laugardagur, janúar 31, 2009

Herbergi sem ég gæfi aleiguna fyrir að vera í - annar hluti

Ef ég gerði lista yfir uppáhalds hljómsveitirnar mínar þá væri The Band pottþétt í toppbaráttunni.

Hér eru kapparnir að taka lagið í æfingarhúsnæðinu árið 1970. Þeir flytja 'King Harvest (Has Surely Come)' af "Brúnu plötunni" og Gæsahúðin mín fékk gæsahúð. Richard heitinn Manuel var með mestu angistarrödd allra tíma. Síðan tekur við stutt tónleikaupptaka af 'Long Black Veil' sem var á 'Music From Big Pink'. Alveg stórfenglegt stöff.

Gas og Súrmjólk


Oscar Bjarna

ég nenni alls ekki að blanda pólitík inn í þetta yndislega og friðsæla blogg. En ég skal samt segja að mótmælin hljómuðu afar vel. Það hefur ekki verið svona partý í miðbænum síðan staðirnir lokuðu klukkan þrjú og djamm hélt áfram fyrir utan Tveir Vinir og Annar í Fríi.

The Good Stuff tóku upp raddir fólksins og gerðu úr því ítalóað tölvupopp. RÚV spilar þetta vonandi yfir mótmælamyndum í fréttaannálinum.

» The Good Stuff - Við erum Þjóðin

föstudagur, janúar 30, 2009

NujÉg er of spenntur fyrir því að fara út í morgunsnjókast þannig að ég hef þetta knappt og ljúft.

Lítil bréfadúfa flögraði inn um gluggann með þetta frambærilega djammlag frá vinum okkar í WOW. Upprunalegir flytjendur er Tennis og er þetta gott stöff til að blasta í snjóhúsapartý.

» Tennis - Dancing on a Knife (WOW remix)

þriðjudagur, janúar 27, 2009

Sígauninn

Hér höfum við mikla gersemi. Tækifærisupptöku af Stevie Nicks að syngja með demói af laginu sínu "Wild Heart" sem kom út á samnefndri plötu 1981. Ég myndi borga Icesave skuldirnar úr eigin vasa til að vera í þessu herbergi.*Uppdeit Bónus!*
Hér er 5+ mínútna útgáfan.

Kiitos, Jasmin!

mánudagur, janúar 26, 2009

"Remove the head or destroy the brain"Þegar ég var að setja saman Vetur Konung urðu nokkur lög afgangs sem mér þótti full drungaleg fyrir jólaknús. En ég vildi samt nota þau, þannig að ég bjó til nýtt þema, bætti lögum við og útkoman er tónlist fyrir ímynduðu Zombímyndina mína.

Þessi tiltekna mynd gerist eftir að faraldurinn hefur gengið yfir. Svona Survival Zombímynd, þar sem hópur fólks heldur sig til á dimmum felustað og bíður dauðans. Mannleg eymd, innbyrðis átök, einangrun, vonleysi. En auðvitað hrottafengið ofbeldi og hryllingur inn á milli.

Hljómar einsog stuð? Upp með heyrnartólin, skammdegið og mannakjötið. Njótið.

» Bobby Breiðholt - Tónlist Fyrir Zombímynd

320kbps / 104.28mb
01 - Steve Miller Band - Song for Our Ancestors
02 - Bernard Fevre - Cosmic Rays
03 - Zombie Zombie - Interlude
04 - Beyond the Wizard's Sleeve- I Swim Around
05 - Calico Wall - I'm a Living Sickness
06 - Animated Egg - Sock It My Way
07 - Fabio Rizzi - Zombie Flesh Eaters
08 - Zombie Zombie - Jay Rules
09 - Folk Implosion - Raise the Bells
10 - Dark Day - Hands in the Dark
11 - Album Leaf - Glisten
12 - Heldon 6 - Les Soucoupes Volantes Vertes
13 - Brian Eno - In Dark Trees
14 - Chromatics - Pornography
15 - Children of the Mission - Tears
16 - Earth - The Bees Made Honey in the Lion's Skull

laugardagur, janúar 24, 2009

Bítl

Ég ólst upp í svíþjóð. Eins og ég man það þá var það ævintýri líkast framanaf, en þegar ég byrjaði í grunnskóla varð það eitthvað erfiðara. Af ýmsum ástæðum kunni ég ekki við mig í kennslustofu. Það voru tvær stofur sem heilluðu mig meira, tónmenntastofan og bókasafnið.

Tónlistarkennarinn í skólanum var efni í heila aðra bloggfærslu.

Ég festi sérstöku ástfóstri við bækur Astrid Lindgren (að sjálfsögðu) og söguheim Narníu, fræðibækur fyrir börn skoruðu líka hátt (minnið mig á að segja einhverntímann söguna af Staten Island).

En það var ein bók sem er mér minnisstæðust, lítil skrudda um bítlana. Varla meira en hundrað blaðsíður. Ég las hana upp til agna, og las hana síðan aftur. Ég var ekkert sérstaklega þjófóttur krakki en ég hafði engin áform um að skila bókinni á bókasafnið. Faldi hana einhversstaðar hjá mér.

Við fluttum til íslands stuttu seinna, og þegar við tókum upp búslóðina fann ég bókina hvergi. Sennilega hefur mamma fundið hana og skilað henni á bókasafnið fyrir mig. Ég var svekktur yfir bókarmissinum í langann tíma.

Síðan þá hef ég haft óseðjandi lyst á bítlalesningu. Ég hef lesið örugglega fleiri þúsund síður um þá, um þarsíðustu jól fór ég létt með 1200 bls bók sem fór um hvern krók og kima sögu þeirra.

Um daginn rakst ég á enn eina bítlaromsuna. Einhver bítlaelskandi ameríkani tók saman og raðaði niður uppáhalds bítlalögunum sínum, frá minnst uppáhalds og upp í mest uppáhalds, og skrifaði stuttann texta með. Mikið af uppáhalds bítlalögunum mínum skora neðarlega hjá honum, og samhengi lagana og textar skipta hann miklu meira máli en góðu hófi gegnir, en það skiptir ekki. Að renna í gegnum þennann texta, og hlusta á lögin í þessarri röð, er búið að vera stórskemmtilegt. Ég er hálfnaður með listann, og er búinn að uppgötva og enduruppgötva helling af lögum.

Ef þið fílið bítlana þá mæli ég með að þið gerið slíkt hið sama:

» JamsBIO: Playing the beatles backwards: the ultimate beatles countdown

fimmtudagur, janúar 22, 2009

Hlutur númer eitt

B-town eða Breiðholt er með eldri tónlistarbloggum netsins, og þar sem við höfum verið í gangi heillengi höfum við verið sett inn á aragrúa af póstlistum hjá tónlistarplöggurum, plötuútgáfum og sjálfstæðum hljómsveitum.

Fyrst þegar þessi email fóru að detta inn hlustaði ég spenntur á allt sem okkur var sent, strax og það datt inn í pósthólfið.

Með tíð og tíma áttaði ég mig á því, eins og reyndar flestir hafa komist að sem hafa verið með myspace síðu, að flestar þessar hljómsveitir sem verið er að kynna eru ekkert svakalega góðar. Hlutfallið er sirka 70% súr steypa, 20% svona la la en ófrumlegt og óspennandi dót, og 10% virkilega frambærilegt.

Thing-one er ein af þessum frambærilegu hljómsveitum. Þeir eru svosem ekki að finna upp hjólið, en þeir spila kraftmikið partírokk sem kemur mér í gott skap, með örlitlum LCD Soundsystem áhrifum . Þeim tekst að halda því kraftmiklu og drífandi án þess þó að tapa sér í tilgerð eða of-skreytingu eins og margt sem er í gangi í dag.

Ég tel þetta vera sterkann kandidat í partí-stuðlag helgarinnar, fyrir þá sem vilja þannig.

» Thing-One - Move It

miðvikudagur, janúar 21, 2009

Nýtt frá Groove Armada og helvíti sniðugt niðurhalssystem líka.

Groove Armada voru að senda frá sérnýtt remix sem þeir kjósa að dreifa í gegnum Bacardi B-Live efnisveituna. Hún funkerar þannig að þú skráir þig inn og sækir lagið, en ef þú auglýsir efnisveituna færðu fleiri lög, og allt löglegt, greitt fyrir og með góðri samvisku. Bacardi fær svo fría auglýsingu út á þetta og þá fá hljómsveitirnar sem taka þátt borgað. Sniðugt fyrir alla, ekki satt?

Tékkið á nýja Twelves remixinu á B-live:
Groove Armada - Drop the Tough (Twelves Remix)