Partý!Ef þú varst að fíla Ítalópartíin sem við Halli héldum síðasta sumar á Barnum átt þú gott í vændum. Næstkomandi laugardagskvöld, 21. júní 2008 verður stóra endurkoman, í Dansa Meira partíi á vegum PartyZone á skemmtistaðnum 22 við Laugaveg. Í ár er DJ dúóið frækna komið með nýtt nafn, sökum ásóknar erlendra stór-aðila í tvíeykið en nafnið nýja er HOTPLAY (from Europe). Auk Ítalósins verður skotið inn 80's Elektrói, óldskúl House, og ýmislegt annað gamalt og gott.
Síðar um kvöldið munu Már & Nielsen troða upp, þannig að þetta verður heljarinnar veisla.


Þið getið tékkað á stuttu mixi sem HOTPLAY (from Europe) skellti saman í tilefni af þessu partíi:
- Hotplay (from Europe) Minimix

Ummæli

Bobby Breidholt sagði…
Ég þar!

Og þuvílííkt fyrirmyndarplakat!
Teh Maggi sagði…
Haha já þetta plagg er æði. Ég fékk alveg SO-2001 gæsahúð.

Vinsælar færslur