föstudagur, maí 20, 2011

Mayer HawthorneMayer Hawthorne er soul-söngvari frá Ann-Arbor, úthverfi Detroit. Hann gefur út hjá hinni virtu Stones Throw útgáfu, heimili Madlib, Aloe Blacc og fleiri snillinga í heimi Soul og Hip-Hop.

Hann var að ljúka við stuttskífu með coverlögum, sem hann hefur ákveðið að gefa ókeypis á internetið. Þetta er stórskemmtileg plata og ég mæli heilshugar með henni.

Uppáhaldið mitt af henni er töku-útgáfa af Don't Turn The Lights On, sem upphaflega var í flutningi Chromeo.

» Mayer Hawthorne - Don't Turn The Lights On  .mp3 

» Sækið plötuna hér

miðvikudagur, maí 18, 2011

Still Corners

Ég er að fíla Still Corners. Þau koma frá London. Hér eru myndbönd. Þetta er draumkennt popp.
Ég ellllllska Hammond línuna í þessu:

miðvikudagur, apríl 06, 2011

Besti vinur tónlistafíkilsins snýr aftur

Góðvinur Breiðholts, Hjalti Jakobsson var að senda frá sér nýja útgáfu af forriti sínu, Peel. Forritið heldur utan um öll uppáhalds tónlistarbloggin þín, býður þér upp á að hlusta á að hlusta á alla tónlist á tónlistarbloggi eins og það væri iTunes playlisti, sækir sjálfvirkt tónlist ef þú villt, og margt annað sniðugt. 
Nýja útgáfan af Peel inniheldur margar viðbætur og uppfærslur. Ég hef notað Peel 1.0 helling, og er mjög hrifinn, og er spenntur fyrir útgáfu 2.0. Forritið er einungis fyrir Mac.

Til hamingju Hjalti!

» getpeel.com 

sunnudagur, mars 13, 2011

miðvikudagur, mars 09, 2011

Blood Orange - Forget ItÞetta einfalda kassagítarsindí er svo hresst að því hefur tekið að vekja breiðholtsbirni úr vetrardvala. Ekki lítið afrek það.

Blood Orange - Forget It [RCRD LBL]