þriðjudagur, nóvember 24, 20091:
Sænska tölvupopphljómsveitin Visitors voru sennilega no-hit non-wonders. Ég get ekki sagt þetta með fullvissu út af því að heimildir mínar fyrir tilvist hljómsveitarinnar (fyrir utan tónlistina sjálfa) eru virkilega grysjóttar; annars vegar er það internetið, þar sem heimildir eru litlar og óljósar, og hins vegar minningar mínar úr barnæsku í Svíþjóð. Barnæskuminningarnar eru óljósar, ég man eftir því að hafa séð þá í sjónvarpinu, fékk lagið þeirra á heilann, og leitaði að því stöku sinnum á netinu í fullorðinstíð þangað til að ég fann það loksins í fyrra.
Heimildir um hljómsveitina af netinu eru litlu skárri, ég fann eina aðdáendasíðu þar sem textinn er fullur af loðnum staðhæfingum ("sell out tour", "had their records released all over the world"), og pipraður með vafasömum afrekum ("topped the icelandic charts", "awarded a swedish grammy").

2:
Lagið þeirra, Nothing To Write Home About, fjallar um geimfara sem situr einn og yfirgefinn einhversstaðar á reiki um alheiminn, þúsund ljósár frá . Geimferðir, sem þóttu áður svo merkileg afrek, eru orðin tíð og blákaldur raunveruleiki starfsins er orðinn deginum ljósari: það er drepleiðinlegt að vera geimfari. Og ó svo einmannalegt. Dauðaþögn og myrkur. Og hann situr þarna uppi í tóminu, með blað og penna fyrir framan sig, dettur ekkert í hug, og hripar loks niður að hann hafi bara ekkert til að segja frá. Yfir og út.
Í endanum klykkir hann út með þessum hressu orðum: "What was once a daily step for mankind, is now my daily routine. Yesterday's news won't make the headlines. No one remembers my name but you."

3:
Syntapopp með geimívafi náði hápunkti við upphaf níunda áratugarins, með geimdiskói Giorgio Moroder og félaga, og þegar hér er komið við sögu, árið 1988, eru þetta orðnar nokkuð gamlar fréttir. Hiphop og Hústónlist eru að ryðja sig til rúms, og þetta tónlistarform er sennilega orðið pínu lummó. Visitors voru að fást við fréttir gærdagsins, og voru helvíti góðir í því, en ef stærsta meikið þitt er Ísland hefur þú sennilega fátt til að monta þér af í bréfunum heim.

Lagið er samt ógeðslega skemmtilegt, og þó að Svante og Goran hafi verið pínu seinir til, og er þetta eitt besta dæmi um geim-baserað tölvupopp frá Svíþjóð sem fyrirfinnst.» Visitors - Nothing To Write Home About  MP3 

föstudagur, nóvember 20, 2009

Hjaltalín með nýtt!Hjaltalín eru í þann mund að reka nýju plötuna sína að heiman og út í heim. Kallast hún 'Terminal' og er hún kremjufull af hressandi og/eða melankólískri kántrý-prog-sál með íslenskum blæ. Ég er búinn að renna henni í gegn nokkrum sinnum og ég lofa geggjaðri upplifun.

'Suitcase Man' hefur verið að tröllríða öllu á rúmsjó ljósvakans undanfarið en hér er nýr singúll sem Hjaltalín leyfði okkur að deila með ykkur:
» Hjaltalín - "Feels Like Sugar"

Og svo eitt bónus, annað lag af 'Terminal':
» Hjaltalín - "Sweet Impressions"
Ef vel er hlustað má heyra í engum öðrum en Bó!

The Time And Space MachineThe Time And Space Machine er listamannanafn Richard Norris, en tónlistarnörd þekkja hann kannski betur sem annan helming Beyond The Wizard's Sleeve (ásamt Erol Alkan).

Hér að ofan er myndskeið með remixi sem hann gerði af lagi með geimdiskógoðsögununum SPACE, Carry On Turn Me On. Hann er að gefa út nýja smáskífu seinna í mánuðinum, en TIRK, sem gefur hann út, voru að senda okkur smá forsmekk:

» The Time And Space Machine - You Are The One  MP3 

miðvikudagur, nóvember 18, 2009

Úr póstkassanumHressilegt geimrokktölvudiskó frá Stephan J, klassískum tónlistarmanni frá Leipzig sem ásamt tryggri aðstoðarkonu sinni Jönu D er ekki hljómsveit. Klassískur bakgrunnur hans skín í gegn í tónlistarsköpuninni, en hljóðheimurinn er hreint tölvupopp.Golden Bug er einn af þessum tónlistarmönnum sem kemur mér stórkostlega á óvart, hann er eiginlega eini gæjinn úr frönsku house senunni sem er ennþá að gera nýja og spennandi hluti. Einn af hans nánustu samverkamönnum er Rove Dogs, en sá gæji var að senda okkur skeyti og segja okkur frá nýju verkefni sínu, GET A ROOM !.

GET A ROOM ! búa til drulluflott edit af gömlu ítaló-diskó, geimdiskó og öðru evrópsku súrmeti frá áttunda og níunda áratugnum. Lagið The Dreamer er edit af lagi úr franskri bíómynd, sándtrakk myndarinnar er eftir Ennio Morricone.
Það er dúndurstemmning í þessu, sé þetta alveg virka sem nettur kaffibarshittari.
Ég er nú reyndar bara búinn að hlusta á þetta einu sinni, en þetta lítur nokkuð vel út. Það er ógeðslega mikið af elementum í þessu sem eru til þess gerð að gera mig spenntann. Afrískur gítarrytmi, kúabjöllur, smá barnakór, pínu indífílingur en samt soldið diskótek líka. Veit ekki alveg með viðlagið samt. Ég ætla að spá að sirka 65% ykkar koma til með að fíla þetta nokkuð vel.


Vampisoul er plötuútgáfa í Madrid sem sérhæfir sig í endurútgáfu á týndum gersemum, og þá sérstaklega (en ekki bara) frá spænskumælandi löndum.
Sensacional Soul 2 er safnplata frá þeim sem gerir spænskri soultónlist hippatímabilsins góð skil. Listamennirnir á plötunni eru flestir óþekktir utan spánar, og margir hverjir ekkert svaka frægir þar heldur.
Einn listamaðurinn á plötunni er HENRY, og um hann veit ég ekki neitt. Lagið hans, Lo Que Puede Ocurrir Con El Café, er svaka freakbeat soul smellur, ætti vel heima í spænskri endurgerð Austin Powers. Hámarks hressleiki á rúmum tvemur mínútum.
Platan fæst bæði á emusic og tónlist.is

~   ~   ~   ~   ~   ~   ~   ~

Að lokum viljum við plögga nýtt íslenskt tónlistarblogg:
knowledge. titties. ass. titties. infinity.


That is all.

föstudagur, nóvember 06, 2009

Crispy duck

Bobby póstaði Crookers remixinu af þessu lagi um daginn, en ég ætla að pósta Mark Ronson remixinu. Mér finnst þetta remix eiginlega flottara svo kemur það manni líka í svo gott stuð.

fimmtudagur, nóvember 05, 2009

Það er eitthvað við þetta lag...Ég er búinn að vera að hlusta á lagið 11th Dimension með Julian Casablancas aftur og aftur. Það gerist bara örsjaldan að ég detti svo mikið inn í lag að ég þurfi að spila það trekk í trekk, síðasta dæmi sem ég man er Erase/Rewind með Cardigans 1998.
Lagið hljómar eins og Human League, FM Belfast, Pet Shop Boys með smá Strokes í brúarköflunum. Viðlagið er hreint poppnammi.
Platan sem þetta lag er á, Phrazes for the Young, er heldur ekkert slor, fyrir utan kannski lagði Ludlow Street sem er óskiljanlegt teknókántrí. Á plötunni ægir saman áhrifum hugmyndum og stefnum, með mestmegnis mjög góðum árangri, fyrir utan fyrrnefnt lag.


Þar sem að þetta lag er í boði í gegnum Hype Machine á svona 11 mismunandi síðum, og ég er pínu þreyttur að fá lögfræðingabréf, ætla ég bara að vísa ykkur þangað eða á myndbandið hér að ofan.

» Julian Casablancas - 11th Dimension HYPE MACHINE LEIT