fimmtudagur, júní 28, 2012

Ferðastemmari


Ég setti saman lítið mixteip fyrir gesti Rauðasandur Festival en allir geta nú haft gaman af þessu.


Þetta er einfaldlega bíltúrsmúsík, tilvalin þegar maður kemur úr göngunum og brunar vestur á land. Gamlar hippalummur, sveitastuð og þvíumlíkt. Blanda af lögum sem allir geta gólað með og minna heyrðu efni.

Þið getið sótt klukkutíma af stuði hér:

>>>Ferðamix<<<

Hér er lagalistinn:
Booker T & the MG's - Green Onions (live)
Canned Heat - Going up the Country
Graham Nash & David Crosby - Frozen Smiles
- Arlo Guthrie intro
Arlo Guthrie - Coming into Los Angeles
The Doobie Brothers - Listen to the Music
Rodney Crowell - Bluebird Wine
- Eagles intro
Eagles - Take it Easy
The Byrds - Lazy Days
Neil Young - Walk On
The Shrugs - Rucksack
John Denver - Take Me Home Country Roads
Loudon Wainwright III - The Swimming Song
Lee Hazlewood - Pour Man
The Youngbloods - Sugar Babe
Creedence Clearwater Revival - Down on the Corner
Rolling Stones - Honky Tonk Women
The Doors - Love Her Madly
Dire Straits - Sultans of Swing
John Lennon - Oh Yoko!
The Kinks - Lola
The Band - The Night they Drove Old Dixe Down (live)þriðjudagur, maí 01, 2012

Nokkur hress sumarlög

Það er hægt og bítandi að verða til sumarplaylisti í iTunesinu mínu.

Þetta er það sem er að skríða upp listann:

The Phenomenal Handclap Band - Radio Girls:

Þetta er eiginlega frekar dæmigerð sumarfluga, þannig. Hresst og dillandi og með viðlag sem festist í manni.

Willy Moon - Yeah Yeah

Það er eins og Willy hafi gert veðmál við einhvern um hversu margar dans/hiphop tilvísanir hann gæti komið í eitt lag. Hann hefur eflaust grætt soldið á þessu.

Jo Lemaire & Flouze - Je suis venue te dire que je m'en vais

Belgíska eitís nýbylgjustjarnan Jo Lemaire flytur tölvupoppsútgáfu af lagi Serge Gainsbourg.

Nikki & The Dove - Tomorrow

Einhvernveginn finnst mér þetta vera skandinavískt teik á Let The River Run með Carly Simon. Stórt og tilkomumikið og uppfullt af von. 

mánudagur, apríl 23, 2012

Traveling Tilburys.


Djöfull er ég um borð með þetta stöff. Nýjasta snilldin í bænum. Kemur út 7. mai frá Record Records.

sunnudagur, apríl 01, 2012

Sunnudags sál


Odyssey - Our Lives are Shaped by What We Love.

Mikið assgoti er svona músík fín á sunnudegi. Dásamlega falleg melódían í viðlaginu.

miðvikudagur, mars 28, 2012

Ojba Rasta


Fyrr í mánuðinum bauð Reykjavík Grapevine snilldarlagið Baldursbrá með Ojba Rasta til niðurhals.

Chromatics snúa aftur

 

Það eru fimm ár síðan Johnny Jewel og félagar hafa komið fram undir nafninu Chromatics. síðan þá hefur hann verið upptekinn við Glass Candy, Desire og önnur skemmtileg verkefni en nú er hann sumsé farinn aftur af stað með bandið sem kom honum á kortið.

Það er komin ný plata, Kill For Love, 90 mínútna skrímsli sem ætlar bara að breyta heiminum í kynlíf.

Þetta lag er ég búinn að vera með á heilanum í margar vikur. Gamli Neil Young slagarinn My My, Hey Hey í nýjum búning. Njótið.

Trúarleg málefniÞetta finnst mér gott lag. Reyndar finnst mér lag oftast gott þegar frasinn "Jesus Christ" kemur fram. Já, guð minn góður.

mánudagur, mars 12, 2012

Dennis Parker (Wade Nichols) - Like An Eagle
Um hetjuna:
Wade Nichols, aka Dennis Parker, (October 28, 1955 – January 28, 1985) was an American actor and singer who started his acting career in pornographic movies.
His first feature film role was probably in the 1975 gay adult film Boynapped!. He subsequently appeared mostly in straight porn films shot in New York such as Barbara Broadcast, Jail Bait, Summer of Laura, Punk Rock, Marishino Cherries, and Teenage Pajama Party.
In 1979, using the name Dennis Parker, he recorded a disco album on Casablanca Records titled Like an Eagle. The album was produced by Village People creator / producer Jacques Morali. The title track was released as a single, and appears on the 1994 box set The Casablanca Records Story.
Also under the name Dennis Parker, he was known for playing Police Chief Derek Mallory on the soap opera The Edge of Night.
http://en.wikipedia.org/wiki/Wade_Nichols
Halli Civelek tók saman nokkuð skemmtilegar karakterlýsingar á söngvaranum, sem hann fann á YouTube kommentum við tónlist Dennis/Wade.
"dennis and i dated for 6 yrs,it was my pic on his wall.we were a fixture at the eagles nest. this was all b4 hes got famous. He worked as an artist at simplicity pattern co on madison ave,2 blocks from our apt, and if ya really wantsome new ,he paid $75 a month for that apt on a 5th floor w/0 at 25 east 38th st,did all the built in himself."
tadziosquest1960 2 years ago

 ‎"Wild. I had sex with him once and hung out with him a bit. I'm a guy (I'm assuming you are female from the screen name). He was open to everything. Fascinating man. Complex personality and totally charismatic. And a sweet soul. Glad you spent some time with him. Did he still have his motorcycle?" 
bozron 2 years ago


 "I dated Dennis briefly around the time this darling video was made. He was super into birds back then. We'd often drive upstate to go birding and he just tickled me with all sorts of bird facts. It was so like Dennis to love everyone." 
JaneAstron 2 years ago

föstudagur, mars 09, 2012

Hollywood SevenDiskó dramatík! Von og dauði! Það er eitthvað við þetta lag sem togar í hallærislegustu hjartarætur sem ég á. Er búinn að hlusta á þetta í þónokkra mánuði (með hléum, maður þarf að sofa og borða og svona), og ég fæ ekki nóg.

Ef þetta festist jafn duglega í ykkur og það gerði  í mér getið þið sótt það á þessarri síðu.

föstudagur, maí 20, 2011

Mayer HawthorneMayer Hawthorne er soul-söngvari frá Ann-Arbor, úthverfi Detroit. Hann gefur út hjá hinni virtu Stones Throw útgáfu, heimili Madlib, Aloe Blacc og fleiri snillinga í heimi Soul og Hip-Hop.

Hann var að ljúka við stuttskífu með coverlögum, sem hann hefur ákveðið að gefa ókeypis á internetið. Þetta er stórskemmtileg plata og ég mæli heilshugar með henni.

Uppáhaldið mitt af henni er töku-útgáfa af Don't Turn The Lights On, sem upphaflega var í flutningi Chromeo.

» Mayer Hawthorne - Don't Turn The Lights On  .mp3 

» Sækið plötuna hér

miðvikudagur, maí 18, 2011

Still Corners

Ég er að fíla Still Corners. Þau koma frá London. Hér eru myndbönd. Þetta er draumkennt popp.
Ég ellllllska Hammond línuna í þessu:

miðvikudagur, apríl 06, 2011

Besti vinur tónlistafíkilsins snýr aftur

Góðvinur Breiðholts, Hjalti Jakobsson var að senda frá sér nýja útgáfu af forriti sínu, Peel. Forritið heldur utan um öll uppáhalds tónlistarbloggin þín, býður þér upp á að hlusta á að hlusta á alla tónlist á tónlistarbloggi eins og það væri iTunes playlisti, sækir sjálfvirkt tónlist ef þú villt, og margt annað sniðugt. 
Nýja útgáfan af Peel inniheldur margar viðbætur og uppfærslur. Ég hef notað Peel 1.0 helling, og er mjög hrifinn, og er spenntur fyrir útgáfu 2.0. Forritið er einungis fyrir Mac.

Til hamingju Hjalti!

» getpeel.com 

sunnudagur, mars 13, 2011

miðvikudagur, mars 09, 2011

Blood Orange - Forget ItÞetta einfalda kassagítarsindí er svo hresst að því hefur tekið að vekja breiðholtsbirni úr vetrardvala. Ekki lítið afrek það.

Blood Orange - Forget It [RCRD LBL]

þriðjudagur, ágúst 24, 2010

Pedro PilatusPedro Pilatus eru tveir upprennandi tónlistarmenn á menntaskólaaldri sem hafa verið að gera músík talsvert lengur en ungur aldur þeirra gefur til kynna.
Flair er nýtt lag frá þeim, og er búið að vera í ansi mikilli spilun hjá mér.

 Flair by pedropilatus
fimmtudagur, ágúst 19, 2010

Nýtt Terrordisco

Hér eru nokkrir nýjir smellir frá Terrordisco. Athugið að hægt er að niðurhala flest lögin með að ýta á píluna hægra megin á spilaranum. Njótið vel.

 Bíllinn Minn og Ég by terrordisco

 þorparinn (Terrordisco Dubstep mix VIP) by terrordisco

 Surf wave by terrordisco

 Terrordisco - Sefur þú (Ástarsæla) by terrordisco

þriðjudagur, ágúst 17, 2010

Reykjavík! - Cats

 Cats - Reykjavík! by Reykjavík!

Nýtt lag með Reykjavík!. Svo gott að ég þarf ekki einusinni að skrifa neitt hérna. Ýtið bara á Play og þá fattiði.

þriðjudagur, júlí 13, 2010

Soil & "PIMP" Sessions

Soil & "PIMP" Sessions er japönsk 6 manna djass-sveit sem spila sína eigin útgáfu af djass sem þeir kalla "death jazz". Þeir risu til frægðar í Japan gegnum kraftmiklar framkomur á klúbbum Tokyo-borgar og var boðið að spila á stærstu útihátíð Japans, Fuji Rock Festival, árið 2003 meðan þeir höfðu ekki fengið samning við plötufyrirtæki en það þekkist varla. Það sem fylgdi í kjölfarið var svokallað "bidding war" hjá stærstu útgáfunum en á endanum skrifuðu þeir undir hjá Victor sem er eitt ef elstu og stærstu plötufyrirtækjunum í Japan.Þeir gáfu út fyrstu plötuna sína "Pimpin'" næsta ár og svo fylgdu smáskífur og plötur með reglulegu millibili þar til plata með þeim komst í hendur á Gilles Peterson og þá fóru hjólin að snúast utan landsteina Japans og hann gaf út plötu þeirra "Pimp Master" í Evrópu síðla árs 2006.Frá 2005 hafa þeir vanið komur sínar til Evrópu og túrað minnst einu sinni ári. Nú er komið að því að þeir eru að fara að kynna nýjustu plötu sína "6" í Evrópu og munu þeir því spila á tónleikum í Belgíu og á nokkrum stöðum um England. Hér eru dagsetningarnar, mæli hiklaust og ítrekað með því að þeir sem eru staddir í nágrenni við tónleikastaðina að sjá þá á tónleikum. Eitt besta tónleikaband sem ég veit um.

18 júlí / Belgía - Gent Jazz Festival
21 júlí / UK Birmingham - Hare And Hounds
22 júlí / UK London - Jazz Cafe
23 júlí / UK Charton Park - WOMAD Charlton Park 2010

Hér er smá "taster" af við hverju er að búast, upptaka af tónleikum þeirra í London árið 2008 sem að Gilles Peterson setti upp á hlaðvarpið sitt fyrir túrinn þeirra í fyrra.

» Soil & "PIMP" Sessions - Live @ The Roundhouse / Bush Hall

mánudagur, júlí 05, 2010

Rhymin' Simon

50 Ways To Leave Your Lover (Pollyn's Re-Edit Remix) - Paul Simon by AOR DISCO

Hér hefur Pollyn tekið burt viðlagið (sem hefur alltaf farið pínulítið í taugarnar á mér. Þetta rím! Arg!) og gert letilegt sólskinslag úr erindunum. Alveg tilvalið í garðpartýið ef sólin lætur einhverntíman sjá sig.

sunnudagur, júlí 04, 2010

Ábreiðan

Orginallinn með hinni lítt kunnu sveit, Budgie:


og Amber Webber og félagar í Lightning Dust:


Þetta er eitt af fáum tilvikum þar sem coverið er betra. En það verður ekki frá þeim tekið í Budgie að þetta er alveg meiriháttar lag.

sunnudagur, júní 20, 2010

Trylltur eitís tryllingur

Ég get fullyrt að þetta er eitt besta eitís mix sem ég hef heyrt. Enda ekta, þeas tekið upp á snældu í lok níunda áratugarins. Alveg klikkuð lög og kassettu-hiss undir öllu saman. Lesið söguna bakvið þetta í leiðinni, hún er stórskemmtileg.

Unaður!