miðvikudagur, október 14, 2009

Ábreiða dagsinsWhite Hinterland taka ofsasmellinn 'My Love' með Justin Timbó og breyta honum í ævintýralega afróbít strandaballöðu. Eitt af þessum lögum sem vill láta mann gista við varðeld í skóginum. Greninálar í hárinu og allt.

» White Hinterland - "My Love"

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vitið þið ekki að 'cover' er þekja á íslensku, ekki ábreiða?

Bobby Breidholt sagði...

Tékkaðu á orðabókinni þinni aftur.