Soldið seinn mánudagari



Mér var nýlega gefið mixteip þar sem hin ágæta listakona Karen Dalton átti heiðurssæti. Dalton var á meðal bóhemana í NY í örlí sixtís sem gengu um kaffihús og fluttu folk slagara. Þrátt fyrir að vera dáð af liði einsog Bob Dylan fékk Karen aldrei almennilegan plötusamning og það eina sem liggur eftir hana eru nokkrar demóupptökur og ein stúdíóplata sem enginn keypti á sínum tíma. Hún er auðvitað algert költ fyrirbæri í dag og það er ekki amalegt að láta seiðandi rödd hennar dáleiða sig.

Karen Dalton - 'Something on your Mind' yousendit
Karen Dalton - 'How Sweet It Is' yousendit

Ummæli

Vinsælar færslur