föstudagur, desember 18, 2009

Meðal við jólastressiÍ hverri viku fer ég yfir sirka 10 klst. af nýrri tónlist við undirbúning á Funkþættinum. Það gerir það að verkum að ekki mikið af tónlist situr eftir hjá mér milli vikna (ég hef sjaldnast tíma fyrir það ef ég á að komast yfir þetta allt), nema örfá lög sem límast á heilann á mér.

The Birds með Telefon Tel Aviv er eitt þeirra laga. Lagið er af plötunni Immolate Yourself sem kom út fyrr á árinu. Platan var svanarsöngur annars meðlims hljómsveitarinnar, Charles Cooper, sem lést af völdum ofskömmtunar á svefntöflum og áfengi tvemur dögum fyrir útgáfu plötunar.

Eins hádramatískt og sagan er þá er lagið rólegt, fallegt, og svakalega svakalega grípandi. Það kemur manni niður á jörðina í jólatryllingnum.

» Telefon Tel Aviv - The Birds


þriðjudagur, desember 15, 2009

Kitsune strikes againKitsune var nýlega að gefa út enn aðra safnplötuna og er það sem fyrr mikill viðburður. Fullt af fínu stöffi en þetta hérna ber af.

» Siriusmo - "High Together"
» The Drums - "Let's Go Surfing"

föstudagur, desember 11, 2009

Nýtt með Róisín Murphy!Þetta er skyldufærsla. Róisín er að fara að gefa út nýja plötu og hér er fyrsti singúllinn. Svolítill Prince fílingur og það er einsog það sé refferensinn sem koma skal. Ég hef einmitt heyrt að nýja efnið sem er á leiðinni frá Goldfrapp sé alveg heví eitís á því. En já, stuð og smekklegheit eins og maður býst við af kellu.

» Róisín Murphy - "Orally Fixated"

Boogie Mixx 3

Rétt í þessu var ég að klára þetta mix af sálarfullri dansmúsík, þar með talið boogie, funk og "modern soul" frá 9. áratugnum. Liðnir eru 9 mánuðir frá seinasta mixi en ég nýtti tímann vel og fór í gegnum hundruði platna til að velja þessi 14 lög sem að setja saman þetta mix. Gjöriðisvovel!

01 Round Trip - Let's Go Out Tonite
02 Fonzi Thornton - I Work For A Livin'
03 Ron Louis Smith - The Worm
04 Mtume - So You Wanna Be A Star
05 Goldie Alexander - Show You My Love
06 Plush - Free And Easy
07 Ronnie Dyson - All Over Your Face
08 Convertion - Let's Do It
09 Kenny Lynch - Half The Day's Gone...
10 Jerry Knight - I'm Down For That
11 The O'Jays - Put Our Heads Together
12 Freeez - Can't Keep My Love
13 Kleeer - You Did It Again
14 Ivy - It Must Be Magic

» Arni Kristjansson - Boogie Mixx 3  MP3 

laugardagur, desember 05, 2009

FM Belfast vs. Retro Stefson


Mynd: Hörður Sveinsson

Fm Belfast og Retro Stefson passa saman einsog puttar og kínversk puttagildra. Hér hafa þeir síðarnefndu endurhljóðbandað þá fyrrnefndu og útkoman er töffað hyggediskó sem er tilvalið snemma á laugardagskvöldi.

» FM Belfast - "Frequency" Retro Stefson remix