þriðjudagur, september 22, 2009

Hud Mo á laugardagÞað er ekki á hverjum degi sem að jafn magnaðir tónlistarmenn og Hudson Mohawke heimsækja klakann. Breakbeat.is gæjarnir standa fyrir þessu þrusukvöldi á næstkomandi laugardag, 26. september, og hvetjum við sem flesta að mæta og hlýða á skoska ungviðið spila tóna af nýrri breiðskífu hans Butter sem mun koma út á vegum Warp von bráðar.

» Hudson Mohawke - "Rising 5"

föstudagur, september 18, 2009

Lof í lófaÉg birti færslu um The Phenomenal Handclap Band um daginn, en ég stenst bara ekki mátið að skella þeim inn aftur. Gomma munu gefa út fyrstu plötu TPHCB í október og af því tilefni hefur aðal spaðinn þar á bæ, Munk endurhljóðblandað helsta smell þeirra. Fyrirtaks stuð fyrir helgina þar sem 90's house fílingurinn er allsráðandi.

» The Phenomenal Handclap Band - You'll Disappear (Munk Remix)"

UnglingamyndHin nýsjálenska Ladyhawke fer með eitís áhrifin alla leið, enda með rödd einsog Kim Wilde og gítarleik einsog the Romantics (reyndar spilar hún á öll hljóðfæri sjálf). Ég hef eflaust póstað þessu lagi með henni, enda alger geðveiki og myndbandið með því flottara síðan Skonrokk var og hét. En hnátan er líka soldið elektró á því og hefur hún unnið með meisturum einsog PNAU og Empire of the Sun. Hér er lag sem var á einhverjum expanded pakka af plötunni hennar. Þetta er nákvæmlega einsog lag úr mynd frá 1986 um vandræðaunglinga á götunni.

» Ladyhawke - "Danny and Jenny"

miðvikudagur, september 16, 2009

Nýtt með Hjálmum!Fréttatilkynning frá Hjálmum og gogoyoko.com

Fjórða hljómplata Hjálma, IV, er nú fáanleg á gogoyoko.com. Platan kemur
í verslanir þann 21. september, en þangað til verður eingöngu hægt að
kaupa hana á stafrænu formi á gogoyoko.com.

Einnig verða allar eldri plötur Hjálma (Hljóðlega af stað, Hjálmar og Ferðasót) seldar á sannkölluðum spottprís hjá gogoyoko.com fram til 21. september. Verð hverrar plötu er aðeins 4,50 evrur (um 800 íslenskar krónur).

IV var tekin upp í Hljóðrita, Hafnarfirði og í Tuff Gong og Harry J Studio á Jamaíka í vor. Á Jamaíka fékk hljómsveitin til liðs við sig ýmsa þaulreynda innfædda tónlistarmenn sem setja sitt mark á lopapeysureggíið sem Hjálmar eru þekktir fyrir.

Síðasta plata Hjálma, Ferðasót, kom út árið 2007 en það er ljóst á eftirspurninni og áhuganum núna að IV er beðið með mikilli óþreyju.


Kaupið plötuna á gogoyoko.com.

Hér er síðan örlítill nasaþefur:

» Hjálmar - "Taktu Þessa Trommu"

Stevie!!Tveir vinir mínir eru að fara að sjá Fleetwood Mac á tónleikum í Svíþjóð og ég er að bíta af mér hnúana af öfund. Reyndar er Christine McVie ekki í bandinu lengur þannig að þetta er bara Stevie Nicks með strákunum. Það má segja að þetta sé Nicks with dicks er það ekki gott fólk? Brmmtissj.

Ahem. Hérna er alveg ofboðslega flott dansimix af lagi eftir Stevie sem var samið einhverntíman í eitís en rataði loks inn á Fleetwood Mac plötu árið 2003. í boði Youth.

» Youth - Smile At You (Going Home Dub)

þriðjudagur, september 15, 2009

1979Það er ekki oft sem mashup ná til mín, enda alveg botnlaust ógrynni af rusli í þeirri tunnu. En þetta hér er hluti af froðunni sem glitrar efst. '1979' með Smashing Pumpkins og 'Your Song' með Elton John eru að passa alveg dæmalaust vel saman. Ef maður vissi ekki betur hefði maður haldið að Elton John hafi verið gæji í köflöttri skyrtu sem var uppá sitt besta árið 1994. Dæmið sjálf. Það er tonn af stöffi í viðbót á síðunni hans Mighty Mike.

» Mighty Mike - Your 1979 Song (Smashing Pumpkins vs Elton John)

mánudagur, september 14, 2009

SpjótkastÞeir eru kallaðir Javelin. Þeir koma frá Brooklyn og ættu því að geta sagt okkur hvort það sé nokkur einasta hræða þar úti sem er ekki í hljómsveit. Þeir gera skemmtilega og gamaldags elektró hippedíhopp tónlist í ætt við Tom Tom Club og aðra eitís hitabeltis sveimhuga. Þetta er eitthvað svo eklektískt að það mætti ef til vill kalla þetta kolaportselektró. Já segjum það bara.

» Javelin - Intervales Theme
» Javelin - Vibrationz

föstudagur, september 11, 2009

Föstudags GorgonzólaÁ föstudögum kemst ég alltaf í stuð fyrir cheezy tónlist (amk aðeins meira stuð en venjulega). Seventís og eitís lið að syngja einlægar ballöður og dansvæn vangalög. Já, á föstudögum eru það Phil Collins, Womack & Womack og Cock Robin sem ríða rækjum. Svona lagað ku vera kallað 'guilty pleasures' á góðri íslensku en mér finnst það svolítið glatað heiti. Það virðist gefa það í skyn að maður skammist sín fyrir að fíla Chicago eða Supertramp. Maður á ekki að fíla eitthvað í djóki. Ef maður fílar eitthvað þá bara fílar maður það og hananú. En cheezy er þetta, ekki spurning. Og allir saman nú: "Deijó mammadeijó mambódjí-æ-ó!"

» Dennis Edwards - Don't Look Any Further

Föstudagsboogie #24Sveitin Hi-Gloss gaf út bara eina breiðskífu (eins og svo margar aðrar sveitir á þessum tíma) í upphafi 9. áratugarins. Inniheldur hún nokkur góð lög en hér er það besta af þeim, mixað af Francois K.

» Hi-Gloss - "I'm Totally Yours"

fimmtudagur, september 10, 2009

A B Select Start


Hollis Brown Thornton

Hinn breski Joker er greinilega búinn að vera að djamma mikið með Sonic, Mario og L-kubbinum í Tetris niðrí leiktækjasalnum Fredda. Þetta er stórkostlegt 8-bita dubstep og manni finnst að Nintendo ætti að búa til einn ekta gamaldags leik í viðbót og láta Joker gera tónlistina.

» Joker - Digidesign

miðvikudagur, september 09, 2009

HalelújaÞetta lag með Naomi Shelton & The Gospel Queens er þótt ótrúlegt megi virðast, alveg glænýtt. Það er svo innilega mikill örlí 60s fílingur yfir þessu að maður vill bara fara í jafnréttindagöngu. Eða að dansa í sveittri kirkju þar sem allar ömmurnar eru með blævæng.

» Naomi Shelton & The Gospel Queens - What Have You Done?

föstudagur, september 04, 2009

TvíhleypaaaaanHér höfum við mikla tryllingstvennd, vopnabræður sem standa bak í bak einsog Tango & Cash. Ofurlöggur stuðsins. Gamalt og nýtt. Þessar hamhleypur brjóta niður hurðina og renna inná dansgólfið í splitti. Annarsvegar sænskir grifflutekknógæjar með eiturhressan hittara. Svo eru það meistararnir í Sveittum Gangavörðum, sem ættu að fá stjörnu á hverja gangstéttarhellu fyrir þetta framlag sitt til íslenskrar danstónlistarsögu.

» Teddybears STHLM - Get Mama A House - Jackpot Tax Evation Remix
» Sveittir Gangaverðir - Boogie Boogie

fimmtudagur, september 03, 2009

Útvítt

Ég tók það að mér að setja þennan annars fína diskótætara í megrun. Svona extended diskólög eru æði, en þau detta alltaf í einhver þriggja mínútna bongótrommu breik sem eru alveg grautleiðinleg nema maður sé á trúnó með Andy Warhol inná klósetti á Studio 54. En hér er spengilegur Ray Mang.


„Farðu í megrun.“

» Ray Mang - Bad Boy (abridged by Breiðholt)

miðvikudagur, september 02, 2009

Litli kall syngurSimian Mobile Disco voru að gefa út nýja plötu, 'Temporary Pleasure' og er hún stórfín. Melódískt, smekkleg og stappfull af flottum gestum einsog heyra má á tóndæminu.

Þetta er eiginlega eina bandið sem ég hlusta ennþá á af öllum þessum dansatriðum sem komu út 2005-07. Pakk einsog MSTRKRFT (oj hvað var maður að spá) situr enn fast í einhverju rafmagsgítartekknó en SMD eru smooth á því og virðast ætla að sitja áfram.

» Simian Mobile Disco og Alexis Taylor - Bad Blood