Stelpuslagur

Einsog hundaæðissýktum kjúklingum í vöruskemmu í Bangladesh er tveimur ungum tónlistarkonum att saman í blóðugum bardaga. Amy Winehouse og Lily Allen eru nokkuð svipaðar þegar á þær er fyrst litið. Þessar Lundúnapæjur eru rétt skriðnar yfir tvítugt, eru kjaftforar og gera frábæra og grípandi popptónlist.



Amy Winehouse átti plötuna 'Frank' hér um árið og fór hún satt að segja fram hjá mér. Hún var drukkin og með strigakjaft í viðtölum og eftir að fárið í kringum hana dó út taldi ég mig aldrei eiga eftir að heyra hennar getið aftur. Svo heyri ég lagið 'Rehab' af nýju plötunni hennar 'Back to Black' sem var að koma út og ég stóð leiðréttur. Þessi unga mær hljómar einna helst einsog The Supremes, Shirley Bassey, The Ronettes og aðrar stelpuhetjur sjöunda áratugarins. Svo gætir einnig rapp, gospel og reggae áhrifa. Einstök rödd og retró sánd. Stórgott. Phil Spector yrði ánægður. Ég fylgist með henni héðan í frá.

Amy Winehouse - 'Rehab' mp3
Amy Winehouse - 'Me and Mr Jones (Fuckery)' mp3




Lily Allen er öllu þekktari, enda hefur hún verið í tryllingslegum hæp-stormi undanfarið. Tónlistarlúðar með internettengingu halda ekki vatni yfir henni og er það vel skiljanlegt: Hún er töff, sæt og gerir æðislega mússík. Einsog frægt er fékk þessi dóttir breska grínarans Keith Allen plötudíl eftir að hún hafði sett nokkur lög inná myspace. Útkoman var platan 'Alright Still' sem hún samdi eftir erfið sambandsslit. Úff, breiköpp-platan. Margar tónlistarkonur hefðu kuðlað sig upp með gítar og ullarpeysu og samið grátklökk lög um eymd og volæði og hvað það er erfitt að vera konugrey. Ekki Lily. Hún gerði stormandi poppplötu þar sem hún dansar og trallar ofan á sambandinu, hótar aulanum barsmíðum og gerir grín að því þegar hann náði honum ekki upp. Aðdáunarvert.

Lily Allen - 'LDN' mp3
Lily Allen - 'Knock 'em Out' mp3

Ummæli

Kjarri sagði…
Það er varla mögulegt að kveikja á útvarpi eða opna dagblað hérna í Brittania án þess að heyra minnst á þessar ágætu dömur. Ég er kyrfilega Lily-megin, fíla hana í botn þó mér finnist reyndar þetta Knock ´em Out lag alveg skelfilega leiðinlegt. Hin eru flestöll frábær.
Bobby sagði…
Lagið með Lily sem ég þoli ekki er 'Take What You Take'. Alveg hrikalegt lag sem var þröngvað uppá hana. Átti að höfða til Robbie Williams krádsins. Hún hatar það líka. Sagði svo í viðtali.

Vinsælar færslur