Nokkur hress sumarlög

Það er hægt og bítandi að verða til sumarplaylisti í iTunesinu mínu.

Þetta er það sem er að skríða upp listann:

The Phenomenal Handclap Band - Radio Girls:

Þetta er eiginlega frekar dæmigerð sumarfluga, þannig. Hresst og dillandi og með viðlag sem festist í manni.

Willy Moon - Yeah Yeah

Það er eins og Willy hafi gert veðmál við einhvern um hversu margar dans/hiphop tilvísanir hann gæti komið í eitt lag. Hann hefur eflaust grætt soldið á þessu.

Jo Lemaire & Flouze - Je suis venue te dire que je m'en vais

Belgíska eitís nýbylgjustjarnan Jo Lemaire flytur tölvupoppsútgáfu af lagi Serge Gainsbourg.

Nikki & The Dove - Tomorrow

Einhvernveginn finnst mér þetta vera skandinavískt teik á Let The River Run með Carly Simon. Stórt og tilkomumikið og uppfullt af von. 

Ummæli

Vinsælar færslur