laugardagur, október 31, 2009

Zombie Casanova only wants you for your brain

Bö!

Fyrst það er hrekkjavaka og svona, þá hef ég ákveðið að endurpósta Zombímyndar mixinu mínu. Þannig að ef þið hafið ekki heyrt, endilega sækið og drullið ykkur niður í neðanjarðarbyrgið.

===============================

Fyrst birt 26.01.09Þegar ég var að setja saman Vetur Konung urðu nokkur lög afgangs sem mér þótti full drungaleg fyrir jólaknús. En ég vildi samt nota þau, þannig að ég bjó til nýtt þema, bætti lögum við og útkoman er tónlist fyrir ímynduðu Zombímyndina mína.

Þessi tiltekna mynd gerist eftir að faraldurinn hefur gengið yfir. Svona Survival Zombímynd, þar sem hópur fólks heldur sig til á dimmum felustað og bíður dauðans. Mannleg eymd, innbyrðis átök, einangrun, vonleysi. En auðvitað hrottafengið ofbeldi og hryllingur inn á milli.

Hljómar einsog stuð? Upp með heyrnartólin, skammdegið og mannakjötið. Njótið.

» Bobby Breiðholt - Tónlist Fyrir Zombímynd

320kbps / 104.28mb
01 - Steve Miller Band - Song for Our Ancestors
02 - Bernard Fevre - Cosmic Rays
03 - Zombie Zombie - Interlude
04 - Beyond the Wizard's Sleeve- I Swim Around
05 - Calico Wall - I'm a Living Sickness
06 - Animated Egg - Sock It My Way
07 - Fabio Rizzi - Zombie Flesh Eaters
08 - Zombie Zombie - Jay Rules
09 - Folk Implosion - Raise the Bells
10 - Dark Day - Hands in the Dark
11 - Album Leaf - Glisten
12 - Heldon 6 - Les Soucoupes Volantes Vertes
13 - Brian Eno - In Dark Trees
14 - Chromatics - Pornography
15 - Children of the Mission - Tears
16 - Earth - The Bees Made Honey in the Lion's Skull

ZingoloÉg var að fá þetta myndskeið í pósti. Það er alveg stórskemmtilegt. Ég ætla að leyfa höfundum þess bara að útskýra þetta sjálfir:

"Glass and a Half Full Productions, the clever people behind the genius adverts such as the Phil Collins drumming Gorilla, The Racing Airport Trucks to the Kids dancing Eyebrows has launched Glass and a Half Full Records to bring some musical magic to Cadbury Dairy Milk’s campaign celebrating their Fairtrade certification.
Cadbury has been sourcing cocoa from Ghana Cocoa Farmers for 101 years and Ghana is the heart of Cadbury Dairy Milk’s Fairtrade cocoa. In homage to this relationship it was obvious that the track would feature one of Ghana’s hottest music superstars, Tinny.
Working with 2009’s most exciting producer Paul Epworth (the man behind records by Florence & The Machine, Friendly Fires, Jack Penate and The Big Pink) has produced an exclusive track featuring Ghanaian MC Tinny for the latest Glass and a Half Full Production from Cadbury Dairy Milk, which celebrates Cadbury Dairy Milk becoming Fairtrade certified.
So Epworth teamed up with Tinny to produce a track called Zingolo which is the soundtrack for a dazzling music video. The track and 5 minute video promo were all inspired by Ghanaian culture and the love for music. Shot on location in Ghana it involves local communities, cocoa farmers and some of the hottest Ghanaian dancers."
Lagið er svo til sölu á iTunes, ekki að það geri flestum ykkar neitt gagn.

föstudagur, október 30, 2009

Sometime - Heart of Spades Remix EP

*** Vegna tæknilegra mistaka birtum við ókláraða útgáfu af intro beats remixinu hér að neðan. linkurinn hefur verið uppfærður og við hvetjum ykkur sem voruð búin að sækja remixið að næla ykkur í uppfærða útgáfu og henda gömlu. ***Sometime in Denmark

Originally uploaded by magginoem

Hressu krakkarnir í Sometime voru að senda á okkur tvö lög til birtingar. Lögin eru af nýrri stuttskífu þeirra, sem inniheldur endurvinnslur af laginu Heart of Spades. Lögin eru hljóðblönduð af Sven Bit (eða Hermigervill, eins og hann er kallaður heima hjá sér), Intro Beats, technohertoganum Oculus og Jackson 5 íslensks tölvupopps, Steed Lord. Remixin tvö sem við ætlum að deila með ykkur koma frá Sven Bit og Intro Beats. Bit rímixið er annað hvort hásað teknó eða teknólegt hás, en með smá af þessu spes sándi sem einkennir Hr. Gerfil. Intro tekur lagið og býr til helvíti fína hiphop soul útgáfu.

» Sometime - Heart of Spades (SvenBit Remix)

» Sometime - Heart of Spades (Intro Beats Remix) - UPPFÆRT! -

- - - - - - - - -

» Kaupa beint

» Heart of Spades singull á Grapewire

» Supercali... á Grapewire

» Catch Me If You Can singull á Grapewiremiðvikudagur, október 28, 2009

Mugison


Mugison
Originally uploaded by _Skotta_

Ég hef haft miklar mætur á tónlistarmanninum Mugison í þónokkurn tíma. Merkilegt nokk þá get ég mælt tímann sem ég hef haft mætur á honum, en það eru fimm ár, fjórir mánuðir og sirka tvær vikur. Aðra vikuna í júní árið 2004 var ég á tónlistarhátíðinni Sónar í Barcelona. Mugi var eini íslenski tónlistarmaðurinn sem kom fram á hátíðinni það árið (fyrir utan Ghostigital, en þeir voru að spila áður en við lentum), þannig að við urðum að kíkja og skoða þetta. Ég var búinn að heyra þetta nafn áður, samstarfsmaður minn hafði miklar mætur á honum, en ég hafði aldrei heyrt neitt með honum sjálfur.
Tónleikarnir voru alveg svakalegir. Hann stóð einn upp á sviði (ef ég man rétt) aðeins með kassagítar og fartölvu sér til stuðnings, en í stað þess að nota fartölvuna í undirspil þá var hann sífellt að gera einhverja skrítna hluti við sándið í gegnum tölvuna, tók upp og lúppaði dót í beinni, og gerði allskonar kúnstir. Og tónlistin var góð. Þetta var sennilega í eina skiptið sem ég hef farið á tónleika hjá einum gæja og fartölvunni sinni þar sem performansinn var ekki drepleiðinlegur, heldur skemmtilegur og grípandi í gegn.
Í gegnum árin hefur tónlist Mugi þróast frá fartölvufiktinu og yfir í hefðbundnari hljóðfæraskipan, en alltaf hefur hann haldið sérstöðunni, hann nær alltaf að kreista eitthvað júník sánd út úr því sem hann hefur milli handanna.

Á mánudaginn sendi Mugison frá sér nýja plötu, er nefnist Ítrekun [plötunni hefur seinkað, nú er reiknað með henni í fyrstu vikunni í nóvember]. Á plötunni eru lög sem hafa komið út með honum áður, en hafa breyst mikið á tónleikaferðalögum hans og hljómsveitarinnar. Það er skemmtilegt að fylgjast með hvernig lögin hafa breyst, klippt og skorin blús-naumhyggja lagsins Murr Murr hefur t.d. stökkbreyst yfir í organdi blúsmonster.

Ég valdi lagið Poke A Pal af þessari plötu til að deila með ykkur.

Endilega kíkið útí búð eða á netið og skellið ykkur á eintak.

» Mugison - Poke A Pal (live)

föstudagur, október 23, 2009

>>EXTRA<<Þetta tussuflotta remix eftir Soulwax var að detta inn og ég bara verð að taka mér hlé frá minni þéttu dagskrá (naga strokleður) til að henda þessu inn. Upphaflegir listamenn eru hin yndislegu Tahiti 80. Ég er að spila á Karamba á eftir og þetta ratar hiklaust á fóninn, ekki spurning.

» Tahiti 80 - "Heartbeat" (Soulwax remix)

mánudagur, október 19, 2009

King TutVið erum búin að vera með þetta tónlistarblogg í þó nokkur ár núna, og með árunum hefur straumur tölvupósta frá hljómsveitum og plötuútgáfum orðið æ stríðari. Þetta er bæði blessun og bölvun, þó oftar bölvun, því að maður hlustar samviskusamt á alla þessa tónlist, og oft er hún ekki upp á marga fiska.

Því er alltaf gaman þegar maður nær að fiska út úr innboxinu eitthvað sem maður er pínu spenntur að koma á framfæri. King Tut er eitt af þeim böndum. Þetta lag sem mér langar að kynna ykkur fyrir heitir Luke's Hymn, mætti flokkast sem póstrokk, þar sem að það byrjar mjög rólega í Sigurrósarstemningu en dettur í eitthvað TV On The Radio indí partí undir endann. Þetta virkilega lyftir andann.

» King Tut - Luke's Hymn

föstudagur, október 16, 2009

Á hvaða tíðni var Útrás aftur?Góðir farþegar, við búum okkur brátt undir lendingu í 1991. Við biðjum ykkur að hafa blómasylgjubeltin spennt og geyma öll snuðhálsmen í sætispokanum fyrir framan ykkur.

» Adventures Of Stevie V. - "Dirty Cash (Money Talks)" Eli Escobar edit

fimmtudagur, október 15, 2009

Mon!Jæja það er kominn tími á granít-hart glæponaskrímsli. Terry Lynn er greinilega stórhættulegt háskakvendi. Það virðist ekki vera til mynd af henni þar sem hún er ekki otandi byssum og sveðjum að manni. En eitt má þessi dóttir Jamaíka eiga, hún gerir ofboðslegt ghettotech. En fyrst og fremst lætur hún mann míga á sig, bæði af stuði og hræðslu.

» Terry Lynn - "System"

miðvikudagur, október 14, 2009

Ábreiða dagsinsWhite Hinterland taka ofsasmellinn 'My Love' með Justin Timbó og breyta honum í ævintýralega afróbít strandaballöðu. Eitt af þessum lögum sem vill láta mann gista við varðeld í skóginum. Greninálar í hárinu og allt.

» White Hinterland - "My Love"

þriðjudagur, október 13, 2009

Nýtt mix frá DJ YamahoHún Natalie var að töfra fram mix af hyldjúpri house tónlist. Allir oní kjallara að tapa sér í stuði. Ef þið viljið meira af Yamaho getið þið fylgst með á soundcloud.com/yamaho.

» DJ Yamaho - "Dig Deep" - október mix

Tracklist:
1.Kryptonite tonite - Arto Mwambe
2.A Fox and the sun( Deep forrest mix) - Hideo kobayashi
3.Right at it - Baeka
4.Sahne - Till von sein & Tigerskin
5.Groovin - Doomwork feat Valentine
6.Charlotte - io
7.Cottbus - Ribn
8.Koma Koma(Karizma Kaytronic mix) - Radio Slave
9.We Do - Chaim
10.There is a place ( Hugo mix) - Mihalis Safras
11.Tava - Office Gossip
12.Floating - DVS1
13.Jens Zimmerman - Audio 61

mánudagur, október 12, 2009

Tölvuúr og hljómborðÉg sé mér ekki fært að mæta á Airwaves þetta árið, en *ef* ég kæmist þá mundi ég láta sjá mig eldhressan á tónleikum með Casio Kids. Þessir norðmenn eru í miklum jötunmóð í stuðinu og hér er lag þes til sönnunar. Og allir uppí gluggakistu!

» Casio Kids - "Fot i Hose"

sunnudagur, október 11, 2009

Boy HowdyÞað er fátt betra á gluggaveðurs sunnudögum en að hlusta á blágrassballöður. J.D. Crowe and the New South var grúppa sem fór ekki mikið fyrir um áratugamótin 60-70 en þeir eru frábærir engu að síður. Þeir flytja okkur undurfagurt sveitalubbavangalag.

» J.D. Crowe & The New South - "Rock Salt and Nails"

föstudagur, október 09, 2009

Þrennt lauslegt. Plús eitt.

Fyrir þá sem þora ekki út vegna veðurofsans þá er hérna svolítill neyðarpakki af eldhressu gúmmolaði. Munið bara að hafa stillt á langbylgju Ríkisútvarpsins í bakgrunninum til að heyra fregnir af mannfalli og þakplötuhríð.

The Phenomenal Handclap Band eru í miklu uppáhaldi hjá okkur, enda eru þau unaðslegur hippadiskó kór frá himnaríki. Hér er ólgandi soul fílingur í gangi.
» The Phenomenal Handclap Band - "Baby"

Svo er það huldukvendið og hnífstungan Karin Dreijer Anderson, eða Fever Ray. Magnað remix sem er frábært sándtrakk til að vera með í gangi þegar maður er að negla hlera fyrir gluggann.
» Fever Ray - "Seven" (Martyn's Seventh Mix)

Meira spúkí stöff. SALEM gera draugaleg vangalaög. Virkilega töff. Þetta er það sem Kölski hlustar á þegar hann er að binda niður trampólínið sitt.
» SALEM - "Frost"

Það eru engar stormviðvaranir í Svíþjóð, bara fullkomin popptónlist og múslí. Miike Snow er frábær hljómsveit sem eru að gefa út sína fyrstu plötu. Hér er remix eftir Crookers sem mælist að minnsta kosti 30 metrar á sekúndu.
» Miike Snow - "Animal" (Crookers remix)