fimmtudagur, apríl 30, 2009

Girnd, þrá, ósk.Ég er búinn að slóra soldið með að skrifa um Desire, en það er bara vegna þess að ég var að ranka við mér úr sæludáinu sem ég datt í þegar ég heyrði þau fyrst. Eða kannski er þetta bara svínaflensa? Nei. Sæludá.

Desire er semsagt nýja bandið hans Johnny Jewel, sem er allt í öllu hjá Chromatics og Glass Candy. Þannig að ef þér líkar við þannig chillherbergis geimdiskó, þá muntu elska Desire.

Johnny sér semsagt um tónsmíðar og framleiðslu en hans nýja uppgvötun, Megan Louise frá Montreal sér um söng. Er til íslenska yfir orðið 'chanteuse'? Hún er soldið þannig. Í heildina litið er þetta smekkleg girndarmússík sem dugar jafnt í kelerí og sambandsslit.

» Desire - If I Can't Hold You

» Desire - Under Your Spell

Nýji djassinn


Eitt af því sem Japanir eru sterkastir í tónlist núna er þessi nýja bylgja af djass sem er sniðinn að dansgólfinu. Hljómsveitirnar Soil & "PIMP" Sessions og Sleep Walker eru búnar að vera að gera það gott nýverið en einnig er mikið af nýjum böndum að koma fram eins og Jabberloop, Indigo Jam Unit, Eno Hidefumi og fleiri.

Quasimode er einnig eitt af þessum böndum en þeir eru búnir að vera að sækja í sig veðrið með nokkrum fínum útgáfum síðastliðið ár eða svo. Þeir gáfu út flotta kover-plötu af Blue Note slögurum og einnig þriðju breiðskífu sína sem hefur selst vel hér í landi. Stuttu áður en nýja breiðskífa þeirra kom út rataði í búðir fyrsta 12" smáskífan sem að inniheldur þetta hörkufína lag sem að er ekki að finna á plötunni.

» Quasimode - "Catch The Fact"

föstudagur, apríl 24, 2009

Föstudagsboogie #6


Eitt af því sem ég elska einna mest við boogie eru textarnir í lögunum. Meðan að við sitjum undir alls kyns póst-módernísku drasli í textagerð á 21. öldinni sungu þessar boogie sveitir um einfalda lífsvisku, ástina og allar hliðar þess að fara út að skemmta sér. Einfaldir og góðir eins og lagatextar eiga að vera.

Sveitin Dayton kom frá borginni Dayton í Ohio-fylki og gaf út fimm plötur á fimm ára ferli frá 1980 til 1985. Á þriðju plötu þeirra, Hot Fun, áttu þau sinn stærsta smell sem var kover af lagi Sly Stone "Hot Fun in the Summertime". Á sömu plötu er annars að finna marga gullmola, þar á meðal þetta tryllt fína lag um ástina.

» Dayton - "We Can't Miss"

þriðjudagur, apríl 21, 2009

Slæd SlappJói B var að gauka að mér þessum gríðarlega eitís gullmola og það er skemmst frá því að segja að þetta lag er pastellitað. Þriðjudagurinn hefur breyst úr rökum og gráum sokk í ferskjubleika silkiskyrtu.

Gefum hollendingunum í Time Bandits hljóðið. Hér eru allar eitís klisjurnar. Hvað heitir annars þessi stíll af bassaleik? Svona slæd-slapp. Þetta hvarf alveg á gamlársdag 1989. Hvað segja bassafróðir?

» Time Bandits - 'Endless Road'

föstudagur, apríl 17, 2009

Föstudagsboogie #5Hljómsveitin Plush var stuttlíf þriggja manna sveit sem gaf út eina breiðskífu árið 1982 sem var pródúseruð af powerhouse-teyminu René & Angela (sem gerðu m.a. þessa klassík). Platan var stútfull af sálarfulli poppi í bland við boogie slagara en gullið er að finna á annarri smáskífu plötunnar, það er lagið Free and Easy í extended útgáfu.

» Plush - "Free and Easy"

fimmtudagur, apríl 16, 2009

Gestablogg: Nýtt lag frá Sprengjuhöllinni og tónleikar á morgun (föstudag) með Sin Fang Bous

Hér eftir fer gestafærsla frá Jóni Trausta, umboðsmanni Sprengjuhallarinnar.
.

- - - - - -
Í þessari bloggfærslu:
  1. Nýtt lag með Sprengjuhöllinni, "Deus, Bóas og/eða Kjarninn
  2. Tónleikar á Grand Rokk föstudaginn 17 apríl (á morgun). Fram koma Sin Fang Bous og Sprengjuhöllin
Sprengjuhöllin og Sin Fang Bous á tónleikum n.k föstudagskvöld
Hljómsveitirnar Sprengjuhöllin og Sin Fang Bous koma fram á tónleikum á Grand Rokk næstkomandi föstudagskvöld. Tónleikarnir eru haldnir undir merkjum Grapevine og Gogoyoko. Gamanið hefst kl. 22:00 og aðgangseyrir er 1.000,- kr.

Sprengjuhöllin
Sprengjuhöllin er nýkomin úr ferðalagi um Norður-Ameríku þar sem hún vakti nokkra athygli fyrir grípandi lög og líflega framkomu. Sem dæmi má nefna að vefútgáfa Time Out valdi sveitina þá bestu á fyrsta degi South by Southwest tónleikahátíðarinnar í Texas. Það er liðið hálft ár frá því að Sprengjuhöllin kom fram á tónleikum sem þessum á Íslandi og því hlakka drengirnir mjög til að endurnýja kynni sín við íslenska tónleikagesti. Það er mat fagmanna að Höllin hafi bætt sig mjög sem tónleikasveit og það verður gaman að sjá og heyra hvort það standist.

Sin Fang Bous
Sin Fang Bous er eins konar sólóverkefni Sindra Más Sigfússonar úr hljómsveitinni Seabear. Platan Clangour kom út seint á síðasta ári og spurðist gríðarlega vel út. Hún birtist á ótalmörgum árslistum þegar árið var gert upp og kleif í kjölfarið metsölulistana. Þá hefur lagið „Clangour & Flutes“ ómað nokkuð í útvarpi að undanförnu. Á sviði fær Sindri Már til liðs við sig ýmsa valinkunna tónlistarmenn úr íslenska poppheiminum og lætur fartölvuna og undirleik af bandi lönd og leið. Góður rómur var gerður að tónleikum Sin Fang Bous á Aldrei fór ég suður um páskahelgina.Nýtt lag frá Sprengjuhöllinni // Deus, Bóas og/eða kjarninn
Auk þess setur Sprengjuhöllin nýtt lag í spilun í dag. Lagið nefnist „Deus, Bóas og/eða kjarninn“ og er fjórða „smáskífan“ af hljómplötunni Bestu kveðjur. Áður hafa lög eins og „Byrjum upp á nýtt“ og „Á Skólavörðuholti“ notið nokkurra vinsælda.

„Deus, Bóas...“ er diskó-ballaða sem fer vel með hækkandi sól. Lagið er heldur dansvænna en lög Sprengjuhallarinnar til þessa og ætti að geta sómt sér jafnvel innan um dynjandi dansmúsík plötusnúðanna í bænum eins og í ómþýðari dagskrá útvarpsstöðvanna.

Texti lagsins er uppfullur af innrími og einkennilegum orðum og fjallar í sem stystu máli um það hvernig mannskepnan er gjörn á að sækja í trúarbrögð, pólitíska hugmyndafræði, heimspeki og dulspeki í leit að æðri tilgangi. Þrátt fyrir það heldur lífið áfram og fegurð þess og heimsins sem það á sér stað í er óneitanleg. Eftir situr spurningin um hvort leitin að tilgangi standi í vegi fyrir því að lífsins sé notið til fullnustu. Já maður bara spyr sig.

Stutt:Lag:
  1. Nýtt lag frá Sprengjuhöllinni í spilun á morgun.
  2. Lagið heitir Deus, Bóas og/eða kjarninn

Tónleikar:
  1. Sprengjuhöllin og Sin Fang Bous
  2. Grand Rokk
  3. Föstudagurinn 17. Apríl 2009
  4. Húsið opnar kl 22:00 – tónleikar hefjast kl. 22:30
  5. Miðaverð: 1000 ISK


Frekari upplýsingar veita:
Jón Trausti Sigurðarson, umboðsmaður

- - - - - - - - - - - - - - - - - -

Sækið lagið hér:
» Sprengjuhöllin - Deus, Bóas, og/eða kjarninn

þriðjudagur, apríl 14, 2009

We had to sterilize


Komið nóg af tilfinningamennsku í bili og kominn tími á tilfinningalaust vélmennaelektró af bestu gerð. Þjóðverjinn Anthony Rother hér með ótrúlegt lag af meistarastykkinu Sex With The Machines frá 1997.

» Anthony Rother - Human Made

sunnudagur, apríl 12, 2009

Gleðilegt PáskPáskar ganga út á fleira en að éta málshætti. Þeir ganga útá að dýrka Diskódrottinn og hringja geðveikt mikið í Blökkujesú. Það er svo gaman að rekast á hann á djamminu.

Vegna aðstæðna ætla ég að bjóða fram hvorki meira né minna en gospel diskó. Maður beinlínis finnur andann koma yfir sig.

» New York Community Choir - 'I'll Keep A Light In My Window'

Vel á minnst; þá mun ég skemmta gestum og dansandi á Karamba (Laugavegi 22) í kvöld eftir miðnætti. Verið þar ellegar missið þið af Blökkujesú.

föstudagur, apríl 10, 2009

Föstudagsboogie #4The Gap Band samanstóð af þremur bræðrum upprunalega frá Tulsa í Oklahoma. Sveitin var stofnuð á seinni hluta 7. áratugarins en þeir bræður slógu ekki almennilega í gegn fyrr en uppúr 1980. Fjórar af plötum þeirra náðu platínusölu (nefndar Gap Band II, III, IV og V) og fjórar smáskífur af þeim náðu toppsætinu á R&B listanum í Bandaríkjunum. Ein af þeim kom út 1984 og innihélt þetta lag hér, þrusugóður boogie slagari í hægari kantinum.

» The Gap Band - "Outstanding" (Long Version)

miðvikudagur, apríl 08, 2009

Towwwwn


Annað lag hér með söngkonunni Yoshida Minako (póstur #1) en í þetta skiptið diskósmellur frá árinu 1981. Þetta er af plötunni hennar Monsters in Town og inniheldur aðallega rólegar funk/soul skotnar ballöður en einnig þetta hörku diskólag. Setti Youtube-link með þessu lagi í þessa færslu en fann loksins vínylinn svo hér er þetta í allri sinni dýrð.

» Minako Yoshida - Town

föstudagur, apríl 03, 2009

Föstudagsboogie #3Í þetta skiptið er lag sem jaðrar við electro (eða freestyle) frá söngkonunni Pennye Ford. Hún vann fyrir sér sem bakraddasöngkona lengi vel en skrifaði svo undir samning við Total Experience (Gap Band, Yarbrough & Peoples) og gaf þar út eina breiðskífu þar sem þetta lag er að finna.

Inngangshluti lagsins eldist ekkert voðalega vel en allt annað við þetta lag, þá aðallega hljómarnir og bassalínan, er alveg skothelt. Brilljant boogie/electro/freestyle frá 1984.

» Pennye Ford - Dangerous

Boy 8-Bit!


Hinn mikli snillingur Boy 8-Bit mætir og spilar í fyrsta skipti á íslandi á skemmtistaðnum Sódóma Reykjavík núna á laugardagskvöldið 4. april.

Því er ekki úr vegi að demba á ykkur tvemur lögum með kappanum svona til að koma ykkur í gírinn.

» Boy 8-Bit - Cricket Scores
» Burial - Archangel (Boy 8-Bit's Simple Remix)

fimmtudagur, apríl 02, 2009

WMWEndalaust smooth og töff spacerock fúnk frá frændum okkar og íslandsvinum í Who Made Who. Þetta er af plötunni 'The Plot' sem var að koma út. Þetta reddar fimmtudeginum svo ekki sé meira sagt.

» Who Made Who - "Keep Me In My Plane"

miðvikudagur, apríl 01, 2009

Ástareldar

Ég var að strauja tölvuna um daginn og er því soldið að leyfa itunes að leika lausum hala. Að enduruppgvöta lög og þvíumlíkt. Bogdan Irkük og PJ Pooterhoots eru til að mynda með smávægileg kommbökk.En hún Petra Haden datt inn með þetta angurværasta lag sem þú munt heyra í dag. Hún tekur Stevie Wonder vangadanshittarann 'I Believe' og gerir úr honum mjúka sæng til að kúra í. Alveg ynnndislegt.

Annars er Petra þessi þekktust fyrir acappella tónlist sína, þar sem hún tekur cover á popplögum með því að syngja allar raddir og hljóðfæri sjálf. Til dæmis coveraði hún plötu the Who, 'The Who Sell Out' með þessum hætti. Grafið upp 'I Can See For Miles'.

En hér er unaðurinn:

» Petra Haden & Bill Frisell - "I Believe"