Seinagangur AKA megapóstur

Formáli:
Buffet Libre fengu fullt af töffurum til að gera 80's cover eða remix og útkoman er 60 nostalgíuþrútin geggjaðislög. Þeir eru að gefa þetta alltsaman (já!) á síðunni sinni þannig að hitið upp niðurhalsputtann og hlaðið vasadiskóið.Wá það eru klikkuð lög þarna, hér eru mín persónulegu uppáhalds:

Adventure Kid - 'Safety Dance' (Men Without Hats Cover) mp3
Pomomofo - 'Ride the White Horse' (laid Back cover) mp3
Levy - 'So Far Away' (Dire Straits cover) mp3
Human League - 'The Things That Dreams Are Made Of' (Joe And Will Ask Remix) mp3
Cannonball Jane - 'Crush on You' (The Jets cover) mp3

Pomomofo fá þumal upp fyrir dansistuð, en Levy fær þrjá þumla fyrir vasklega meðferð á næst-uppáhalds Dire Straits laginu mínu (númer eitt? -'Brothers in Arms' auðvitað!).

Að lokum:
OK ég veit að allir plús inniskórnir þeirra eru búnir að pósta framlagi Anoraak. Ég ætlaði að sitja hjá og vera alveg, ég var fyrstur að fatta sko, en ég þurfti bara að brjóta saman þvottinn minn. Pfmmff. En samt, alltaf þegar þetta lag kemur á þá smelli ég fingrum, skelli á lær og helli í tebolla (ákavíti). Svo skítt með skúbb og exklúsivness, ég ætla að póstessu, enda besta lagið í gotinu:

Anoraak - 'Talking In Your Sleep' (Romantics cover) mp3

Ummæli

halli sagði…
Hey, takk fyrir þetta. Gaman að renna yfir lögin á síðunni þeirra...þó sumt (flest) af þessu sé ekkert smá mikið rusl! Wá!

En tilgangur kommentsins: einhver gaur koveraði 'Feel The Drive' með Doctor's Cat, sem er ítaló frá '83.

Ókei, þó konseftið sé að taka allskyns 80s lög sem eru auðvitað ólík og misfræg, mis pródúseruð og allt það, þá eru flestir originalarnir einfaldlega "nokkuð góð lög", þúveist.

Mér finnst persónulega undarlegt að kovera eða rímixa eitthvað lag þegar það er 99% einsog originallinn -- Birgitta Haukdal gerði það með jólakoverið sitt.

En mér finnst miklu verra að gera eitthvað rímix sem er miklu lélegra en upprunalega lagið, veistu hvað ég meina?

Ókei, ég er kannski pínu dramatískur, en original 'Feel The Drive' með Doctor's Cat er fáááránlega gott lag, og þetta rímix er...sorglegt. Pointið mitt er ekki að útgáfan sé leiðinleg, heldur skil ég ekki tilganginn. Taka element úr originalnum og sulla inní miklu verra pródöksjón? Ókei, þá er þetta thumbs up.

En ég fíla þig, Bjölz, inní bein!
halli sagði…
Með öðrum orðum: að taka dans lag, og gera dans kover eða rímix, er kjánalegt, og þjónar varla neinum tilgangi nema nýja útgáfan sé öðruvísi á einhvern hátt.
halli sagði…
Nei ertu að fokka í mér?

Einhver franskur apaheili líka að drulla fyrir eitt besta ítaló lag í heimi...hann segir það meiraðsegja sjálfur, 'Come On Closer' með Pineapples.

Berðu þetta saman sjálfur.

Haha, ég er aksjúallí að hlæja að þessum apaheilum. Þeir nota báðir nýja vókala sem er ótrúlega lélegir, gera ekkert fyrir lagið, þó svo að þetta væru ekki kover/remix.

Vinsælar færslur