Eitt

Squeeze - 'Take Me I'm Yours'
mp3
Sama bandið og gerði 'Cool for Cats' merkilegt nokk. Grípandi og vel skrifað. Tilvalið lag til að hefja Skrúðgönguna.

Mér er sama hvaðan tónlistin kemur. Úr gömlum Ikea dótakassa með límmiðum frá Pítunni Skipholti, í skítugu hanskahólfi, grafin í fjöru, til sölu í Kolaportinu, otað að mér á götunni, í óskilamunum Sundhallarinnar, með hótunarbréfi frá dularfullum aðdáanda, í keðjubréfi og jafnvel í Steinar Músík og Myndir, Mjódd. Ef henni má troða í gegnum grimmilega stranga gæðasíuna, þá endar hún hér.

Ummæli

Vinsælar færslur