laugardagur, janúar 30, 2010

Tíhí

Steed Lord premjérVinir okkar í Steed Lord gáfu nýlega út plötu af remixum af lögum á fyrsta albúminu þeirra, Truth Serum. Heitir hún auðvitað The Truth Serum Remix Project, en ekki hvað. Gripurinn er tvöfaldur og það er fullt af flottu liði þarna einsog Klever, DJ Mehdi og Crookers.

Ég fékk að henda inn lagi sem að mínu mati er það besta á plötunni. Alveg ofboðslega flott, diskóleg melódía og Klever úðar yfir þetta smá trylling.

Annars er heilt metrískt tonn af nýju stöffi á leiðinni frá þeim og eitthvað af því mun enda hér. Tékkið á Steed Lord á Gogoyoko.

» Steed Lord - "Street Kid" (Klever remix)

föstudagur, janúar 29, 2010

Skrattinn sjálfurÉg horfði á hrollvekjuna The House of the Devil um daginn og ég bara get ekki mælt nógu mikið með henni. Bara hættu að lesa og sjáðu hana. Kvikmyndargerðarmennirnir hafa bara sest niður og ákveðið að gera eitís hryllingsmynd. Og þeir ná fílingnum fullkomlega. Litirnir, sjónarhornin, plottið... meira að segja fonturinn í kreditlistanum er fullkomlega eitís. Þeir gáfu hana meira að segja út á limited edition VHS. Og auðvitað er hún alveg horfa-í-gegnum puttana óhugnaleg. Ekkert ógeðis-slash-fest einsog við erum vön í dag, heldur ekta gamaldags spenningur.

En wá, áður en þetta breytist í bíóblogg ætla ég að henda inn lagi úr myndinni. Alveg feikilega gott lag sem ég var búinn að steingleyma. Og allir að horfa, þú veist.

» The Fixx - "One Thing Leads To Another"

fimmtudagur, janúar 28, 2010

Kjaftasögur

Jájá, myndin sem endaði á kápunni er mikið betri, en það er samt gaman að sjá þetta.Og mikið óskaplega, lifandi skelfings ósköp var Mick Fleetwood horaður.

Fimmtudagsfiðringur
Vinnufélagi minn spilaði þetta fyrir mig í morgun. Ég hoppaði nánast af gleði þegar ég heyrði að syntahljóðið í þessu kemur úr skemmtaranum hans afa. Þó ég sé mikið græjunörd þá er ekki algengt að ég spotti strax úr hvaða synta þetta og þetta hljóð í einhverju lagi kemur, en hljóðið sem stóra viðarlitaða gleðitækið í stofunni hjá afa og ömmu gefur frá sér er eitthvað sem er greypt í minnið mitt.

» Jan Turkenburg - In My Spaceship (Pilooski Remix)

PS: smáskífa með laginu og nokkrum remixum kemur út 10. febrúar, þið getið keypt hana á Juno. Það ætla ég allavega að gera.

miðvikudagur, janúar 27, 2010

Þetta er bara svona rokk, þúveist...Þetta er voða voða fínt. En hvernig á maður að lýsa þessu? Síkadelískur Bruce Springsteen? Er það eitthvað? Nei ég veit það ekki. Þetta er bara svona rokk, þúveist...

» Surfer Blood - Swim

þriðjudagur, janúar 26, 2010