sunnudagur, júní 20, 2010

Trylltur eitís tryllingur

Ég get fullyrt að þetta er eitt besta eitís mix sem ég hef heyrt. Enda ekta, þeas tekið upp á snældu í lok níunda áratugarins. Alveg klikkuð lög og kassettu-hiss undir öllu saman. Lesið söguna bakvið þetta í leiðinni, hún er stórskemmtileg.

Unaður!

laugardagur, júní 12, 2010

The Love Language - Heart To TellFann helvíti skemmtilegt lag á RCRDLBL sem mér langaði til að deila með ykkur.

Ég stend í þeirri trú að ef ég spila þetta lag á repeat nógu oft komi sólin aftur.

» The Love Language - Heart To Tell (RCRDLBL download)

fimmtudagur, júní 03, 2010

Mugison & Reykjavík!Fékk sent lag frá Hauki vini mínum í hljómsveitinni Reykjavík! um daginn sem þeir gerðu með Mugison. Eftir að hafa nöldrað í honum í nokkra daga er hann loksins búinn að gefa eftir og leyfa mér að deila því með ykkur.

Þetta er kandidat í indie-sumarsmellinn í ár.

» Reykjavík! og Mugison - Sumarást