þriðjudagur, ágúst 24, 2010

Pedro PilatusPedro Pilatus eru tveir upprennandi tónlistarmenn á menntaskólaaldri sem hafa verið að gera músík talsvert lengur en ungur aldur þeirra gefur til kynna.
Flair er nýtt lag frá þeim, og er búið að vera í ansi mikilli spilun hjá mér.

 Flair by pedropilatus
fimmtudagur, ágúst 19, 2010

Nýtt Terrordisco

Hér eru nokkrir nýjir smellir frá Terrordisco. Athugið að hægt er að niðurhala flest lögin með að ýta á píluna hægra megin á spilaranum. Njótið vel.

 Bíllinn Minn og Ég by terrordisco

 þorparinn (Terrordisco Dubstep mix VIP) by terrordisco

 Surf wave by terrordisco

 Terrordisco - Sefur þú (Ástarsæla) by terrordisco

þriðjudagur, ágúst 17, 2010

Reykjavík! - Cats

 Cats - Reykjavík! by Reykjavík!

Nýtt lag með Reykjavík!. Svo gott að ég þarf ekki einusinni að skrifa neitt hérna. Ýtið bara á Play og þá fattiði.

þriðjudagur, júlí 13, 2010

Soil & "PIMP" Sessions

Soil & "PIMP" Sessions er japönsk 6 manna djass-sveit sem spila sína eigin útgáfu af djass sem þeir kalla "death jazz". Þeir risu til frægðar í Japan gegnum kraftmiklar framkomur á klúbbum Tokyo-borgar og var boðið að spila á stærstu útihátíð Japans, Fuji Rock Festival, árið 2003 meðan þeir höfðu ekki fengið samning við plötufyrirtæki en það þekkist varla. Það sem fylgdi í kjölfarið var svokallað "bidding war" hjá stærstu útgáfunum en á endanum skrifuðu þeir undir hjá Victor sem er eitt ef elstu og stærstu plötufyrirtækjunum í Japan.Þeir gáfu út fyrstu plötuna sína "Pimpin'" næsta ár og svo fylgdu smáskífur og plötur með reglulegu millibili þar til plata með þeim komst í hendur á Gilles Peterson og þá fóru hjólin að snúast utan landsteina Japans og hann gaf út plötu þeirra "Pimp Master" í Evrópu síðla árs 2006.Frá 2005 hafa þeir vanið komur sínar til Evrópu og túrað minnst einu sinni ári. Nú er komið að því að þeir eru að fara að kynna nýjustu plötu sína "6" í Evrópu og munu þeir því spila á tónleikum í Belgíu og á nokkrum stöðum um England. Hér eru dagsetningarnar, mæli hiklaust og ítrekað með því að þeir sem eru staddir í nágrenni við tónleikastaðina að sjá þá á tónleikum. Eitt besta tónleikaband sem ég veit um.

18 júlí / Belgía - Gent Jazz Festival
21 júlí / UK Birmingham - Hare And Hounds
22 júlí / UK London - Jazz Cafe
23 júlí / UK Charton Park - WOMAD Charlton Park 2010

Hér er smá "taster" af við hverju er að búast, upptaka af tónleikum þeirra í London árið 2008 sem að Gilles Peterson setti upp á hlaðvarpið sitt fyrir túrinn þeirra í fyrra.

» Soil & "PIMP" Sessions - Live @ The Roundhouse / Bush Hall

mánudagur, júlí 05, 2010

Rhymin' Simon

50 Ways To Leave Your Lover (Pollyn's Re-Edit Remix) - Paul Simon by AOR DISCO

Hér hefur Pollyn tekið burt viðlagið (sem hefur alltaf farið pínulítið í taugarnar á mér. Þetta rím! Arg!) og gert letilegt sólskinslag úr erindunum. Alveg tilvalið í garðpartýið ef sólin lætur einhverntíman sjá sig.

sunnudagur, júlí 04, 2010

Ábreiðan

Orginallinn með hinni lítt kunnu sveit, Budgie:


og Amber Webber og félagar í Lightning Dust:


Þetta er eitt af fáum tilvikum þar sem coverið er betra. En það verður ekki frá þeim tekið í Budgie að þetta er alveg meiriháttar lag.

sunnudagur, júní 20, 2010

Trylltur eitís tryllingur

Ég get fullyrt að þetta er eitt besta eitís mix sem ég hef heyrt. Enda ekta, þeas tekið upp á snældu í lok níunda áratugarins. Alveg klikkuð lög og kassettu-hiss undir öllu saman. Lesið söguna bakvið þetta í leiðinni, hún er stórskemmtileg.

Unaður!

laugardagur, júní 12, 2010

The Love Language - Heart To TellFann helvíti skemmtilegt lag á RCRDLBL sem mér langaði til að deila með ykkur.

Ég stend í þeirri trú að ef ég spila þetta lag á repeat nógu oft komi sólin aftur.

» The Love Language - Heart To Tell (RCRDLBL download)

fimmtudagur, júní 03, 2010

Mugison & Reykjavík!Fékk sent lag frá Hauki vini mínum í hljómsveitinni Reykjavík! um daginn sem þeir gerðu með Mugison. Eftir að hafa nöldrað í honum í nokkra daga er hann loksins búinn að gefa eftir og leyfa mér að deila því með ykkur.

Þetta er kandidat í indie-sumarsmellinn í ár.

» Reykjavík! og Mugison - Sumarást

miðvikudagur, maí 05, 2010

Þorparinn Dubstep Remix

Einhverntímann í fyrra fór ég að velta fyrir mér hversvegna enginn hafi gert dubstep remix af Þorparanum.

Fyrst að enginn bauð sig fram í djobbið þurfti ég að láta hendur standa fram úr ermum.

» Þorparinn (Dubstep Remix)

laugardagur, maí 01, 2010

Nýtt frá Cee-LoNýtt æðislegt og þrusu sumarlegt lag frá Cee-Lo, fyrrum Goodie Mob meðlim og annar helmingur Gnarls Barkley. Tekið upp úr þætti Gilles Peterson en vonumst til að fá betri útgáfu í okkar hendur sem allra allra fyrst.

» Cee-Lo - "I Want You" (Radio rip)

þriðjudagur, apríl 27, 2010

Timber Timbre

timber timbre er eins manns folk/rokk band frá Canada.þetta lag er frá þriðju plötu hans sem heitir Timbre timbre,ef þið fílið þetta lag,þá veldur platan ekki vonbrigðum,ótrúlega gott stöff.

» Timber Timbre - "Demon host"

Læt myndbandið fylgja með hér,mega spooky eitthvaðAnnað myndband frá fyrri plötu hans,kúl gaur kúl lag,

fimmtudagur, apríl 22, 2010

AlanHann Alan Wilkis er alltaf að gera eitthvað sniðugt. Hann var að senda okkur þetta remix sem hann gerði fyrir White Hinterland. Fín músík fyrir aðfaranótt föstudags.

» White Hinterland - "No Logic" Alan Wilkis remix

sunnudagur, apríl 18, 2010

Music Go MusicÞetta lag hefur heyrst meira í mínum húsum um helgina en fregnir af skýrslugosinu. Ég er alveg með þetta band á heilanum. Music Go Music heita þau og þau sækja innblástur í allt það sem var gott við seventís: ABBA, ELO, Fleetwood Mac og aðra guði poppsins. Sjón og heyrn eru sögu ríkari þannig að skoðið þetta líka æðislega myndband. Æ já og platan þeirra heitir Expressions, þau eru Kanadísk og þið ættuð að fylgast með þeim og kaupa plötur, boli og nælur frá þeim. Svona innilegt 70s homage þarf að styðja.

þriðjudagur, apríl 13, 2010

Suzanne VegaÉg hef verið skotinn í röddinni hennar Suzanne Vega síðan að ég var 7 ára. Ég bjó í gulri blokkarsamstæðu sem hét Studiegången eða stúdentagangar og það voru flestir þarna í massívum hippafíling. Í þessum sænska samvinnukúltúr var mikil samfélagsleg stemmning, og eitt af því sem fólkið gerði þarna var að halda bíósýningar fyrir börnin. Í kjallaraherbergi í rónablokkinni (sumsé einstaklingsíbúðirnar, þar sem fulla fólkið bjó), var herbergi sem notað var undir bíósýningar. Á undan sýningu á myndum eins og Ferris Bueller's Day Off spiluðu hippakonurnar sem héldu utan um þetta oft lög með Suzanne Vega og Tanita Tikaram, og þar festist fyrst lagið Luka í hausnum á mér. Það var ekki fyrr en mörgum árum seinna að ég áttaði mig á hvað lagið fjallaði um. Þegar ég var 12 ára kveikti ég á danstónlist, og eitt af fyrstu lögunum sem náðu mér í þeim geira var Tom's Diner með Suzanne Vega og DNA. Þegar ég var um tvítugt rakst ég á Best Of disk með henni í Skífunni, og ákvað að tékka á svona uppá djókið.
Þar uppgötvaði ég ótrúlegann heim laga, þar sem sakleysisleg en dapur röddin líður yfir ótrúlega fallegar melódíur, og textar sem síast inn, stækka og breytast með hverri hlustun. Hún er eiginlega meira skáld en tónlistarmaður, tónlistin farvegur fyrir texta sem ganga nær manni með hverri hlustun.

Lagið Caramel er eitt af þeim lögum með henni sem ég gríp í á daprari dögum. Lagið fjallar um söknuð, og að sleppa tökunum, og virðist hitta ótrúlega vel á einmitt núna.

» Suzanne Vega - Caramel

mánudagur, apríl 12, 2010

Public Relations


Hérna er lag sem ég fékk sent fyrir 2 árum síðan. Mér fannst það fínt, og spáði svo ekkert meira í því. Svo var það að koma upp á random í iTunes hjá mér áðan, og ég finn mig knúinn til að hlusta á það aftur og aftur.
Lagið Stingray er einföld og falleg ítaló-elektró-skotin snilld, pínu angurvært en mestmegnis bara fallegt og rólegt. Hljómsveitin heitir Public Relations og samanstendur af elektrónískum pródúser sem kallar sig yfirleitt Frank Murder, og Gunnlaugi Lárussyni, gítarleikara Brain Police. Þetta er skrýtin samsetning utanaðfrá séð, en gengur svona rosalega vel upp þegar þú hlustar á músíkina.

» Public Relations - Stingray

miðvikudagur, mars 24, 2010

Last BoyBirgir Ísleifur Gunnarsson úr Motion Boys og fleiri böndum er farinn af stað með sólóverkefni sem hann kallar Last Boy. Hann er að gefa fyrsta singúlinn og er það gjöf sem heldur áfram að gefa. grípandi popphúkkar í hvívetna. Biggi heldur utan um þetta en honum til hjálpar eru Vera Sölvadóttir (raddir) og Þorbjörn Sigurðsson (bassi og auto-harp). Mixað af Stirmi Hauks. Flotterí!

Hlusta og sækja hér!

þriðjudagur, mars 23, 2010

Get A Room!


It takes a Muscle- Get a room! edit
Uploaded by siliconsquaregarden. - See the latest featured music videos.

Get A Room! gera bráðskemmtileg edit, hér er eitt þeirra. Smá eitís stuð í þessu. Þetta kemur út von bráðar á 12" í 500 eintökum hjá Small Time Cuts plötuútgáfunni, í kápu hannaðri af hinum rómaða Trevor Jackson (einnig þekktur undir tónlistarnafninu Playgroup). Þannig að þar hafiði það.

» It Takes A Muscle (Get A Room! Edit)

laugardagur, mars 13, 2010

þriðjudagur, mars 02, 2010

GuruGuru var ein af mínum hetjum á unglingsárunum og bandið hans Gang Starr var mikið í vasadiskóinu. Guru fékk hjartaáfall í gær, ekki nema 43 ára gamall. Aðgerð á honum í nótt gekk vel að sögn samverkamanns hans DJ Premier en Guru er núna haldið sofandi í öndunarvél. Í guðs bænum sendum honum góða strauma og hlustum á smá Gang Starr.

sunnudagur, febrúar 28, 2010

El Perro Del MarÉg er ekki neitt voðalega málglaður í dag. Hér er mjög fallegt lag með El Perro Del Mar sem Kristleifur Daðason benti mér á.

» El Perro Del Mar - A Change Of Heart

laugardagur, febrúar 27, 2010

Bömp

Gamalt mix sem er tilvalið að endurpósta í dag. Ég ellllska svona veður.Bobby Breiðholt - 'Vetur Konungur' mp3
32:48 / 46mb

Lagalisti:
1 - Robin Gibb - Farmer Ferdinand Hudson (intro)
2 - Zeus & Apollo -Nui Nui
3 - Frozen Silence - Childhood
4 - Bo Hansson - Lothlorien / Shadowfax
5 - David Axelrod - Sandy
6 - Black Sabbath - Planet Caravan
7 - Mantus - Jesus
8 - Pekka Pohjola - Sekoilu Seestyy
9 - Sven Libaek - Tatcherie
10 - Vince Guaraldi Trio - Christmas Time is Here
11 - Rabbitt - Gift of Love

mánudagur, febrúar 22, 2010

Urban LegendsFékk póstsendingu um daginn frá Urban Legends, sem eru einhverjir ofurpródúserar í LA sem gera elektróníska músík með latín vókölum. Ég var voða hrifinn af undirspilinu, en raddirnar voru ekki alveg minn tebolli. Ég sendi á þá línu og spurði hvort þeir lumuðu á instrumental af þessum lögum og þeir sendu nokkur til baka.

Þetta lag sem ég valdi er alveg magnað. Það minnir pínu á Kid Alex, eða örlítið skrýtnari raddlaust Chromeo, og það á mjög góðann hátt. Þetta er 20% quirky og 80% grúf. Hárrétt blanda.

» Urban Legends - World Keeps Spinning (Instrumental)
þriðjudagur, febrúar 16, 2010

Stafrænn Hákon


Stafrænn Hákon er angurvær maður eins og sjá má bæði af myndinni hér að ofan sem og af nýju lagi sem við fengum í hendurnar fyrir nokkrum dögum. 
Lagið heitir Emmer Green og er hrífandi og grípandi. Lagið er af 6. plötu Hákonar, og ef platan öll er jafn góð og lagið þá erum við í góðum málum.föstudagur, febrúar 05, 2010

miðvikudagur, febrúar 03, 2010

M.E.G.A Mix
Helgin byrjar snemma með þessu mixi frá Steed Lord. Harkan sex!

Steed Lord - Bringin' Home a Couple of Keys DJ MIX
(Eltið linkinn á download síðu)

Tracklist:
1. Ol´Dirty intro
2. Dre Skull - I Want You (Alex Gopher Remix)
3. Hot City - No More (Sharkslayer Nassau edit)
4. Bingo Players - Devotion
5. Audio Fun - Sirens Vs. Steed Lord -Take My Hand (Gingy Remix)
6. LA Riots - The Drop
7. The Faint - Mashine In The Ghost (Dj Edjotronic Remix)
8. Drop The Lime - Set Me Free (Harvard Bass Remix)
9. Sound of Stereo - Velcro
10. Fugative - Supafly (A1 Bassline Remix)
11. Mowgli - London To Paris
12. Laidback Luke & Lee Mortimer - Blau! (LA Riots Remix)
13. Steve Angello Ft. Robin S - Show Me Love (Afrojack Remix)
14. Boris Dlugosch - Bangkok
15. Cassius - Youth Speed Trouble Cigarettes (Reset! Remix)
16. Eddie House - Love Dont Hurt (demo)
17. Aniki - Work It Like U Paid 4 It
18. The Willowz - Repetition (Steed Lord´s 24 Hour Daylight Remix)
19. Yeah Yeah Yeahs - Heads Will Roll (A-Trak Remix) club edit

mánudagur, febrúar 01, 2010

Þetta hefur nú verið meira partýið.

Brr! fallegt!Former Ghosts er alveg sjúklega dimm og drungalegt hljómsveit en ég bara fæ ekki nóg af henni. Alveg magnaður hljóðheimur og töff fílingur. Það er reimt í þessari mp3 skrá bara svo þú vitir það.

» Former Ghosts - "The Bull And The Ram"

laugardagur, janúar 30, 2010

Tíhí

Steed Lord premjérVinir okkar í Steed Lord gáfu nýlega út plötu af remixum af lögum á fyrsta albúminu þeirra, Truth Serum. Heitir hún auðvitað The Truth Serum Remix Project, en ekki hvað. Gripurinn er tvöfaldur og það er fullt af flottu liði þarna einsog Klever, DJ Mehdi og Crookers.

Ég fékk að henda inn lagi sem að mínu mati er það besta á plötunni. Alveg ofboðslega flott, diskóleg melódía og Klever úðar yfir þetta smá trylling.

Annars er heilt metrískt tonn af nýju stöffi á leiðinni frá þeim og eitthvað af því mun enda hér. Tékkið á Steed Lord á Gogoyoko.

» Steed Lord - "Street Kid" (Klever remix)

föstudagur, janúar 29, 2010

Skrattinn sjálfurÉg horfði á hrollvekjuna The House of the Devil um daginn og ég bara get ekki mælt nógu mikið með henni. Bara hættu að lesa og sjáðu hana. Kvikmyndargerðarmennirnir hafa bara sest niður og ákveðið að gera eitís hryllingsmynd. Og þeir ná fílingnum fullkomlega. Litirnir, sjónarhornin, plottið... meira að segja fonturinn í kreditlistanum er fullkomlega eitís. Þeir gáfu hana meira að segja út á limited edition VHS. Og auðvitað er hún alveg horfa-í-gegnum puttana óhugnaleg. Ekkert ógeðis-slash-fest einsog við erum vön í dag, heldur ekta gamaldags spenningur.

En wá, áður en þetta breytist í bíóblogg ætla ég að henda inn lagi úr myndinni. Alveg feikilega gott lag sem ég var búinn að steingleyma. Og allir að horfa, þú veist.

» The Fixx - "One Thing Leads To Another"

fimmtudagur, janúar 28, 2010

Kjaftasögur

Jájá, myndin sem endaði á kápunni er mikið betri, en það er samt gaman að sjá þetta.Og mikið óskaplega, lifandi skelfings ósköp var Mick Fleetwood horaður.

Fimmtudagsfiðringur
Vinnufélagi minn spilaði þetta fyrir mig í morgun. Ég hoppaði nánast af gleði þegar ég heyrði að syntahljóðið í þessu kemur úr skemmtaranum hans afa. Þó ég sé mikið græjunörd þá er ekki algengt að ég spotti strax úr hvaða synta þetta og þetta hljóð í einhverju lagi kemur, en hljóðið sem stóra viðarlitaða gleðitækið í stofunni hjá afa og ömmu gefur frá sér er eitthvað sem er greypt í minnið mitt.

» Jan Turkenburg - In My Spaceship (Pilooski Remix)

PS: smáskífa með laginu og nokkrum remixum kemur út 10. febrúar, þið getið keypt hana á Juno. Það ætla ég allavega að gera.

miðvikudagur, janúar 27, 2010

Þetta er bara svona rokk, þúveist...Þetta er voða voða fínt. En hvernig á maður að lýsa þessu? Síkadelískur Bruce Springsteen? Er það eitthvað? Nei ég veit það ekki. Þetta er bara svona rokk, þúveist...

» Surfer Blood - Swim

þriðjudagur, janúar 26, 2010