Sjö

Leila K - 'Open Sesame' mp3
Gulla vinkona mín er eina manneskjan sem jafnast á við mig í nostalgíunördaskap. Hún á pokafylli af gömlum VHS spólum af tónlistarmyndböndum frá þeim gullnu árum 1990 - 1995. Um helgina blésum við dordinglana af gömlu videótæki, snerum gaffli í hjólunum til að herða myndbandið og horfðum á þessa stórkostlegu kvikmyndahátíð æsku okkar. Það var gaman er Leila K stökk aftur fram í heilann á mér úr kústaskápnum sem hún hafði falið sig í síðustu 15 árin.
Ummæli