mánudagur, september 14, 2009

SpjótkastÞeir eru kallaðir Javelin. Þeir koma frá Brooklyn og ættu því að geta sagt okkur hvort það sé nokkur einasta hræða þar úti sem er ekki í hljómsveit. Þeir gera skemmtilega og gamaldags elektró hippedíhopp tónlist í ætt við Tom Tom Club og aðra eitís hitabeltis sveimhuga. Þetta er eitthvað svo eklektískt að það mætti ef til vill kalla þetta kolaportselektró. Já segjum það bara.

» Javelin - Intervales Theme
» Javelin - Vibrationz

1 ummæli:

Zúri sagði...

þetta er eðall.