fimmtudagur, janúar 28, 2010

Fimmtudagsfiðringur
Vinnufélagi minn spilaði þetta fyrir mig í morgun. Ég hoppaði nánast af gleði þegar ég heyrði að syntahljóðið í þessu kemur úr skemmtaranum hans afa. Þó ég sé mikið græjunörd þá er ekki algengt að ég spotti strax úr hvaða synta þetta og þetta hljóð í einhverju lagi kemur, en hljóðið sem stóra viðarlitaða gleðitækið í stofunni hjá afa og ömmu gefur frá sér er eitthvað sem er greypt í minnið mitt.

» Jan Turkenburg - In My Spaceship (Pilooski Remix)

PS: smáskífa með laginu og nokkrum remixum kemur út 10. febrúar, þið getið keypt hana á Juno. Það ætla ég allavega að gera.

3 ummæli:

Halli sagði...

http://www.youtube.com/watch?v=YG-syoT7QfY

Halli sagði...

eða betra:

http://www.youtube.com/watch?v=YG-syoT7QfY

Halli sagði...

Já, og:

Það er skemmtilegt að vita að þessi gaur er tónlistarkennari og gerði þetta lag með nemendum sínum.

Setur þetta allt saman í annað og miklu skemmtilegra samhengi.