður Bretlands sem barðist í skotgröfum fyrri heimsstyrjaldarinnar.

Harry Patch fæddist árið 1898 í Combe Down, nálægt Bath. Hann var skráður í herinn 18 ára gamall og barðist í orrustunni um þorpið Passchendaele við Ypres í Belgíu. Tugir þúsunda breskra hermanna létu þar lífið á vígvellinum.


Hljómsveitin Radiohead setti nýverið saman lag byggt á endurminningum gamla kallsins. Lagið er gefið út til styrktar British Legion, góðgerðarsamtök sem styðja við bakið á fyrrverandi hermönnum. Þið getið styrkt málsstaðinn og sótt lagið hér

Ummæli

Unknown sagði…
Yo Svenni,

er alveg cool að pósta fríu niðurhali á lagi sem er verið að selja til styrktar góðgerðarmála?

I ain't judgin' - en bara spyrja sko.

xHSM
Sveinbjorn sagði…
Góður punktur. Færsla uppfærð.

Vinsælar færslur