Föstudagsreif i boði Diskóráðs Ölduselsskóla

Árið er 1993 og ég er úllingur og það er ekki mikið að gerast í Breiðholti. Landi í Fanta Lemon var ekki ennþá byrjaður að vera aðal málið, og ég hafði eiginlega bara áhuga á því sem gerðist í diskóbúrinu í Ölduselsskóla. Sérstaklega hafði ég gaman af því að spila gamlann bunka af Hardcore plötum sem var þarna. Það var búið að stela öllum aðalhitturunum, þannig að hardcore plöturnar sem voru þarna voru voðalegir afgangar. Ein af plötunum sem ég spilaði mikið þarna var með House Crew, "The Theme".Þið getið skoðað fullt af gömlum hardcore myndböndum hérna.

---

Smá viðbót:

Ég bara verð að sýna ykkur þetta líka!

Reifaðasta lagið og reifaðasta megareif myndband ever. Tryllt ungmenni í skræpóttum fötum að dansa reifdans á umferðareyju í London, það verður varla meira reif en það. Reif í reifið!

Ummæli

Teh Maggi sagði…
Shitt hvað maður fékk alveg nostalgíu flashbakkið við að sjá þessi vídjó.

Sérstaklega það seinna.

Manni er bara farið að langa á gamla góða skóladiskóið aftur.
magnoose sagði…
hva?? fékkstu þér prósakk eða bara e-pillu? hvað varð um pirringinn?
magnoose sagði…
já nei ég hélt að þetta væri björn þór..... þú ert væntanlega ekki þunglyndur eins og hann sveinbjörn tjah...
krilli sagði…
Vá, voru actually gerð myndbönd?

Ég ... veit ekki með það.

Fannst þetta skemmtielgra þegar þetta var eitthvað magical sem var eiginlega bara til a spólum, þó vídjóin séu alveg töff í sínum reiftryllingi.
halli sagði…
Jú Kristlfr. Myndböndin voru einsog gullið í pottinum á endanum á hinum regnboganum fyrir reifaða úllinga.

Chill Out Zone á MTV að spila alltíeinu eitthvað old skúl vídjó, bara sísona, beint á eftir Seal eða Bryan Adams?

Gaman!

Lét mér meiraðsegja stundum líða einsog þetta væri alvöru. Ekki bara eitthvað plat á plasti.
halli sagði…
Og!

Ég er með búkkmörkuð grilljón svona vídjó á YouTube-inu mínu. Heiti Halli þar, einsog í alvörunni.

Vinsælar færslur