20 Bestu Lögin:
Björn Þór

Bob kynnir sinn lista fyrir ritstjórninni.


20:
The Young Knives - Weekends And Bleak Days (Hot Summer) mp3
Breskt nýrokk

Sveinbjörn:
Þú ert allur í pöbbarokkinu.

Björn Þór:
Ekkert smá grípandi og broddhvasst listarokk. Eins og Tweed jakkaföt, þá er þessi tónlist litrík, þægileg og notadrjúg í senn.

Sveinbjörn:
...Og bjórsletturnar beinlínis hverfa ofaní þetta.


19:
Regina Spektor - Samson mp3
Rólyndispopp

Björn Þór:
Voðalega fallegt lag til að grenja við í kertaljósi á fjörunni.

Sveinbjörn:
Ég hef ekki heyrt þetta áður. þetta er rosalega rómantískt lag. Svona eins og þú.

Björn Þór:
Koddu að vanga.


18:
The Horrors - Count In Fives mp3
Morðingjarokk

Björn Þór:
Þessir gæjar eru svakalega horaðir.

Sveinbjörn:
Þessir menn eru ekki hamingjusamir.

Björn Þór:
Nei, þeir drepa gæludýr. Ofsalega Dökkt og drungalegt. Í Bretlandi er það þannig að annaðhvort fílaru Klaxons og ert geðveikt litríkur og hress á því eða þú hlustar á Horrors og ert með átröskun og sjálfseyðingarhvöt. Ég er svona mitt á milli.

Sveinbörn:
Vampíra í neonbleikum krumpugalla?


17:
Klaxons - Not Over Yet mp3
Neonlitað næntís kover

Björn Þór:
Þeir áttu svakalegt ár, þessir gæjar. Þeir breyttu fatasmekk breta, og komu með þetta Nu-Rave™ allt saman.

Sveinbjörn:
Svona reif-referensar eru voða vinsælir núna. Skrýtið samt að gera reif referensa í rokktónlist að einhverri sérstakri tónlistarstefnu. Þegar Erlend Øye spilaði hérna tók hann Show Me Love eftir Robin S. í Jazz-Funk útgáfu. Er það þá Jazzfunkrave? Að því slepptu er þetta lag ótrúlega flott.

Björn veifar glóprikum


16:
Tap Tap - 100.000 Thoughts mp3
Lo-fi Indie

Björn Þór:
Epískt á inniskónum. Viðlagið finnst mér minna svolítið á Together In Electric Dreams.

Sveinbjörn:
Já? Giorgio Moroder í eldhúspartíi hjá Benna Hemm Hemm?


15:
Tapes N' Tapes - The Iliad mp3
Indírokk

Sveinbjörn:
Þetta band fór alveg framhjá mér. Þeir voru svo mikið hæpaðir að þegar ég tékkaði á þeim gaf ég þeim bara 15 sekúndna séns, og þegar ég greip þetta ekki strax, hætti ég að pæla í þeim. Kannski er helsti ókosturinn við þennann ótakmarkaða aðgang sem maður hefur að tónlist þessa dagana, að maður er miklu minna líklegur til að gefa hlutum séns. Ég er t.d. alveg hættur að nenna að hlusta á hljómsveitir sem reyna að adda mér á Myspace.

Björn Þór:
En þegar þú tékkar á svona liði nógu snemma, þá líður þér eins og þú eigir eitthvað í hljómsveitinni, að þú sért í sigurliðinu. Það er voða skemmtilegur staður til að vera á. Sturtandi kampavíni yfir hvorn annann í búningsklefanum.


14:
Black Keys - My Mind Is Ramblin' mp3
Skúnkblús.

Björn Þór:
Blús er ekki beint hipp tónlistarsefna núna. En ég verð að sína lit og styðja mitt lið. Við blúsáhugamenn verðum að halda dampi því einn daginn verður Blind Willie Johnson nýja Talking Heads fyrir bönd að neimdroppa sem áhrifavald í viðtölum. Sannið til. One day man, swear to god.

Sveinbjörn sker sig á púls.

Björn Þór sker sig á háls og drekkur sig svo í hel.


13:
Wolfmother - Dimension mp3
Skúnkrokk!

Björn Þór:
Auðvitað er þetta heilalaust, en þetta er bara svo fjári skemmtilegt. Fokk Mike Patton.

Sveinbjörn:
Þetta nær ekki alveg til mín. Woman er samt geeeeðveikt lag.

Björn Þór:
Jamm, Woman er æðislegt lag, jafnvel betra en þetta, en þar sem þetta er fyrsta lagið sem ég heyrði með þeim þá verð ég að setja það inn frekar. Þetta kveikti bálið í buxunum mínum.


12:
The Zutons - Someone Watching Over Me mp3
Skúnkgospel

Björn Þór:
Þetta lag finnst mér vera svo ógurlega fallegt.

Sveinbjörn:
Ég tengi The Zutons eiginlega bara við partí hjá Bjölla. Kemur mér á óvart að þetta hafi ekki farið hærra á listann hjá þér.

Björn Þór:
Manstu þegar Abi blikkaði mér á tónleikunum?


11:
Ben Kweller - Thirteen mp3
Sambandsslitapopp

Björn Þór:
Þetta breakup lag er svo fallegt að ég vildi næstum óska þess að hafa verið í þessu sambandi sem Ben syngur um.

Sveinbjörn:
Já, það er nú svolítill hjónasvipur með ykkur Ben. Ótrúlega fallegt lag samt.


10:
Justice - Waters of Nazareth mp3
Dómsdagsteknó

Sveinbjörn:
Þetta er harðasta teknó í heimi. Ekki hart í meiningunni erfitt og tormelt, heldur frekar hart eins og Clint Eastwood í rosalega vondu skapi.

Björn Þór:
Það er auðvitað ekki sjens að dansa við þetta. Þetta er meira svona Prog teknó. Dansmússík fyrir lengra komna. Það finnst mér meiriháttar.


9:
Yeah Yeah Yeahs - Gold Lion (Diplo Remix) mp3
Bailefunk skúnkindie

Björn Þór:
Djöfull dansaði maður við þetta í vor. Þetta er alveg skínandi dæmi um þegar rímixið er betra en orginallinn (og platan reyndar öll).


8:
Amy Winehouse - Rehab mp3
Skúnkfúnk... nei soul.

Björn Þór:
Djöfull hlýtur að vera gaman að djamma með henni.

Sveinbjörn:
Hún er annað hvort að fara að vera aðal púlsinn í partíinu eða að æla út klósettið þitt og drepast svo í baðkarinu.

Björn Þór:
Ég vissi allavega ekki að rónar gætu gert svona góða músík.


7:
The Presets - Are You The One? mp3
Kynferðisglæpamannadansrokk.

Björn bendir slímugum fingri að Sveinbirni.

Björn Þór:
Ert þú hin eina sanna!?

Sveinbjörn:
Uh...

Björn Þór:
Þetta er rosalega sexý lag, á svona fimmtánda bjór. Allavega höstllagið hans Lalla Johns. Smjörsýrurokk mætti segja.


6:
Goldfrapp - Slide In (DFA remix) mp3
Kynþokkadiskó

Björn Þór:
Úúú hún er svo sexý. Þetta korterslanga lag er einsog rosaleg kynmök með vélrænni flugfreyju frá leðurlandi.

Sveinbjörn:
Róbó-flugfreyja samsett úr pottum og pönnum. Ég fæ ekki nóg af þessu DFA dollusándi. Þetta hljómar allt eins og þetta sé tekið upp í skemmtilegasta eldhúsi í heimi.


5:
Whomadewho ásamt Munk og James Murphy - Kick Out The Chairs mp3
Stuðfúnk

Björn Þór:
Þvílíkt rosalega stuðlag er þetta. Það gæti vakið Saddam Hussein upp frá dauðum, dansandi uppá styttunni af sjálfum sér. Ofsalega gaman að öskra með og sletta kokkteilnum yfir nýja bindið þitt.

Sveinbjörn:
Maður getur vart hamið sig. Óáfengi Mojitoinn slettist útum allt. Þetta er eins og Talking Heads og Rick James að spila saman í kokteilboði hjá villtustu verðbréfasölum Kaupþings. Í DFA eldhúsinu víðfræga.


4:
The Rapture - Whoo! Alright - Yeah... Uh Huh mp3
Massastuð

Sveinbjörn:
Einsog segir í laginu er frítt sprútt er ekki alltaf ávísunin á gott partý.

Björn Þór:
Jamm. Viðlagið er einsog gospelið fyrir mér.
People don't dance no more
They just stand there like this
They cross their arms and stare you down
and drink and moan and diss


Sveinbjörn:
Það er voðalega erfitt að dansa hérna uppá borði með tölvuna þína fyrir.

Björn Þór:
Ég er æði.

Sveinbjörn:
The Rapture (og Hot Chip, reyndar) eru enn ein sönnunin fyrir því hversu mikil guðsgjöf Iceland Airwaves er fyrir íslenska trendbolta. Maður fær alveg +10 trendístig fyrir að geta sagst hafa séð þá á tónleikum áður en þeir gáfu nokkurn skapaðann hlut út opinberlega. I Was There, Man.


3:
Hot Chip - Over and Over mp3
Vinsælasta lagið á dansgólfinu í ár.

Björn Þór:
Ég var ekkert svo mikill aðdáandi þeirra fyrir, en þetta lag sneri mér við.

Sveinbjörn:
Þetta er eitt af þessum lögum sem allir geta verið sammála um að fíla. Urrandi slagari alveg hreint.

Björn Þór:
Einsog apinn með litlu simbalana.


2:
Lily Allen - LDN mp3
Breskt RnB með fiski og frönskum

Sveinbjörn:
Þetta er lag sem rykkir mann úr skammdegisþunglyndinu með offorsi.

Björn Þór:
Já sjitt mar, þetta lag er svo glaðvært að það gæti læknað krabbamein.


1:
Linus Loves - Waterfall mp3
Teiknimyndachillout

Sveinbjörn:
Orð fá ekki lýst krúttleika þessa lags. Alvin, Calvin og Theodore hasla sér völl í kaffihúsamúsík.

Björn Þór:
Þetta lag er alger upplifun. Þeir tóku Waterfall með 10cc, hröðuðu því uppí 45 snúninga, sömpluðu því og gerðu flottasta lag ársins að mínu mati. Mér finnst að Dolly Parton ætti að covera þetta, hljómar alveg einsog hún. Æðislegt lag sem yljar manni um hjartaræturnar.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
i wish i could read whatever language you speak. this is a great list of songs! : )
Bobby Breidholt sagði…
Haha, thanks a lot. It's Icelandic btw.
isi sagði…
Gomma takes Berlin by storm ...
http://berlin.unlike.net/twenty_five_hours/18-Munk

Vinsælar færslur