þriðjudagur, apríl 27, 2010

Timber Timbre

timber timbre er eins manns folk/rokk band frá Canada.þetta lag er frá þriðju plötu hans sem heitir Timbre timbre,ef þið fílið þetta lag,þá veldur platan ekki vonbrigðum,ótrúlega gott stöff.

» Timber Timbre - "Demon host"

Læt myndbandið fylgja með hér,mega spooky eitthvaðAnnað myndband frá fyrri plötu hans,kúl gaur kúl lag,

fimmtudagur, apríl 22, 2010

AlanHann Alan Wilkis er alltaf að gera eitthvað sniðugt. Hann var að senda okkur þetta remix sem hann gerði fyrir White Hinterland. Fín músík fyrir aðfaranótt föstudags.

» White Hinterland - "No Logic" Alan Wilkis remix

sunnudagur, apríl 18, 2010

Music Go MusicÞetta lag hefur heyrst meira í mínum húsum um helgina en fregnir af skýrslugosinu. Ég er alveg með þetta band á heilanum. Music Go Music heita þau og þau sækja innblástur í allt það sem var gott við seventís: ABBA, ELO, Fleetwood Mac og aðra guði poppsins. Sjón og heyrn eru sögu ríkari þannig að skoðið þetta líka æðislega myndband. Æ já og platan þeirra heitir Expressions, þau eru Kanadísk og þið ættuð að fylgast með þeim og kaupa plötur, boli og nælur frá þeim. Svona innilegt 70s homage þarf að styðja.

þriðjudagur, apríl 13, 2010

Suzanne VegaÉg hef verið skotinn í röddinni hennar Suzanne Vega síðan að ég var 7 ára. Ég bjó í gulri blokkarsamstæðu sem hét Studiegången eða stúdentagangar og það voru flestir þarna í massívum hippafíling. Í þessum sænska samvinnukúltúr var mikil samfélagsleg stemmning, og eitt af því sem fólkið gerði þarna var að halda bíósýningar fyrir börnin. Í kjallaraherbergi í rónablokkinni (sumsé einstaklingsíbúðirnar, þar sem fulla fólkið bjó), var herbergi sem notað var undir bíósýningar. Á undan sýningu á myndum eins og Ferris Bueller's Day Off spiluðu hippakonurnar sem héldu utan um þetta oft lög með Suzanne Vega og Tanita Tikaram, og þar festist fyrst lagið Luka í hausnum á mér. Það var ekki fyrr en mörgum árum seinna að ég áttaði mig á hvað lagið fjallaði um. Þegar ég var 12 ára kveikti ég á danstónlist, og eitt af fyrstu lögunum sem náðu mér í þeim geira var Tom's Diner með Suzanne Vega og DNA. Þegar ég var um tvítugt rakst ég á Best Of disk með henni í Skífunni, og ákvað að tékka á svona uppá djókið.
Þar uppgötvaði ég ótrúlegann heim laga, þar sem sakleysisleg en dapur röddin líður yfir ótrúlega fallegar melódíur, og textar sem síast inn, stækka og breytast með hverri hlustun. Hún er eiginlega meira skáld en tónlistarmaður, tónlistin farvegur fyrir texta sem ganga nær manni með hverri hlustun.

Lagið Caramel er eitt af þeim lögum með henni sem ég gríp í á daprari dögum. Lagið fjallar um söknuð, og að sleppa tökunum, og virðist hitta ótrúlega vel á einmitt núna.

» Suzanne Vega - Caramel

mánudagur, apríl 12, 2010

Public Relations


Hérna er lag sem ég fékk sent fyrir 2 árum síðan. Mér fannst það fínt, og spáði svo ekkert meira í því. Svo var það að koma upp á random í iTunes hjá mér áðan, og ég finn mig knúinn til að hlusta á það aftur og aftur.
Lagið Stingray er einföld og falleg ítaló-elektró-skotin snilld, pínu angurvært en mestmegnis bara fallegt og rólegt. Hljómsveitin heitir Public Relations og samanstendur af elektrónískum pródúser sem kallar sig yfirleitt Frank Murder, og Gunnlaugi Lárussyni, gítarleikara Brain Police. Þetta er skrýtin samsetning utanaðfrá séð, en gengur svona rosalega vel upp þegar þú hlustar á músíkina.

» Public Relations - Stingray