föstudagur, maí 29, 2009

Föstudagsboogie #11


Fyrir þetta innslag er hér lag sem myndi varla kallast boogie, en undir formerkjum proto-boogie eða "fyrirrennara boogie" smelli ég þessu hér upp. Svo er þetta svo ótrúlega fokkings gott lag.

Veit lítið sem ekkert um þessa hljómsveit nema að þetta lag kom upprunalega út á seinnu hluta 8. áratugarins á vegum Ananda útgáfunnar á sjö-tommu í litlu upplagi en var svo endurútgefið í "dans útgáfu" (þar sem seinni helmingi lagsins var lengdur) á tólf-tommu örlítið síðar. Þessi dans-útgáfa var svo endurútgefin tvívegis nýverið (þar sem upprunalega útgáfan fer á mikinn pening), annars vegar á 12" frá Booton og á þessari 7" en báðar eru kostakaup með ótrúlega fínum lögum í hinni hliðinni.

» Skye - Aint No Need

Táraflóð - Vegir lokaðirÞá er skollin á ferðahelgi með tilheyrandi pollagöllum, regngrilli og úrkomudrykkju. Ég er farinn út í sveit að spila Kubb og hlusta á kántrí tónlist, enda ekkert annað hægt þegar það er sumar og ekki malbik í augsýn. Conway Twitty er einn af borðfótum dreifbýlistónlistarinnar og leggur hann til tvö lög í dag. Fyrst einn táratogara og svo einn af sínum mörgu dúettum með Lorettu Lynn. Dásemd og volæði alveg hreint.

» Conway Twitty - Hello Darlin'
» Conway Twitty & Loretta Lynn - Lead Me On

fimmtudagur, maí 28, 2009

SkandóHin sænska Robyn er skæð í dansvæna poppinu eins og margir ættu að vita, enda kom hún hingað um daginn að spila mússík ofan í gesti á Jacobsen með löðrandi árangri. Hún leitar hér til nágrannalanda og slæst í hóp með norðmönnunum í Röyksopp og saman færa þau okkur lag sem er að mínu mati fyrsti ofsasmellur sumarsins. Alveg endalaust flott lag með melódíu sem lætur engan ósnortinn. Syntharnir fengnir að láni frá New Order og bakraddir frá Eurythmics. Semsagt sam-norræn faux-níundaáratugs dansdramatík af flottustu sort.

» Röyksopp & Robyn - The Girl And The Robot

föstudagur, maí 22, 2009

Föstudagsboogie #10


Í þetta skiptið er hér annað dæmi um skemmtilega textagerð í boogie-i, lag í rólegri kantinum frá fjölskyldusveitinni Sylvers af plötu þeirra Concept frá árinu 1981.

» Sylvers - "Heart Repair Man"

miðvikudagur, maí 20, 2009

BrassionProggað, djassað, fönkað stöff frá Afríku. Ég finn reyndar afar fátt um þetta band, annað en að þeir koma frá Ghana og gáfu út perlur einsog þessa um miðjan áttunda áratuginn. Tónlistin talar bara. Fínt grúf og brass kafli sem drepur zebrahesta með augnaráðinu einu saman. Njótið að fara á tónlistarsafarí.

» Kelenkye Band - No One Is Born to Suffer

þriðjudagur, maí 19, 2009

Fyrir aftan tónlistina! #1Eina svefnlausa nótt fyrir nokkrum árum var ég ásamt nokkrum bekkjarfélögum heima hjá samnemanda okkar, Kristni Gunnari Blöndal að klippa vídeó fyrir skólaverkefni. Við skiptumst á að klippa fram á morgun, og hlustuðum á meðan á músík og spjölluðum. Eitt lagið sem var spilað var I'm Not In Love með 10cc. Þetta lag hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér, mér þótti sérstaklega skemmtilegt að hlusta á það þegar ég var pínu að vorkenna sjálfum mér á einhverjum stelpubömmer, enda er það það sem lagið snýst um.
Kristinn sagði sögu lagsins vera þá að annar höfundur samdi það á túr með bandinu til að slæva eldheitar tilfinningar sínar til konunar sem hann gat ekki verið hjá. Sársaukinn yfir því að fá ekki að njóta nærveru konunar sem hann elskaði var svo mikill að hann varð að reyna að blekkja sjálfann sig til að slá á verkinn.

Fallegt!

Fyrir forfallna tónlistarnirði mæli ég svo með Wikipedia greininni um lagið. Lýsingin á því hvernig kórinn í laginu var búinn til fannst mér sérstaklega spennandi og sniðug.mánudagur, maí 18, 2009

Autotjún!

Ég mæli með stórskemmtilegri grein sem DJ/Rupture skrifaði nýverið um AutoTune effektinn. AutoTune er græjan sem brenglaði röddina í Cher svo eftirminnilega í laginu Believe, og hlustendur FM957 þekkja úr tónlist T-Pain og 90% af öllum öðrum erlendum popplögum stöðvarinnar.

GleraugnaglámurÓ hvað ég elska 50's ballöður. Maður segist alltaf vilja upplifa hina og þessa tíma. Stundum vildi maður vera uppi í seventís, að hlusta á diskó í glitrandi limósínu. Stundum hefði maður verið til í að upplifa tryllt partý á bannárunum. En ég held þó í fullri alvöru að mitt eina sanna drauma tímaflakk sé til fiftís.

Að fara í bíó, deila sjeik og halda síðan brjálað partý þar sem strákarnir fleygja stelpunum upp í loftið í óðum dans. Allar stelpurnar í pilsum með mynd af hundi á og strákarnir í leðurjökkum. Svo þegar Marty McFly er búinn að taka gítarsóló er vangað alla nóttina með fögur lög einsog þetta í glymskrattanum.

» Buddy Holly - Love is Strange

sunnudagur, maí 17, 2009

Eftir Eurovision

Eitt af þeim lögum sem ég hef verið hrifinn af frá því að ég var lítill er Where Do You Go To (My Lovely) eftir Peter Sarstedt. Það er eitthvað við hádramatíska melódíuna sem hreyfir við manni, í bland við exótískt sögusvið textans sem transporterar hugann út í lönd og aftur í tímann.

Um daginn uppgötvaði ég lag með Divine Comedy sem virðist hafa sömu eiginleika. Eins og í lagi Sarsteds er verið að lýsa konu í hástétt evrópu. Þessir karakterar virðast þó vera vissar andstæður. Vinkona Sarsteds er ung og heillandi hástéttardama, hvers fortíð sem fátæklingur kemur í ljós í seinni hluta lagsins. Hins vegar er daman sem Hannon yrkir um fædd inn í peninga, hefur lifað hinu sjarmerandi lífi en hefur upplifað vissa hnignun á seinni árum.

Tónlist Divine Comedy er pínu sér á báti. Það sem hann gerir viðist eiga rætur sínar á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar, en miklu frekar í evrópu en ameríku. Tónlist hans minnir reyndar rosalega mikið á bernskuár Eurovision keppninar, dramatíkin, settlegar strengjaútsetningarnar og vel smíðaðar melódíurnar minna á bestu lögin sem komu úr keppninni áður en hún varð svona hallærisleg á áttunda áratuginum, en svo á hann reyndar líka eitt og eitt lag sem mér finnst óbærilega leiðinlegt, sem er eitthvað sem þessi keppni hefur boðið upp á hvert einasta ár sem hún hefur verið haldin.

Hannon er búinn að vera að í hátt í tuttugu ár og hefur gefið frá sér fullt af góðu dóti, ef þið fílið þetta þá er fullt meira til með honum sem mikið er spunnið í.

» The Divine Comedy - A Lady Of A Certain Age

föstudagur, maí 15, 2009

Föstudagsboogie #9


Con Funk Shun var langlíf funk sveit sem átti feril sem að spannaði yfir 20 ár, frá byrjun 8. áratugarins til miðbiks þess tíunda. Árið 1981 kom út platan 7 þar sem þennan boogie gullmola er að finna innan um rokkskotin funk lög og ballöður.

» Con Funk Shun - I'll Get You back

miðvikudagur, maí 13, 2009

Sænskar pulsurHinn sænski Kleerup er poppþyrstum helst kunnur fyrir smellinn 'With Every Heartbeat' sem hann gerði með Robyn. Auk þess gerði hann fyrirtaks poppalbúm, nefndu eftir sjálfum sér sem kom út í fyrra.

Við höfum hér undir höndum ólgandi ferskt lag með honum sem mun öll hjörtu bræða. Þvílíkt grípandi tónverk sem bókstaflega ýtir sjálft á repeat hnappinn. Sumarsmellur hinn fyrsti. Svona dægursnilld gæti bara komið frá Svíþjóð, þar sem dansinn dunar enn og pulsurnar grilla sig sjálfar.

» Kleerup - On My Own Again

mánudagur, maí 11, 2009

FREAKS!Ég hef mjúkan, meyran blett fyrir svona gerðu-það-sjálfur frík-folk liði sem tekur upp á kasettur og notar dótaharmonikkur eða eitthvað þannig. Eat Skull frá Portlandi í Óregon eru svefnherbergis furðufuglum til fyrirmyndar. Þessir hressu, súru krakkar flytja okkur hér skrítnipopp sem mætti nota í lokaatriði myndar eftir Harmony Korine eða Richard Linklater.

» Eat Skull - Dawn in the Face

laugardagur, maí 09, 2009

Horní MúsíkJæja kominn tími á smá hristing hérna. In Flagranti frá Bráklyn leika hér fyrir dansi og ég skal hundur heita ef þeim er ekki fúlasta alvara með hasarinn. Belaðir synthar og taktur sem stígur yfir sína eigin ömmu til að tæla þig á parketið.

Ég er búinn að krukka agnarlítið í laginu, gera það stabílla, straumlínulagaðra og enn graðara. Njótið og út á lífið þjótið.

» In Flagranti - Brash & Vulgar (Breidholt edit)

föstudagur, maí 08, 2009

Föstudagsboogie #8


Voyage var frönsk diskósveit sem að gerði garðinn frægan undir lok 8. áratugarins með heldur hefðbundnum diskólögum með léttum vókölum. Á þriðju plötu þeirra, nefnd Voyage 3, kvað þó við annan tón með nýju pródúserateymi sem að gerði sándið þeirra rokkaðra, og í tilfelli þessa lags sem ég pósta hér, meira í átt til boogie/italó. Frábært lag frá 1980.

» Voyage - I Love You Dancer

föstudagur, maí 01, 2009

Föstudagsboogie #7


Hiklaust eitt af bestu kaupum sem ég hef gert nýverið er 12-tomman af þessu lagi (koverið af 7-tommunni á mynd). Jaðrar við örlítið við ítaló diskó með einfaldum trommutaktinum en vókallinn, bassinn og syntharnir allir plassera þetta stöðuglega í boogie geiranum. Hörkugóður slagari frá söngkonunni Chemise frá árinu 1982.

» Chemise - "She Can't Love You"