Zombie Casanova only wants you for your brain

Bö!

Fyrst það er hrekkjavaka og svona, þá hef ég ákveðið að endurpósta Zombímyndar mixinu mínu. Þannig að ef þið hafið ekki heyrt, endilega sækið og drullið ykkur niður í neðanjarðarbyrgið.

===============================

Fyrst birt 26.01.09



Þegar ég var að setja saman Vetur Konung urðu nokkur lög afgangs sem mér þótti full drungaleg fyrir jólaknús. En ég vildi samt nota þau, þannig að ég bjó til nýtt þema, bætti lögum við og útkoman er tónlist fyrir ímynduðu Zombímyndina mína.

Þessi tiltekna mynd gerist eftir að faraldurinn hefur gengið yfir. Svona Survival Zombímynd, þar sem hópur fólks heldur sig til á dimmum felustað og bíður dauðans. Mannleg eymd, innbyrðis átök, einangrun, vonleysi. En auðvitað hrottafengið ofbeldi og hryllingur inn á milli.

Hljómar einsog stuð? Upp með heyrnartólin, skammdegið og mannakjötið. Njótið.

» Bobby Breiðholt - Tónlist Fyrir Zombímynd





320kbps / 104.28mb
01 - Steve Miller Band - Song for Our Ancestors
02 - Bernard Fevre - Cosmic Rays
03 - Zombie Zombie - Interlude
04 - Beyond the Wizard's Sleeve- I Swim Around
05 - Calico Wall - I'm a Living Sickness
06 - Animated Egg - Sock It My Way
07 - Fabio Rizzi - Zombie Flesh Eaters
08 - Zombie Zombie - Jay Rules
09 - Folk Implosion - Raise the Bells
10 - Dark Day - Hands in the Dark
11 - Album Leaf - Glisten
12 - Heldon 6 - Les Soucoupes Volantes Vertes
13 - Brian Eno - In Dark Trees
14 - Chromatics - Pornography
15 - Children of the Mission - Tears
16 - Earth - The Bees Made Honey in the Lion's Skull

Ummæli

Vinsælar færslur