Brendan BensonÞað yljaði mér um hjartaræturnar að finna nýtt efni með Brendan Benson á blogginu Gorilla vs Bear um daginn.

Í dag er Brendan aðallega kunnur fyrir að vera hinn gæjinn í Raconteurs verkefninu hans Jack White, en hefur þó um árabil verið einn ástsælasti músíkant Detroit borgar. Þrátt fyrir að vera syndsamlega ókunnur meðal hins slefandi almennings hefur Brendan verið uppáhald gagnrýnenda og haft mótandi áhrif á lið einsog einmitt White Stripes með skemmtilegu og grípandi rokk-poppi.

Hér er umrætt nýtt efni. Það skal reyndar tekið fram að lagið er enn á demó-stigi en mér líst vel á það sem komið er. Melódískt og hresst að venju, en með ögn dansvænni takt en fyrri verk:
Brendan Benson - 'Feel Like Taking You Home' mp3

Hér eru síðan tvö sýnishorn af því sem hann var að gera á undan Raconteurs-ævintýrinu:
Brendan Benson - 'Tiny Spark' mp3
Brendan Benson - 'Good To Me' mp3

Ummæli

Vinsælar færslur