Guru



Guru var ein af mínum hetjum á unglingsárunum og bandið hans Gang Starr var mikið í vasadiskóinu. Guru fékk hjartaáfall í gær, ekki nema 43 ára gamall. Aðgerð á honum í nótt gekk vel að sögn samverkamanns hans DJ Premier en Guru er núna haldið sofandi í öndunarvél. Í guðs bænum sendum honum góða strauma og hlustum á smá Gang Starr.

Ummæli

Vinsælar færslur