Public Relations


Hérna er lag sem ég fékk sent fyrir 2 árum síðan. Mér fannst það fínt, og spáði svo ekkert meira í því. Svo var það að koma upp á random í iTunes hjá mér áðan, og ég finn mig knúinn til að hlusta á það aftur og aftur.
Lagið Stingray er einföld og falleg ítaló-elektró-skotin snilld, pínu angurvært en mestmegnis bara fallegt og rólegt. Hljómsveitin heitir Public Relations og samanstendur af elektrónískum pródúser sem kallar sig yfirleitt Frank Murder, og Gunnlaugi Lárussyni, gítarleikara Brain Police. Þetta er skrýtin samsetning utanaðfrá séð, en gengur svona rosalega vel upp þegar þú hlustar á músíkina.

» Public Relations - Stingray

Ummæli

Vinsælar færslur