miðvikudagur, mars 24, 2010

Last BoyBirgir Ísleifur Gunnarsson úr Motion Boys og fleiri böndum er farinn af stað með sólóverkefni sem hann kallar Last Boy. Hann er að gefa fyrsta singúlinn og er það gjöf sem heldur áfram að gefa. grípandi popphúkkar í hvívetna. Biggi heldur utan um þetta en honum til hjálpar eru Vera Sölvadóttir (raddir) og Þorbjörn Sigurðsson (bassi og auto-harp). Mixað af Stirmi Hauks. Flotterí!

Hlusta og sækja hér!

þriðjudagur, mars 23, 2010

Get A Room!


It takes a Muscle- Get a room! edit
Uploaded by siliconsquaregarden. - See the latest featured music videos.

Get A Room! gera bráðskemmtileg edit, hér er eitt þeirra. Smá eitís stuð í þessu. Þetta kemur út von bráðar á 12" í 500 eintökum hjá Small Time Cuts plötuútgáfunni, í kápu hannaðri af hinum rómaða Trevor Jackson (einnig þekktur undir tónlistarnafninu Playgroup). Þannig að þar hafiði það.

» It Takes A Muscle (Get A Room! Edit)

laugardagur, mars 13, 2010

þriðjudagur, mars 02, 2010

GuruGuru var ein af mínum hetjum á unglingsárunum og bandið hans Gang Starr var mikið í vasadiskóinu. Guru fékk hjartaáfall í gær, ekki nema 43 ára gamall. Aðgerð á honum í nótt gekk vel að sögn samverkamanns hans DJ Premier en Guru er núna haldið sofandi í öndunarvél. Í guðs bænum sendum honum góða strauma og hlustum á smá Gang Starr.