Tíu
Hvað gerist þegar mest spennandi remixarar í heiminum remixa sjálfa sig? Eins og flest sem þetta Gaulverska tvíeyki gerir, er þetta lag unaðslegt áreiti og er eflaust spilað undir orgíum í svefnherbergi Satans. Justice (Shjúz-Steez til að vera með franska framburðinn á hreinu) er með betri þungarokkshljómsveitum sem ég hef heyrt, og það er ekki einn einasti rafmagnsgítar á staðnum.
Justice - 'Waters of Nazareth' (Justice remix)
mp3

Ummæli

halli sagði…
Er þetta tvíeyki semsagt ekki fyrrum d'n'b gaurinn Justice?

Ef ekki, þá eru þeir frekar slappir að stela nafninu og vera m.a.s. í sama zjanrö (franskan, skiluru).

Burtséð frá því ættiru að hlusta á lagið 'Aquisse' frá ´96 eða eitthvað svoleiðis. Mjög, mjög fínt.
Vincent sagði…
Je capte rien de ce que vous dites!
Vincent sagði…
Je capte rien de ce que vous dites!
Nafnlaus sagði…
http://mp3download.myspace.com/index.cfm?fuseaction=bandprofile.downloadSong&bsid=14692699&song_name=JUSTICE ME&fid=19700933
halli sagði…
Ókei, minn Justice heitir víst hr. Tony Justice:
http://www.discogs.com/artist/Justice

Þínir eru vissulega tveir og franskir:
http://www.discogs.com/artist/Justice+(3)

Blah.

Vinsælar færslur