Tvennt

1:
Ég held að við höfum aldrei minnst á snilldarforritið Peel hérna. Þetta forrit, sem skrifað er af Hjalta Jakobs, heldur utan um mp3 bloggin þín, þannig að það getur sótt og spilað það sem birt er á uppáhalds tónlistarbloggunum þínum, á einfaldari og hreinlegri máta en safari + itunes bjóða upp á. Forritið er sem stendur aðeins fyrir makka.

2:
Undanfarna daga hef ég hlustað heilann helling á lögin "Seria" og "Vaktir þú" með Skúla Sverrissyni, sem ég fann í þessarri færslu á Said The Grammophone. Fyrri lagið, "Seria" er magnað, ég myndi lýsa því nánar en þá þyrfti ég að nota orð eins og "töfrar" og "seiðmagnandi" og svona, og það er glatað þannig að ég sleppi því bara. Sækið, hlustið og skrifið eigin lýsingu, 200 orð eða minna. Seinna lagið, "Vaktir þú", er sungið af Ólöfu Arnalds. Söngrödd hennar vekur upp í mér einhverja skrýtna nostalgíutilfinningu í mér, á einhvern furðulegann hátt minnir þetta mig á þegar mamma söng Sofðu unga ástin mín fyrir mig þegar ég var þriggja ára.
Bæði lögin eru af nýlegum disk Skúla, sem fæst í 12 tónum.

» Skúli Sverrisson á Said The Grammophone

Ummæli

teh maggi sagði…
Gief PC útgáfu!

Vinsælar færslur