Urban LegendsFékk póstsendingu um daginn frá Urban Legends, sem eru einhverjir ofurpródúserar í LA sem gera elektróníska músík með latín vókölum. Ég var voða hrifinn af undirspilinu, en raddirnar voru ekki alveg minn tebolli. Ég sendi á þá línu og spurði hvort þeir lumuðu á instrumental af þessum lögum og þeir sendu nokkur til baka.

Þetta lag sem ég valdi er alveg magnað. Það minnir pínu á Kid Alex, eða örlítið skrýtnari raddlaust Chromeo, og það á mjög góðann hátt. Þetta er 20% quirky og 80% grúf. Hárrétt blanda.

» Urban Legends - World Keeps Spinning (Instrumental)
Ummæli

Vinsælar færslur