þriðjudagur, mars 31, 2009

Aldrei blessSem smá follow-up af þessum póst er hér annað kover af Jackson 5 lagi en í öðrum gír.

Lagið sem um ræðir var samið af leikaranum og lagasmiðnum Clifton Dyson og var tekið upp fyrst af Jackson 5 árið 1971. Síðar sama ár kom svo út þessi svaka djass-útgáfa frá saxofónleikaranum Rahsaan Roland Kirk. Í stað söngsins fær vókallinn að óma í bakgrunninum meðan tenórsaxofónninn ber lagið. Hreint magnað.

» Rahsaan Roland Kirk - Never Can Say Goodbye

mánudagur, mars 30, 2009

Já Já JáinÞað líður alltaf svo langur tími á milli platna frá Yeah Yeah Yeahs að þegar þau gefa út nýja er maður búinn að gleyma öllu sem kom á undan. Til dæmis þegar Show Your Bones kom, enduruppgvötaði maður 'Maps' og 'Pin' af fyrstu plötunni. Núna er komin ný plata þannig að maður er farinn að hlusta aftur á 'Turn Into' og 'Gold Lion' af Bones.

Já. Semsagt. Nýja platan heitir It's Blitz og hún er stórgóð. Alveg geggjuð reyndar. 'Soft Shock' og 'Shame and Fortune' eru geðveik lög sem maður myndi búast við að YYY. Hinsvegar er 'Skeletons' alveg æsandi fögur ballaða með hljóðgerflum sem hljóma einsog sekkjapípur. Algör hálandadramatík með trommuleik einsog jarðarför í löggumynd. Nýja 'Maps'.

En uppáhalds lagið mitt af Blitz er upphafslagið 'Zero' sem er alveg kýla-í-loftið stuð. Einkennandi fyrir hálfgerðan leikfimistón sem er á nokkrum lögunum. Myndbandið er hér og núna vitum við að Karen O er launbarn Joey Ramone og Chrissie Hynde.

Hér má kaupa plötuna. Ég mæli með Vínyl/download pakkanum en þá fylgja með nokkur acoustic lög í kaupbæti.


Þá segjum við þessum plötudómi skástrik auglýsingu lokið. Góðar stundir.

sunnudagur, mars 29, 2009

laugardagur, mars 28, 2009

Einhleyp Kvendi


Ætli þessi verði í stuði í kvöld?

Ef þér vantar enn upp á stuðið fyrir komandi átök þarftu ekki að leita langt yfir skammt því okkar maður Johnatron brýtur allt og bramlar með algjöru bófahasar remixi á lagi eftir ákveðna íturvaxna dívu. Ekki láta þitt eftir liggja heldur dansaðu teppið í mask. Og mundu að ef þér líkar það, settu áða hring.

» Johnatron - Single Ladies

some indie

Set inn hérna tvö lög sem komu mér allaveganna strax í vorskap,feelgood indílög einsog þau gerast best. njótið helgarinnar:)

woodpigeon - "Home As A Romanticized Concept Where Everyone Loves You Always And Forever"

Somebody still loves you boris yeltsin - "Some Constellation"

föstudagur, mars 27, 2009

Föstudagsboogie #2Með betri boogie kaupum sem ég hef gert var þessi plata í Góða Hirðinum í fyrra. Platan Point of Pleasure með Xavier kom út 1982 og inniheldur marga slagara, þar á meðal þennan hér sem ég notaði nýverið í þetta mix.

Lagið sem ég pósta upp hér er að mörgu leyti mjög dæmigert fyrir boogie, langar brýr yfir í viðlögin, ofur-einföldu textarnir, létta rafmagnspíanóið undir, funk bassalínur spilaðar á syntha og svo framvegis. Dæmigert og hörku gott.

» Xavier - Love Is On The One

miðvikudagur, mars 25, 2009

Meiri HryllingurGoth dúllurnar í The Horrors eru skriðnir úr kistu sinni með nýtt efni. Hingað til hafa þeir verið þekktir fyrir martraðarkennt sörf rokk og Chris Cunningham sýru en nú er allt annað hljóð í þeim.

Mun meira fullorðins stöff sem minnir á Can og/eða Trans Am. Ég hef fílað þá með öðru eyranu hingað til, en ef nýja platan, 'Primary Colours' inniheldur meira svona þá er ég seldur.

» The Horrors - Sea Within A Sea

mánudagur, mars 23, 2009

Soft Touch

Ég og Petra vinkona vorum unglingar í næntís. Við fórum heim í hádeginu og eftir skóla og gláptum á MTV og lásum blöðin Face og Bravó. Face var svona flott tískublað á meðan Bravó var svona cheeze gossip blað með plaggötum í miðjunni af heitustu gæjunum.

Það að hafa verið unglingur í næntís var allt annað en að vera unglingur í dag. Ég horfi á krakka í dag og dáist af hreinu og vel klipptu hári og fínum fötum og smekkleg heitum. Maður var borderline róni í næntís. Hver mundi láta sjá sig í dag í Dickies, Fila, Alien worckshop, Fruit of the Loom, Vinnufata jökkum, Jees buxum í öllum litum með keðjur á hliðunum og Tommy Hilfiger. Sumir hálvitar gengu meirað segja um í upphækkuðum Buffalo skóm, en við snertum það sem betur fer ekki. Fjúkk þvílíkt æska...

Þetta eru nokkrir gullmolar sem maður hefur með sér frá unglingsárunum.

Hver fílaði ekki Tony Braxton mar !!!


Ég elskaði alltaf Anna Domino verst hvað hún er lítið þekkt og lítið gert!!


Sade er náttla drottning næntís smooth tónlistar !!! jáwsa


Þetta lag fær að vera með bara því það er svo geðveikt !!!

föstudagur, mars 20, 2009

Föstudagsboogie #1Næstu vikur mun detta hér inn á Breiðholtið boogie eða diskó slagari á hverjum föstudegi. Í fyrsta innslaginu er hér kanadíska sveitin Cheri.

Sveitin samanstóð af söngkonunum Rosalind Hunt og Lyn Cullerier en sú fyrrnefnda var dóttir Geraldine Hunt sem átti sinn eigin diskósmell nokkrum árum áður en þær hófu ferilinn. Þær stöllur áttu one-hit-wonder með laginu Murphy's Law árið 1982 en þar var toppinum náð í vinsældum. Næsta smáskífa af fyrstu breiðskífu þeirra gekk ekki jafn vel en hún innihélt þetta ótrúlega fína lag hér.

» Cheri - Give It To Me Baby

þriðjudagur, mars 17, 2009

Honey, I love youNæstkomandi föstudag byrjar nýr reglulegur liður hér sem kallast Föstudagsboogie. Þar mun ég pósta boogie gullmolum í hverri viku til að leiða lesendur inní helgina.

Í tilefni af því er hér dæmi um japanskt boogie, framreitt af poppgoðinu Tatsuro Yamashita. Allt frá því að hann hóf ferilinn snemma á 8. áratugnum var hann af miklu áhrifum af djassi, funk og diskói. Jafnframt því að gera slíka tónlist sjálfur samdi hann einnig diskó og boogie lög fyrir aðra artista. Lagið sem þið heyrið hér er af plötunni For You frá árinu 1982 og stendur tvímælalaust uppi sem eitt af bestu lögunum sem hann hefur gert.

» Tatsuro Yamashita - "Love Talkin' (Honey, It's You)"

mánudagur, mars 16, 2009

Englar og draugar munu flá þig lifandi

Stundum eru lög sem ég set inná itunes ekki nægilega merkt þannig að það kemur eyða þar sem nafn flytjanda ætti að vera. Ég reyni eftir fremsta megni að komast að bandinu ef ég veit það ekki fyrir, svo allt sé nú spikk og span. En stundum veit ég bara ekkert hver/jir eru á ferðinni (eða er bara latur) og þá set ég bara inn nafnið Info Fucker-Uppers. Þetta ímyndaða band á núna nokkuð mörg lög í mínu safni. Þeir skiptast á að spila rokk, house, reggae og hvað annað sem þeim dettur í hug. Ekki við eina fjölina felldir, krakkarnir í Info Fucker-Uppers.

ALLAVEGANA, lagið sem þessari færslu fylgir datt inn á sjöffel um daginn og það hitti í mark. Ég lagði því ögn meira á mig til að komast að sannleikanum um þá og setti rannsókarferlið í gang (þeas gúgglaði viðlagið). Kemur á daginn að þetta er Manchester band að nafni Lisa Brown. Ég fann hinsvegar lítið sem ekkert um þá. Flestar greinarnar, ef greinar má kalla, eru einsog þessi, bara standard "Nýtt band á uppleið" kálfur. Ekkert wiki, engin heimasíða, engir tónleikar í Egilshöll. Þeir bara komu með eina EP plötu 2003 og hypjuðu sig svo kurteisislega í burt.

Mér finnst bara svo gaman að uppgvöta svona modern nuggets. Án internetsins hefði ég aldrei heyrt í þessum gæjum sem eru eflaust núna að slá gras í Manchester fyrir tvö pund á tímann.

Og lagið? Já það er svona lágstemmt-en-hratt shoegaze popp einsog var vinsælt í upphafi aldar. Tilvalið til að hlusta á í strætó á leið heim í skammdeginu.

» Lisa Brown - 'No Light Left'

laugardagur, mars 14, 2009

Hann og hún


Skúturokkarinn Rupert Holmes gaf út plötuna Partners in Crime árið 1979 en þar mátti finna þennan smell en einnig samnefnt lag sem er klárlega með betri lögunum á plötunni, mitt á milli skútunnar og dansgólfsins.

» Rupert Holmes - "Partners in Crime"

föstudagur, mars 13, 2009

Slappið af.Mér finnst Susan Cadogan vera með alveg geysifallega rödd. Ein af mínum uppáhalds söngkonum og tvímælalaust uppáhalds reggae drottningin mín. Hér er hún að mæma stærsta smellinn sinn, 'Hurt So Good' árið 1975 (haa? tónlist á youtube?!). Susan varð reyndar aldrei stórt númer. Hún hefur eytt meiri tíma í að vinna sem bókasafnsvörður en að syngja, sem er alger sturlun.

Hér eru tvö lög með henni, eitt alveg útúrmökkað og svo eitt hresst cover á Elvis hittara.

» Susan Cadogan - Nice and Easy
» Susan Cadogan - In the Ghetto

sunnudagur, mars 08, 2009

Ooh baby, futari de


Ef þú spyrð hinn venjulega japanska borgara hvort að hann þekki stórsveitina Jackson 5 kannast viðkomandi að öllum líkindum ekki við þá. Ef að þú spyrð um Finger 5 hins vegar, fimm-manna fjölskyldusveitina frá Okinawa, þá er sagan allt önnur.

Þessi sveit samanstóð af 4 bræðrum og systur þeirra en þau slógu í gegn síðla árs 1972. Þá kom út fyrsta plata þeirra sem innihélt að mestu kover af Motown slögurum, sungna á japönsku. Af fyrstu plötu þeirra, hér er kover þeirra af þessum fræga smelli Jackson 5.

» Finger 5 - "I Want You Back"

laugardagur, mars 07, 2009

Nýtt blóð

Eftir nokkrar framúrskarandi gestafærslur höfum við beðið okkar mann í Japan, Árna Kristjánsson að ganga til liðs við okkur fúll tæm. Við flugum til Tokyo og skrifuðum undir samning við hann í vikunni. Mikill happafengur að fá hann í gengið.

Árni sérhæfir sig í rassskellandi boogie, diskó og fáheyrðum gullmolum. Hann er einnig lunkinn við að framleiða edit og remix einsog lesendur hafa fengið nasaþef af. Einnig má búast við japanskri tónlist sem er heitari en gerjað wasabe.

Irrasshaimase Árni!

þriðjudagur, mars 03, 2009

"They just hot dogs. Their girls are relish and they need to ketchup on their pimpin"Rosalega mikið af minni uppáhalds tónlist uppgvötaði ég í hjólabrettamyndum þegar ég var unglingur. Ég heyrði lagið sem hér um ræðir í H-Street myndinni "Lick" árið 1993 og fannst það alveg fáránlega töff.

Það var ekki séns að finna þetta lag í Steinar Músík & Myndir og ekki var neitt net, þannig að ég lét duga að horfa á Lick fram og til baka þangað til segulbandið varð slitið og að lokum gleymdist lagið.

En svo fyrir einhverjum árum var ég að leita að allt öðru lagi og hvað haldiði að hafi dottið í gegn?

» Positive K - "Night Shift"

Ekki eins mergjað og þegar eyrun mín voru 12 ára, en ágætis 90's rapp engu að síður. Núna þarf maður bara að komast að því hvaðan þetta gítarsampl kemur.


!!MEGA BÓNUS!!
Hér er "Lick" í heild sinni. Skylduáhorf fyrir skeit ræflana sem versluðu í Hasar Bazar! Alveg gallsúrt 90's skeit og snælduvitlaus tónlist. Tékkið á fötunum, jesús. Hvað var maður að spá á þessum tíma?