Besti vinur tónlistafíkilsins snýr aftur

Góðvinur Breiðholts, Hjalti Jakobsson var að senda frá sér nýja útgáfu af forriti sínu, Peel. Forritið heldur utan um öll uppáhalds tónlistarbloggin þín, býður þér upp á að hlusta á að hlusta á alla tónlist á tónlistarbloggi eins og það væri iTunes playlisti, sækir sjálfvirkt tónlist ef þú villt, og margt annað sniðugt. 
Nýja útgáfan af Peel inniheldur margar viðbætur og uppfærslur. Ég hef notað Peel 1.0 helling, og er mjög hrifinn, og er spenntur fyrir útgáfu 2.0. Forritið er einungis fyrir Mac.

Til hamingju Hjalti!

» getpeel.com 

Ummæli

Vinsælar færslur