Tvö


Bruce Springsteen - 'Blinded by the Light'
mp3
Hvað er fólk alltaf að dissa the Boss? Bruce Springsteen er alveg geggjaður tónlistarmaður. Háfleygt pöbbarokk spilað af hópi af sveittum greaseballs frá New Jersey. Þetta lag var seinna coverað af Manfred Mann's Earth Band sem gerðu það að ofsasmell og kannast því flestir við það í flutningi þeirra.

Smá Springsteen-trivia hér: Trommarinn í E-Street Band er Max Weinberg úr Late Night with Conan O'Brien og gítarleikarinn í sama bandi er Steve van Zandt sem leikur Silvio í Sopranos. Áhugaverð heimasíða 'Little Steven' er hér.

Ummæli

Cool by Proxy sagði…
Steve van Zandt er enginn Townes van Zandt samt!

Booyah!
Bobby sagði…
Nú eða Ronnie van Zant

Vinsælar færslur