Fúnk í lélegum hljómgæðum
Það er í raun hættulegt að gefa út OF góða fyrstu plötu. Allir tapa sér yfir henni og því verður pressan ógurleg og þú lufsast í ofboði, hendir einhverju rusli saman og gefur út eina andvana alltof snemma.
Þú verður annaðhvort að bíða í fimm ár einsog The Rapture eða að gefa út alltílæ plötu fyrst og gjörsamlega rota fólk með plötu nr. tvö.
Það er einmitt það síðarnefnda sem íslandsvinirnir í Lo-Fi-Fnk eru að gera. Nýtt stöff með þeim hefur verið að vætla um netið og það er alveg mergjað. Hér eru tvö dæmi. "The Boxer" er skemmtilegt á svona diskó-retard hátt. "Springsteen" er instrumental og brútal fyrir þá sem meika ekki glaðværan sönginn sem einkennir þessa sænsku pilta. Hej alle huppa.
Lo-Fi-Fnk - 'The Boxer' mp3
Lo-Fi-Fnk - 'Springsteen' mp3
Ummæli