Skrattinn sjálfurÉg horfði á hrollvekjuna The House of the Devil um daginn og ég bara get ekki mælt nógu mikið með henni. Bara hættu að lesa og sjáðu hana. Kvikmyndargerðarmennirnir hafa bara sest niður og ákveðið að gera eitís hryllingsmynd. Og þeir ná fílingnum fullkomlega. Litirnir, sjónarhornin, plottið... meira að segja fonturinn í kreditlistanum er fullkomlega eitís. Þeir gáfu hana meira að segja út á limited edition VHS. Og auðvitað er hún alveg horfa-í-gegnum puttana óhugnaleg. Ekkert ógeðis-slash-fest einsog við erum vön í dag, heldur ekta gamaldags spenningur.

En wá, áður en þetta breytist í bíóblogg ætla ég að henda inn lagi úr myndinni. Alveg feikilega gott lag sem ég var búinn að steingleyma. Og allir að horfa, þú veist.

» The Fixx - "One Thing Leads To Another"

Ummæli

spritti sagði…
Tek svona 80's horrorflipp stöku sinnum. Þá oftar en ekki er það eitthvað VHS sem mér tekst að grafa upp á einhverri skuggalegri vídeóleigunni einhverstaðar í Reykjavík. Annars var ég að horfa á Pet Sematary 2 (1992) um daginn. Svona næstum því 80's en bölvað helvítis rugl.

Vinsælar færslur