Svart NeonÉg hef skrifað um Chromatics hérna áður. Þau spila niðadimmt og drungalegt diskó með síð-pönk keim. Þetta band hefur náð að kasta landfestum í höfði mér og er orðin ein af mínum uppáhalds hljómsveitum.

Það veldur nokkrum ruglingi að það eru til þrjár hljómsveitir með þessu nafni. Ein var artý rokksveit í gamla daga, ein spilar kántrýrokk og svo er það þessi sem hér um ræðir. Kókaínendurskoðendur í leðurbuxum.

En hverju sem líður, hér er nýtt lag með þeim sem mér finnst afar smekklegt.
Chromatics - 'Hands In The Dark' mp3


MiRAGE er af svipuðu sauðahúsi og Chromatics, nema með smá Ítaló fíling. Allar myndirnar í þessari færslu eru af síðunni þeirra. Virkilega flott.

Tapið ykkur í vókóder gleðinni:
MiRAGE - 'Lady Operator' mp3


Ég man eftir laginu 'Iko Iko' úr Rain Man og mér hefur alltaf fundist það eitt hallærislegasta lag sem um getur, einhversstaðar þarna niðri með Fugladansinum og 'Don't Worry Be Happy'. En viti menn, Glass Candy covera lagið með glæsibrag og þetta sýnir bara að öll lög verða flott þegar þau eru sett í heróíndiskófíling.
Glass Candy - 'Iko Iko' mp3

Ummæli

Stefán Jónsson sagði…
gífurlega hressandi, liggur við maður taki sig til og stígur spor!! Mirage fíla ég í botn...
halli sagði…
Takk fyrir að pósta þessu.

Ég vildi óska þess að þeir sem eru að gera ítaló í dag myndu ekki hafa titlana svona ótrúlega mikið giveaway. Þetta er of hannað, veistu hvað ég meina? Eiginlega eins off og það er líklegt að allir Íslendingar sem flykktust á Hótel Ísland hafi verið með vöfflur í hárinu, í Don Cano, og eróbikkskóm. (þeir voru í kaðlapeysum, angandi af blóðmör)

Veit ég er að röfla, en langflest italo lög heita eitthvað mun meira banal ('Dancing in the Dark', 'A Love Again', 'Dancing Hour', 'Meet My Friend', 'The Garden', 'Love Spy', 'Mirage', og 'Shotgun Into The Night' og fleira með love og dancing í...)

Ekki alltaf Vision of the Future, eða Calculator Robotronix.

ARG ég er hættur að röfla. En þetta er samt satt.

Og lagið er ágætt.
halli sagði…
"Þeir Íslendingar sem flykktust á Hótel Ísland in ðí 80s" átti þetta að vera. Bloddí hell.
halli sagði…
Og 'Iko Iko' lagið er mjög fínt!!!

Það er líka til mjög fín útgáfa á disk sem heitir 'Saturday Night Fish Fry', sem er New Orleans funk-safndiskur sem ég á í kassa einhversstaðar. Þær heita 'Dixie Cups', og smella fingrum og syngja mjög smúþ og fínt. Hefuru heyrt?

(og nei, mundi ekki hvað þær hétu, þurfti að gúgla). Hér er slóð: http://www.amazon.com/Saturday-Night-Fish-Fry-Orleans/dp/B00005N8VX

Ást,
Halli

Vinsælar færslur