fimmtudagur, júní 28, 2012

Ferðastemmari


Ég setti saman lítið mixteip fyrir gesti Rauðasandur Festival en allir geta nú haft gaman af þessu.


Þetta er einfaldlega bíltúrsmúsík, tilvalin þegar maður kemur úr göngunum og brunar vestur á land. Gamlar hippalummur, sveitastuð og þvíumlíkt. Blanda af lögum sem allir geta gólað með og minna heyrðu efni.

Þið getið sótt klukkutíma af stuði hér:

>>>Ferðamix<<<

Hér er lagalistinn:
Booker T & the MG's - Green Onions (live)
Canned Heat - Going up the Country
Graham Nash & David Crosby - Frozen Smiles
- Arlo Guthrie intro
Arlo Guthrie - Coming into Los Angeles
The Doobie Brothers - Listen to the Music
Rodney Crowell - Bluebird Wine
- Eagles intro
Eagles - Take it Easy
The Byrds - Lazy Days
Neil Young - Walk On
The Shrugs - Rucksack
John Denver - Take Me Home Country Roads
Loudon Wainwright III - The Swimming Song
Lee Hazlewood - Pour Man
The Youngbloods - Sugar Babe
Creedence Clearwater Revival - Down on the Corner
Rolling Stones - Honky Tonk Women
The Doors - Love Her Madly
Dire Straits - Sultans of Swing
John Lennon - Oh Yoko!
The Kinks - Lola
The Band - The Night they Drove Old Dixe Down (live)þriðjudagur, maí 01, 2012

Nokkur hress sumarlög

Það er hægt og bítandi að verða til sumarplaylisti í iTunesinu mínu.

Þetta er það sem er að skríða upp listann:

The Phenomenal Handclap Band - Radio Girls:

Þetta er eiginlega frekar dæmigerð sumarfluga, þannig. Hresst og dillandi og með viðlag sem festist í manni.

Willy Moon - Yeah Yeah

Það er eins og Willy hafi gert veðmál við einhvern um hversu margar dans/hiphop tilvísanir hann gæti komið í eitt lag. Hann hefur eflaust grætt soldið á þessu.

Jo Lemaire & Flouze - Je suis venue te dire que je m'en vais

Belgíska eitís nýbylgjustjarnan Jo Lemaire flytur tölvupoppsútgáfu af lagi Serge Gainsbourg.

Nikki & The Dove - Tomorrow

Einhvernveginn finnst mér þetta vera skandinavískt teik á Let The River Run með Carly Simon. Stórt og tilkomumikið og uppfullt af von. 

mánudagur, apríl 23, 2012

Traveling Tilburys.


Djöfull er ég um borð með þetta stöff. Nýjasta snilldin í bænum. Kemur út 7. mai frá Record Records.

sunnudagur, apríl 01, 2012

Sunnudags sál


Odyssey - Our Lives are Shaped by What We Love.

Mikið assgoti er svona músík fín á sunnudegi. Dásamlega falleg melódían í viðlaginu.

miðvikudagur, mars 28, 2012

Ojba Rasta


Fyrr í mánuðinum bauð Reykjavík Grapevine snilldarlagið Baldursbrá með Ojba Rasta til niðurhals.

Chromatics snúa aftur

 

Það eru fimm ár síðan Johnny Jewel og félagar hafa komið fram undir nafninu Chromatics. síðan þá hefur hann verið upptekinn við Glass Candy, Desire og önnur skemmtileg verkefni en nú er hann sumsé farinn aftur af stað með bandið sem kom honum á kortið.

Það er komin ný plata, Kill For Love, 90 mínútna skrímsli sem ætlar bara að breyta heiminum í kynlíf.

Þetta lag er ég búinn að vera með á heilanum í margar vikur. Gamli Neil Young slagarinn My My, Hey Hey í nýjum búning. Njótið.

Trúarleg málefniÞetta finnst mér gott lag. Reyndar finnst mér lag oftast gott þegar frasinn "Jesus Christ" kemur fram. Já, guð minn góður.

mánudagur, mars 12, 2012

Dennis Parker (Wade Nichols) - Like An Eagle
Um hetjuna:
Wade Nichols, aka Dennis Parker, (October 28, 1955 – January 28, 1985) was an American actor and singer who started his acting career in pornographic movies.
His first feature film role was probably in the 1975 gay adult film Boynapped!. He subsequently appeared mostly in straight porn films shot in New York such as Barbara Broadcast, Jail Bait, Summer of Laura, Punk Rock, Marishino Cherries, and Teenage Pajama Party.
In 1979, using the name Dennis Parker, he recorded a disco album on Casablanca Records titled Like an Eagle. The album was produced by Village People creator / producer Jacques Morali. The title track was released as a single, and appears on the 1994 box set The Casablanca Records Story.
Also under the name Dennis Parker, he was known for playing Police Chief Derek Mallory on the soap opera The Edge of Night.
http://en.wikipedia.org/wiki/Wade_Nichols
Halli Civelek tók saman nokkuð skemmtilegar karakterlýsingar á söngvaranum, sem hann fann á YouTube kommentum við tónlist Dennis/Wade.
"dennis and i dated for 6 yrs,it was my pic on his wall.we were a fixture at the eagles nest. this was all b4 hes got famous. He worked as an artist at simplicity pattern co on madison ave,2 blocks from our apt, and if ya really wantsome new ,he paid $75 a month for that apt on a 5th floor w/0 at 25 east 38th st,did all the built in himself."
tadziosquest1960 2 years ago

 ‎"Wild. I had sex with him once and hung out with him a bit. I'm a guy (I'm assuming you are female from the screen name). He was open to everything. Fascinating man. Complex personality and totally charismatic. And a sweet soul. Glad you spent some time with him. Did he still have his motorcycle?" 
bozron 2 years ago


 "I dated Dennis briefly around the time this darling video was made. He was super into birds back then. We'd often drive upstate to go birding and he just tickled me with all sorts of bird facts. It was so like Dennis to love everyone." 
JaneAstron 2 years ago

föstudagur, mars 09, 2012

Hollywood SevenDiskó dramatík! Von og dauði! Það er eitthvað við þetta lag sem togar í hallærislegustu hjartarætur sem ég á. Er búinn að hlusta á þetta í þónokkra mánuði (með hléum, maður þarf að sofa og borða og svona), og ég fæ ekki nóg.

Ef þetta festist jafn duglega í ykkur og það gerði  í mér getið þið sótt það á þessarri síðu.