föstudagur, júlí 31, 2009
Innipúkinn er í ár haldinn í x'ta skipti (gúggliðða sjálf) og að vanda er vandað til valsins. Þetta er sennilega ekki stærsti innipúkinn hingað til, það mun vera HIVEinnipúkinn á NASA fyrir nokkrum árum þegar allt of margir miðar voru seldið og það var troðið og leiðinlegt alla helgina. Hinsvegar er þetta sennilega veglegasta hátíðin hingað til. Í þetta skipti eru tvö svið og þrír dagar, þannig að úrvalið í boði hefur sennilega aldrei verið meira.

Miðaverði hefur verið stillt í hóf, sem er ekkert rosa merkilegar fréttir fyrir þig ef þú átt ekki hófstilltann miða, þar sem að passar á hátíðina eru uppseldir. Hins vegar er enn hægt að kaupa sig inn á einstök kvöld, og kostar það 2000 krónur.

Svona lítur dagskráin út:


- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ

Batteríið:
20:00 - Sing For Me Sandra
21:00 - Morðingjarnir
22:00 - Me The Slumbering Napoleon & <3 Svanhvít
23:00 - Sin Fang Bous
00:00 - Sudden Weather Change
01:00 - Jeff Who?

Sódóma:
21:30 - Bárujárn
22:30 - Bróðir Svartúlfs
23:30 - Benni Hemm Hemm
00:30 - Sykur
01:30 - Agent Fresco


LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST

Batteríið (port):
17.00 - 20.00 Porthátíð Innipúkans
Trúbatrixur, Búlluborgara grill, Múffubazar Maísólar, Tónlistarmarkaður, Gordon Cocteil Zeit o.fl.

Batteríið:
20:00 - K-Tríó
21:00 - Swords of Chaos
22:00 - Borko
23:00 - Singapore Sling
00:00 - Retron
01:00 - FM Belfast

Sódóma:
21:30 - Rökkurró
22:30 - Dikta
23:30 - Seabear
01:00 - Gylfi Ægisson
02:00 - Stórsveit Nix Noltes


SUNNUDAGUR 2. ÁGÚST

Batteríið:
20.00 - 'Pub Quiz'
22:00 - Pascal Pinon
23:00 - For a Minor Reflection
00:00 - Hjaltalín
01:00 - Fallegir menn

Sódóma:
22:00 - Amiina, Kippi og Maggi
23:00 - Sigríður Thorlacius og Heiðurspiltar
00:00 - Megas & Ólöf Arnalds

DJs: Árni Sveins, Gísli Galdur, Terrordisco, dj Mokki og dj Benson

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Hér eru svo aukaupplýsingar sem ég fékk sendar í pósti í fréttatilkynningu frá hátíðinni áðan:

COCTAIL ZEIT - ÖLL KVÖLD
Hvert tónleikakvöld hefst klukkan 20.00 þar sem í boði verða fríir kokteilar frá Gordon - og svo eru þeir seldir á vandræðilegu verði fram til 23.00.

PORTHÁTÍÐ - LAUGARDAGINN 1. ÁGÚST
Sjóðheit porthátíð verður haldin í sundi Batterýsins laugardaginn 1. ágúst þar sem boðið verður upp á gurmé grill, tónlistarmarkað, tónlistardagskrá frá Trúbatrix, ArtFart sviðslistahátíðin verður með ósýnileika og margrómaða kokkteilstund 'Coctail Zeit' haldna með góðri aðstoð Gordon - þar seldir verða sumarkokteilar á vandræðalegu verði.

POP QUIZ - SUNNUDAGINN 1. ÁGÚST
Pop Quiz Innipúkans fer fram sunnudaginn 2. ágúst á Batteríinu. Skemmtilegar tónlistarspurningar úr ýmsum áttum. Vinningar frá Gordon og Kimi Records.

Föstudagsboogie #20La Famille var bresk reggae sveit sem átti sinn stærsta smell með þessu koveri af lagi Mary Jane Girls. Lagið kom út árið 1983 og slóg í gegn en enda er þetta hörku flott lag sem blandar reggae og boogie tónum snilldarlega.

» La Famille - "All Night Long"

þriðjudagur, júlí 28, 2009

Fondu PartyNolo eru komnir með nýtt efni sem má kaupa á gogoyoko. Þeir gera lo-fi kassettu indí með hetjusólóum og takti úr þessum gömlu, stóru skemmturum sem allar ömmur eiga. Kewl stöff sem minnir mig soldið á Ariel Pink.

Smá Nolo til að dýfa í ostafondúið:
» Nolo - Fondu

mánudagur, júlí 27, 2009

Allir eru að djörka

Jæja, þá er að opinbert: Nýjasta dans æðið er Jerkin'. Allir út á gólf að æfa sig.Tónlistin er eftir Young Sam.

sunnudagur, júlí 26, 2009

ÚúúújeÉg myndi vanalega ekki pósta upp svona soul-ballöðu en þetta er einfaldlega of gott og líka vel sumarlegt. Af plötunni "Reach For It" hér er silkimjúk og fönkuð ballaða frá 1977.

» George Duke - "Just For You"

föstudagur, júlí 24, 2009

Föstudagsboogie #19Stöllurnar í First Love eru hér með boogie skammt vikunnar. Þetta lag kom út á smáskífu árið 1982 og var ein af tveim af plötu þeirra "Love At First Sight". Flott hægt grúv með þéttum synthabassa til að dansa við.

» First Love - "It's a Mystery To Me"

fimmtudagur, júlí 23, 2009

Móteitur

Icesave icesaveices avei cesa veicesaveicesave. Icesaveicesaveicesave icesave icesaveices ave icesave icesave. Icesave? Icesi ces av.

Ices aveic esavei cesaveicesaveic esaveicesaveicesave. Icesave icesaveices avei cesa veicesaveicesave. Icesave icesaveices avei cesa veicesaveicesave. Icesave icesaveices avei cesa veicesaveicesave.

Icesave icesaveices avei cesa veicesaveicesave. Icesaveicesaveicesave (icesave icesaveices ave) icesave icesave. Icesave? Icesi ces av. Icesave icesaveices "avei cesa veicesaveicesave". Icesaveicesaveicesave icesave*.

Icesave icesaveices avei cesa veicesaveicesave. Icesaveicesaveicesave icesave icesaveices ave icesave icesave. Icesave Icesi ces av.

*Icesave eices ave icesave.

White Antelope-
» "Silver Dagger"
» "It Ain't Me Babe"

mánudagur, júlí 20, 2009

MánadagurÍ dag eru 40 ár síðan þeir gengu á Tunglinu. Á síðunni We Choose the Moon er allt heila ævintýrið rifjað upp í máli og myndum. Merkilegast eru talstöðvarsamskiptin á milli geimgarpanna og leiðangurstjórnarinnar á jörðu niðri, sem eru spiluð í heild sinni í rauntíma.

Þetta er ekki beint tónlist, en það er mjög sérstakt að hafa þetta í bakgrunninum meðan maður hlustar á annað.

» Geimspjall

sunnudagur, júlí 19, 2009

Könglakofi


aliscarpula

Platan sem ég er að tapa mér yfir þessa dagana er Songs of Shame með Woods. Alveg dásamleg lo-fi kassagítar sækedelía. Einsog útilegutónlist frá annari plánetu. Ég vil flytja út í skóg og lifa meðal barrnálanna. Eiga tófuna Héðinn fyrir besta vin, smíða kofa úr könglum og borða gleymmérei í öll mál. Eða eitthvað. Þetta er að minnsta kosti afar falleg, melódísk viðartónlist með pínu spúkí mold í hárinu.

» Woods - "Rain on Radio"

föstudagur, júlí 17, 2009

Föstudagsboogie #18Eitt af fyrstu lögunum sem kom mér inná boogie brautina var þetta lag með hljómsveitinni Maxx Traxx. Sveitin kom frá Chicago og gaf út sína fyrstu og einu breiðskífu árið 1982 en hún var svo endurútgefin árið 2004 þar sem upprunalega útgáfan var orðin afar sjaldgæf og eftirsótt. Lagið sem ég smelli hér upp er hreint ótrúleg smíð, hörkuflottar melodíur í öllum köflum og sálarfullt til hins ýtrasta.

» Maxx Traxx - "Don't Touch It"

sunnudagur, júlí 12, 2009

Steikjandi sumar

Ég er að vinna á auglýsingastofu á vesturgötunni, í gömlu timburhúsi. Hér yfirleitt frekar fínt að vera, við sitjum tveir saman í herbergi á efstu hæðinni, með glugga sem snýr að sól. Á dögum sem þessum verður þetta samt frekar yfirdrifið. Hitinn og mollan eru steikjandi, og manni langar helst að stinga af á austurvöll, kaupa sér ís og steikja sig í sólinni.

Í tilefni dagsins legg ég til tvö sumar hita-mollu lög. Hið fyrra kemur frá herbergisfélaga mínum, Danna "Djamm" Atlasyni. Hljómsveitin heitir Sporto Kantes og er frá Frakklandi. Þeir eru að upplagi Drum n' Bass hljómsveit, en þetta lag er frekar tjillað djassgrúf, sem minnir pínu á meira streit útgáfu af rólegara efni Aphex Twin frá miðjum síðasta áratug, nema með söng. Þetta er útúr smooth.Seinna lagið er af sólóplötu pródúsersins Kleerup, sem hefur unnið með með Robyn, Lykke Li og fleiri skandinavískum krúttum við að búa til töff elektrópopp. Þetta lag heitir Longing For Lullabies, og honum til halds og trausts í laginu er Titiyo, sem er einmitt skandinavískt krútt, en hún er einnig litla systir Neneh Cherry og stóra systir Eagle Eye Cherry, lúðans atarna.

föstudagur, júlí 10, 2009

Gogoyoko lendir!

Íslenska tónlistarsíðan Gogoyoko er loksins komin í loftið. Þið getið kynnt ykkur hvernig síðan virkar hérna.

Í tilefni þess langar mig að vísa ykkur á nokkrar stórgóðar plötur sem eru í boði á síðunni.


» Hermigervill - leikur vinsæl íslensk lög» Steed Lord - Truth Serum» The Bag Of Joys - Einsog Ég Var Motta» Bob Justman - Happiness and Woe
» Helmus und Dalli - Drunk Is Faster


Til hamingju Eldar og félagar hjá Gogoyoko fyrir stórkostlega vel heppnaðann vef!

Föstudagsboogie #17Bakbeinið á sveitinni Sunfire var lagahöfundateymið Reggie Lucas og James Mtume en báðir þeir höfðu átt langan feril að baki sem sveitin Mtume áður en þeir stofnuðu Sunfire og gáfu út sína einu plötu árið 1982.

James Mtume hafði spilað með Miles Davis á 8. áratugnum og báðir starfræktu þeir bandið Mtume fyrir, á meðan og eftir að þeir gáfu út plötuna undir merkjum Sunfire. Ári síðar var Reggie Lucas ráðinn til að stjórna upptökum á fyrstu plötu Madonnu og á hann einnig heiðurinn að lagasmíðunum Borderline og Physical Attraction.

» Sunfire - "Shake Your Body"

laugardagur, júlí 04, 2009

ÚT VIL EK

Ég var algjör hlunkur í gær og eyddi kvöldinu með hausinn inní videotækinu. Það verður enginn þannig aulagangur í kvöld heldur dýrindis partýstand og engar refjar. Barhopp, partýflakk og síðan kófsveitt pítsutætla í morgunmat. Halelúja. Hér er spennandi þrennd til að koma hverjum sem er í jötunmóð.

» Zomby - Tears in the Rain
Massíf blanda af dubstep og old-school rave. Zomby sér um fúttið og Rutger Hauer rappar. Eða þannig.

» Nilsson - Jump into the Fire (Mike Simonetti edit)
Besta bassalína sögunnar - púnntur! Mike Simonetti saxar snilldina saman. Hann rekur Italians Do it Better sem gefur út Chromatics, Glass Candy, Desire ofl.

» Telonius - Like What (vocal)
Síðan gellu elektró. Ég elska svona píur með attitjút og tyggjó vafið um puttann. Það er eitthvað svo 80's New York við það.

Talandi um 80's New York, þá má hér skoða Jools Holland og einhverja gálu rúnta um Manhattan í eitís og kíkja á alla helstu klúbbana. Skemmtilegt gláp.

föstudagur, júlí 03, 2009

Föstudagsboogie #16Ímyndin sem ég hafði af hljómsveitinni af The O'Jays var sú af sykursætri Philadelphia-sálartónlist en þegar haldið var inní 9. áratuginn voru þeir einnig iðnir við að gera dansmúsík. Það sem heillar mig við þetta lag af samnefndri plötu frá 1983 er samblanda af gamaldags textum (hver segir/syngur "you're my favorite person" nú til dags?) og ákveðinn Frank Sinatra fílíngur í flutningnum.

» The O'Jays - "My Favorite Person"