Steed Lord premjérVinir okkar í Steed Lord gáfu nýlega út plötu af remixum af lögum á fyrsta albúminu þeirra, Truth Serum. Heitir hún auðvitað The Truth Serum Remix Project, en ekki hvað. Gripurinn er tvöfaldur og það er fullt af flottu liði þarna einsog Klever, DJ Mehdi og Crookers.

Ég fékk að henda inn lagi sem að mínu mati er það besta á plötunni. Alveg ofboðslega flott, diskóleg melódía og Klever úðar yfir þetta smá trylling.

Annars er heilt metrískt tonn af nýju stöffi á leiðinni frá þeim og eitthvað af því mun enda hér. Tékkið á Steed Lord á Gogoyoko.

» Steed Lord - "Street Kid" (Klever remix)

Ummæli

Vinsælar færslur