Föstudagur!

OK, vindkviður allt að 55 metrar á sekúndu í kvöld. Æði. Ég legg til að skella þessu í kojufyllerí. Hoppa á rúminu með skál af poppkorni og týna sígarettunum sínum.

Ég mun henda inn slatta af meiriháttar jólaslögurum á morgun eða hinn, bara svo þú hafir eitthvað til að hlusta á meðan vindurinn og regnið berja gluggann og ömmu þína. Svo á milli jóla og nýárs verðum við eflaust með einhverja lista og athugasemdir um árið sem er að líða.

En hvað með gamlárskvöld? áhugasömum bendi ég á 90's partý á Nasa. Þar mun þetta væntanlega heyrast:

Acen - 'Close Your Eyes' mp3

Ummæli

Vinsælar færslur